Mosfellspósturinn - 15.06.1987, Side 3

Mosfellspósturinn - 15.06.1987, Side 3
Þjóðhátíðarhöldin í Mosfellssveit: Ein skrúðganga en ýmis nýmæli á dagskrá Hátíðahöldin á þjóðhátíðardaginn 17. júní verða með nokkuð hefð- bundnum hætti, skrúðganga og hátíðasamkoma með fjölskyldu- skemmtun, kaffi í Hlégarði og ball um kvöldið fyrir alla aldurshópa. Kl. 10 um morguninn verður sundmót og víðavangshlaup. í ár verður boðið upp á nokkur nýmæli eins og gróðursetningaboð- hlaup krakka úr vinnuskólanum, kvikmyndasýningu á Stellu í Orlofi, sem fjölmargir sveitungar koma fram í. „Að þessu sinni verður aðeins ein skrúðganga. Það verður safhast sam- an við Kjörval og lagt af stað kl. 13:30. Skólahljómsveitin, sem leikur stórt hlutverk i hátiðahöldunum hjá okkur, byrjar að leika kl. 13:00,“ sagði Erna Gísladóttir formaður þjóðhátíðanefndarinnar í ár í sam- tali við MP. Með Ernu í nefndinni eru Guðný Halldórsdóttir og Þórður Guðmundsson. „Gengið verður fylktu liði með hljómsveitina,hestamenn og skáta í fararbroddi í íþróttahúsið, þar sem aðalhátíðin fer fram. Við þorðum ekki að taka neina áhættu í sam- bandi við veðrið,það hefur svo oft leikið þessar hátíðir grátt. Magnús Sigsteinsson oddviti setur hátíðina og að því loknu verður farið með hátíðaljóð. Leikfélagið sýnir leik- þáttinn Veiðiferðina og síðan syngur karlakórinn Stefnir. Þá sýnir hópur ungra stúlkna,, square" dans og loks verður farið í fjölskylduleiki. Stjórnandi hátíðar- innar í íþróttahúsinu er hinn eld- hressi Örlygur Richter. Skólahljóm- sveitin leikur milli atriða og heldur uppi stemmningu," sagði Ema. Að samkomunni í íþróttahúsinu lokinni fer fram gróðursetningaboð- hlaup, en krakkar úr vinnuskólanum gróðursetja fimmtíu trjáplöntur við íþróttahúsið undir leiðsögn garðyrk- justjórans Einars Gunnarssonar. Þá verður sýning á kvikmyndinni Stella í orlofi í sal barnaskólans, sýningar verða kl. 4,6 og 8. Aðgangseyri verð- ur stillt í hóf. Margir Mosfellingar tóku þátt í gerð þessarar vinsælu kvikmyndar og því ekki að efa að þeir vilja fá tækifæri til þess að sjá hana. Þá verða félagar úr hestamannafé- laginu Herði nærstaddir með hesta sina og teyma undir börnum sem vilja prófa að fara á bak. Félagar úr flugklúbbnum bjóða upp á útsýnis- flug. Flogið verður yfir sveitina og karamellum dreift yfir mannskapinn. Einnig verður sýnt svifdrekaflug, allt ef veður leyfir. Loks verður Ungmennafélagið með sitt landsfræga þjóðhátíðarkaffi í Hlégarði og um kvöldið verður dúnd- ur ball þar á vegum þjóðhátíðanefnd- ar. Ballið hefst kl. 19:30 og er ætlast til að yngstu krakkamir geti skemmt sér framan af kvöldi og svo koma þeir sem eldri eru þegar líður á kvöldið. Hljómsveit Stefáns P. leikur fyrir dansi og er okkur sagt að hún leiki tónlist fyrir alla aldurshópa. „Við vonum að sveitungamir njóti þess sem boðið verður upp á, en auð- vitað er það alltaf í valdi hvers og eins hvemig hann skemmtir sér. Annars finnst mér að það ætti að gjörbreyta undirbúningi þessara há- tíðahalda. Þannig ætti að fela Leikfélaginu og kórunum að sjá um hátíðahöldin til skiptis. Svona hátíð- ir þurfa mikinn undirbúning ef vel á takast til og bæði leikarar og söngv- arar eru ómissandi liður í því að þetta geti farið vel fram. Ef viðkom- andi félagsskapður veit fyrirfram, allt árið að hann á að sjá um samko- muna verður það unnið öðruvísi en ef þetta kemur upp á á seinustu vik- unum fyrir hátíðina," sagði Erna. MP tekur undir orð hennar af heil- um hug. Nú er einmitt tilfæri til þess að breyta til á næsta ári og taka upp nýja siði, þegar við verðum ekki lengur sveit eða hreppur heldur fullgilt bæjarfélag. Myndlist í Myndlistarsýning á vegum Mynd- listarklúbhs Mosfellssveitar verður opnuð í Gagnfræðaskólanum kl. 14 á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Opið verður þann dag til kl. 19. Sýningin verður opin 18. og 19. júní kl. 18-21 og helgina 20.