Mosfellspósturinn - 15.06.1987, Qupperneq 6
Sætur bikarsigur í
vítaspyrnukeppni
Fyrsti bikarleikur ársins hjá meist-
araflokki var á móti Njarðvíkingum
á þeirra heimavelli. Njarðvík er, eins
og kunnugt er, í sama riðli og Aftur-
elding í 3. deild og eiga liðin eftir
að leiða saman hesta sína tvisvar í
sumar til viðbótar.
Þessi fyrsti bikarleikur einkennd-
ist af ósvikinni bikarstemmningu.
Að venjulegum leiktíma loknum var
staðan jöfn, 2:2. Hvorugu liðinu tókst
að skora í framlengingunni og kom
þá ti! vítaspymukeppni til að knýja
fram úx'slit.
Valur Steingrímsson og stóð sig með
prýði.
Snemma í siðari hálfleik jöfnuðu
Nj arðvíkingar úr vítaspyrnu og náðu
forystu 2:1 litlu síðar. En okkar menn
gáfust ekki upp og uppskáru mark
eftir linnulausa baráttu rétt fyrir
leikslok. Var Hilmar Harðarson þar
að verki.
Svo var það í vítaspyrnukeppninni
að Valur Steingrímsson varði eina
vítaspymu Njarðvíkinga og þar með
var bikarsigurinn í höfn.
-A.St.A.
Þetta er liöið sem vann glæsilegan sigur í 4. deild Islandsmótsins í fyrra og leikur nú örlítið breytt í 3. deild -
og stendur sig vel. Næsti leikur liðsins er á Tungubökkum á morgun., Fjölmennum og hvetjum strákana.
Okkar mönnum tókst að skora úr
öllum sínum spyrnum. Njarðvíking-
ar misnotuðu eina og þar með réðst
það. að Afturelding er áfram í keppn-
inni og átti að mæta Leikni 10. júní,
en þetta er skrifað fyrir þann tíma.
í leiknum gegn Njarðvík skoraði
Láms Sigvaldason fyrir Aftureld-
ingu í fyrri hálfleik og var þannig
staðan í leikhléi. Stuttu eftir markið
vildi það óhapp til að Guðjón mark-
vörður UMFA viðbeinsbrotnaði og
varð að yfirgefa völlinn, en inn á kom
Spennandi barátta í 3. deild hafin:
Lið Aftgureldingar sterk-
ara en flestur bjuggust við
Íþrótta og
leikjanámskeið
Aftureldingu
að hefjast
Eins og undanfarin ár stendur
Frjálsíþróttadeild UMFA fyrir
íþrótta og leikjanámskeið nú í sum-
ar. Leiðbeinendur verða eins og
undanfarin sumur þau Ólafur Ágúst
Gíslason og Alfa Jóhannsdóttir.
Haldin verða þrjú námskeið og
hófst það fyrsta 1. júní og stendur til
19. júní. Annað námskeiðið hefst 22.
júní og stendur til 9. júlí. Þriðja nám-
skeiðið hefst 13. júlí og stendur til
30. júlí.
Þátttakendum er skipt í tvo aldurs-
hópa. Eru 9-13 ára börn á morgnana
frá kl. 10-12 en 6-8 ára böm frá kl.
13M5.
Á námskeiðunum er leiðbeint í
frjálsum íþróttum og boltaleikjum,
farið í sund og gönguferðir og einnig
verður farið á hestbak. I lok hvers
námskeiðs verður farin dagsferð.
Innritun í íþróttahúsinu að Varmá,
sími 666754, 19. júní og 10. júlí.
Meistaraflokkur Aftureldingar í
knattspymu hefur hafið leik og bar-
áttu í 3. deild og byrjaði ævintýrið
bara vel og er spennandi. Fyrsti leik-
urinn var á móti Leikni í Breiðholti
100 þús. kr.
styrkur
til íþrótta- og
leikjanámskeiðs
Frjálsíþróttadeild Afdtureldingar
fær um 100 þús. kr. styrk frá
hreppsnefhdinni á þessu ári til
að standa fyrir áríegu íþrótta og
leikjanámskeiði. Páll sveitar-
stjóri sagði í samtali við MP, að
upphæðin skiptist þannig að
deildin fengi um 45 þús. kr. tií
að greiða niður þátttökugjöld í
námskeiðinu en að auki styrk til
að greiða þjálfara og nemur hann
launum eins flokksstjóra.
íþrótta- og leikjanámskeið er
nánast orðinn fastur liður í sum-
arstarfi félagsins fyrir unglinga.
Námskeiðin hafa að dómi hrepps-
nefndar verið myndarlega rekin
og full ástæða til að stuðla að því
að áfram verði haldið á sömu
braut.
HeilbrigðisMtrúi
Starfsmann vantar í fullt starf sem heilbrigð-
isfulltrúi. Starfssvæðið er Mosfellsumdæmi
og Seltjarnarneskaupstaður.
Ætlunin er að sameina umdæmi heilbrigðis-
nefnda Mosfellsumdæmis og Seltjarnarnes-
kaupstaðar í eitt eftirlitssvæði og yrði
heilbrigðisfulltrúinn framkvæmdastjóri þess.
Upplýsingar veita sveitarstjóri Mosfellshrepps
(sími 666218), bæjarstjóri Seltjarnarneskaup-
staðar (sími 612100) og Jón Zimsen formaður
heilbrigðisnefndar Mosfellsumdæmis (vinnu-
sími 38331)
Umsóknir sendist til Svæðisnefndar, c/o Jón
Zimsen, Hlégarði, Mosfellssveit, 270 Varmá,
fyrir 19. júní 1987.