-21.júní kl. 13-20. Þetta er sölusýning. „Nú eru tvö ár síðan síðast var haldin sýning á vegum klúbbsins. Myndlistarklúbbur Mosfellssveitar hefur starfað af miklum krafti í vet- ur. Önnur deildin, sem starfar undir leiðsögn Jóns Gunnarssonar listmál- ara úr Hafnarfirði hefur nú starfað í sjö ár,“ sagði Auður Eiríksdóttir. en hún hefur starfað með frá upp- hafi ásamt tveimur öðrum konum. þeim Söru Elíasdóttir og Helgu Thoroddsen. I deild Jóns starfa þegar flest er fimmtán manns. I hinum hópnum eru fjórir til sex að stað- Strandavíðir í Dalsgarði „Þetta eru þriggja ára plöntur og tegundin heitir strandavíðir. Þetta er alíslenskt fyrirbæri, tegundin ætt- uð frá Selárdal í Steingrimsfirði," sagði Jón Jóhannsson í Dalsgarði í samtali við MP. Nú er hafin trjáplöntusala i Dals- garði, en nýlega voru seldar 500 plöntur af þessum strandavíði til Noregs. „Við höfum selt þessar plöntur áð- ur til Vestmannaeyja, ísafjarðar og Keflavíkur og þær virðast dafna vel á þessum stöðum. Ársvöxturinn er svona um 30 cm, en plönturnar eru bæði fallega grænar og þéttar. „Við seldum plöntur til Stavangurs en ætlunin er að dreifa þeim til Norð- ur Noregs. Við vitum ekki fyrr en næsta ár hvernig þælr standa sig og hvort eitthvað verður meira úr þess- um útflutningi," sagði Jón. Strandavíðirinn er sérlega falleg planta, bústin og skærgræn. Jón sagði að það þyrfti þrjár plöntur á meter til þess að gera fallegt lim- gerði. Plantan kostar 75 kr. I Dalsgarði er einnig á boðstólum brúnn alaska víðir sem mælt er með að nota í skjólbelti á stóru landi. frekar en í minni húsagarða. Eins og hálfs meters plöntur kosta 50 kr. Viðja af sömu lengd kostar 35 kr. og brún víðir 75 kr. Jón sagði að ráðlegt væri að planta trjám eins snemma og nokkur kostur er, en í lagi væri að planta út júní- mánuð. Úr þvi fer það að verða nokkuð seint. Jón Jóhannsson hefur unnið við garðyrkju á sumrin undanfarin ár, en hann er sonur Jóhanns rósabónda í Dalsgarði. Jón er glerlistamaður og hefur unnið við list sína í Kalifor- níu í tvö ár og undanfarna sjö mánuði í Frakklandi. Opið er í plöntusölunni í Dalsgarði alla daga til kl. 5, en hægt er að panta plöntur og sækja eftir þann tíma. Jón Jóhannsson með einkar fallegan og gróskulegan strandaviðinn Plöntusalan í Dalsgarði Opið til kl. 5 alla daga. Hægt að panta í síma 667490. 3 Lagt af staö í myndaferðalag, f.v. Magnús og Ingvar sonur hans, Alfreð og Hulda af Kjalarnesinu, Bryndís, Sara og Helga. Auði vantar á myndina en hún var einnig með i ferðinni. Gagnfræðaskólanum aldri. Sá hópur starfaði undir leið- sögn Sverris heitins Haraldssonar listmálara. Hefur hópurinn verið án leiðsagnar síðan Sverrir lést. -Hefur verið selt mikið á sýningum sem haldnar hafa verið undanfarin ár ? „Já, það er alltaf heilmikið um að fólk selji verk. Verðið er misjafnt. en það er hægt að semja um það og einnig hægt að semja um greiðslur við viðkomandi listamenn," sagði Auöur. Á hverju sumri fara félagar úr Myndlistarklúbbnum í svokallaðar mótívferðir. Þá eru áhugaverð við- fangsefni fest á filmu sem síðan er flutt á léreftr veturinn á eftir. Laug- ardaginn 23. maí sl. fór hópur í slíka ferð undir leiðsöng Jóns Gunnars- sonar. MP tók meðfvlgjandi mynd fvrir utan Westem Fried. Snjóþveginn gallatatnaður Jakkar kr. 2.990.- Buxur kr.1.990.- Síð pils kr. 1.795,- Mini pils kr.1.595.- Mikið úrval af dömu- og barnafatnaði fyrir 17. júní. Verslunin Sími 666077 “ “ I 10% afsláttur til 17.júní á öllum vörum MEÐAL ANNARS: málningarvörum byggingavörum garðáhöldum rafmagnsvörum og sjónvarpsloftnetum Gleðilega þjóðhátíð!

x

Mosfellspósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.