í umboði Svæðisnefndar
Heilbrigðisnefnd Mosfellsumdæmis
Heilbrigðisnefnd Seltjarnarneskaupstaðar
og fór fram á slæmum malarvelli
þar. Okkar menn unnu leikinn 2:1
og fengu þar með 3 stig.
Okkar menn voru mjög taugaó-
styrkir í byrjun og setti það svip á
leikinn. Um miðjan hálfleik var okk-
ar mönnum dæmd vítaspyrna eftir
að boltinn hafði farið í hendi eins
Leiknismanna. Lárus Jónsson skor-
aði af því öryggi sem honum einum
er lagið og má um Lárus segja að
hann sé ein öruggasta vítaskytta
landsins.
Forysta Aftureldingar entist
óbreytt til leikhlés. En Leiknismenn
komu tvíelfdir til leiks og uppskáru
fljótlega mark, sem gerði leikinn afar
spennandi.
En hvernig sem liðin börðust gerð-
ist ekkert fyrr er. að um mínúta var
eftir af leiknum, að markamaskínan
Óskar Óskarsson skoraði stórglæsi-
legt mark eftir góða sendingu frá
mági sínum Hiimari Harðarsyni.
Annar leikurinn í deildinni var
gegn Stjörnunni. Fróðir menn segja
að Stjarnan eigi sterkasta liðið í
deildinni og hafi mesta möguleika á
því að komast upp í 2. deild. Aðeins
eitt lið úr hvorum riðli kemst upp.
Leiknum lauk með sigri Stjörnunnar
3 mörk gegn 1.
Lið Stjörnunnar mætti ákveðið til
leiks og lék af festu og hörku. En
það var samt Óskar Óskarsson sem
skoraði fyrsta markið eftir að hafa
sýnt mikla hörku. Stjömumenn svör-
uðu fyrir sig með tveimur mörkum
fyrir leikhlé og höfðu forystu 2:1.
í síðari hálfleik voru okkar menn
ekki á skotskónum og tókst flest
annað dável en að pota knettinum í
mark mótherjanna. En úr einu af
örfáum upphlaupum í síðari hálfleik
tókst Stjörnumönnum að skora —
og sigruðu, eins og áður segir með 3
mörkum gegn 1.
Það var slæmt að sjá á eftir öllum
stigunum í Garðabæinn, en enginn
skyldi þó örvænta, því lið UMFA er
til alls líklegt.
-A.St.A.
Tóku Reynismenn létt
- Sigruðu þá 3-0 á þeirra heimavelli
Þriðji leikur meistaraliðs Aftureld- gegn Reyni á heimavelli þeirra í
ingar í íslandsmótinu var leikinn Sandgerði. Menn fóru baráttuglaðir
Ótrúlegt
úrval af
trjáplöntum
og
runnum
GARÐVgKJUSTÓÐIN
GROANDI
GRASTEINUM
Frá
Hitaveitu
Mosfellshrepps
Þeir heita vatns notendur, sem ekki
hafa greitt síðasta reikning (vegna
marz/apríl notkunar), eru hvattir til að
gera skil nú þegar.
Lokanir vegna ógreiddra reikninga eru
þegar hafnar
Hitaveita Mosfellshrepps
til Sandgerðis og komu heim með öll
stigin þrjú eftir góðan sigur, 3 mörk
gegn engu.
Leikurinn einkenndist af góðum
samleik Aftyureldingar. Liðið náði
strax tökum á leiknum og uppskar
fljótlega gullfallegt mark, sem Lárus
Jónsson skoraði með hjólhesta-
spyrnu. En þetta mark var dæmt af
vegna rangstöðu og þótti mörgum sá
dómur orka tvímælis.
Fyrsta löglega markið var sjálfe-
mark Reynismanna. Einar Guð-
mundsson tók aukaspyrnu og sendi
fallega fyrir markið. Boltinn fór í
einn Reynismann og í markið.
Markamaskínan mikla, Óskar
Óskarssonm, fór ekki í gang fyrr en
í síðari hálfleik. Þá skoraði Óskar
með glæsilegu langskoti í vinstra
hornið og átti markvörðurinn enga
möguleika á að verja.
Undir lok leiksins náði gamla
kempan Ríkharður Jónsson að þenja
út netmöskvana með góðu skoti og
innsigla sigurinn.
Þetta var góður leikur hjá Aftur-
eldingu en þó vantaði nokkuð upp á
einbeitinguna sem stundum áður og
það að geta haldið góðu spili frá
upphafi til loka leiks eða í 90 mínút-
ur.
Það er mikið gleðiefni að sjá Vikt-
or Viktorsson standa sig með prýði
í markinu en hann er þriðji mark-
vörðurinn sem leikur með meistara-
flokki á þessu ári. Guðjón hefur bæði
viðbeinsbrotnað og fótbrotnað á
þeim stutta tíma sem af er sumri.
Valur Steingrímsson hljóp vel í
skarðið fyrir hann þar til Viktor er
nú löglega með liðinu.þ
Næsti leikur verður á hinum glæsi-
lega Tungubakkavelli á móti Skalla-
grími frá Borgarnesi laugardaginn
13. júní kl. 14.
Mætum öll og hvetjum okkar
menn! -A.St.A.
f