Mosfellspósturinn - 15.06.1987, Síða 7

Mosfellspósturinn - 15.06.1987, Síða 7
7 fÍÍOTIII« Gísli Magnússon með sr. Birgi Ásgeirssyni. Jóna á Hamrafeili og Carlo bragða þarna á risatertu sem boðið var upp á í kaffisamsæti safnaðarnefnd- ar eftir messu á uppstigningadag. Gjöfin frá Gísla tekin í notkun Við guðsþjónustu í Lágafellskirkju á uppstigningardag var gjöf Gísla Magnússonar í Varmárbrekkui tekin í notkun. Gísli gaf kirkjunni hljóð- nema og heyrnarstafi fyrir heymar- daufa svo þeir geti fylgst með því sem fram fer, í tilefni af áttræðisafmæli sínu. Lýsti sr. Birgir Ásgeirsson sóknarprestur gjöfinni úr predíkun- arstólnum. Þetta var seinasta messa sr. Birgis í bili, en hann er nú farinn í sumar- leyfí. Mun sr,. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum þjóna á meðan sr. Birgir verður í burtu. Eftir messu á uppstigningardag bauð safiiaðarstjórn til veglegrar kaffidrykkju í Hlégarði. Messan var helguð öldruðum eins og aðrar mess- ur í hinni íslensku þjóðkirkju þennan dag og fjölmenntu aldraðir til guðsþjónustunnar. Vantar stúlkur i kvennaknattspymu Kvennaknattspyrna er í fullum gangi hjá Aftureldingu og er æft og keppt í þremur flokkum , meistara, 2. og 3. flokki meyja. Stúlkur 14, 15 og 16 ára tilheyra 2. flokki en eldri stúlkur eru í meistaraflokki og yngri í 3. flokki. Keppni í íslandsmóti kvenna er hafin. Meistaraflokkslið UMFA lék við nýkrýnda Reykjavíkurmeistara KR, eitt af sterkustu liðum landsins að sögn Stefáns Hreiðarssonar þjálfara Aftureldingar. Staðan í hálfleik var 2 gegn 1, okkar stúlkum í vil, en þá léku þær undan nokkrum vindi. í síðari hálfleik brást úthaldið og KR stúlkumar náðu að skora fjórum sinnum. Lokastaðan varð því 2 mörk gegn 5. 2. flokkur fór til Vestmannaeyja og gerði jafntefli 1:1 en átti mun meira af leiknum lengst af. Að sögn Stefáns hafa Vestmannaeyjastólk- urnar mjög góðum markverði á að skipa og sló það okkar stelpur út af laginu. Stefán vill koma því á framfæri að það vantar stelpur til æfinga, einkum 14 ára og eldri. Aðeins tvær stelpur eru eldri en leyfilegt er að leika í 2. flokki, svo lið UMFA em næstum eins í tveimur efstu flokkunum. Æf- ingar eru á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 20:30 og er mánudagsæf- ingin á Tungubökkum. Þær stúlkur, sem hafa áhuga á að taka þátt í æfingunum eru beðnar að hringja í Stefán Hreiðarsson í síma 667197. Fasteigna- eigendur í Mosfellshreppi Eindagi síðustu greiðslu fasteigna- gjalda er 15. júní. Forðist dráttarvexti og kostnað. Innheimtuaðgerðir hefjast þegar í byrjun næsta mánaðar. Mosfellshreppur Kvenfataverslun Byggðarholti 55.- Mos. Sími 66 64 15 *KJÓLAR-BLÚSSUR * PILS * BUXUR - DRAGTIR * SLÆÐUR - VESKI * ILMVÖTN Munið opnunartímann: Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-6. Lokað á iaugardögum í sumar. tVOCAflO giörðu svovel Hvort sem þú ætlar að veita vatni um lengri eða skemmri veg er varla til auðveldari og ódýrari leið en gegnum rörin frá Reykjalundi. Rörin frá Reykjalundi eru viðurkennd fyrir gæði og auðvelda meðferð. Flestarstærðirvatnsröra, kapalröra, frárennslisröra og hitaþolinna röra eru jafnan til á lager og með tiltölulega stuttum fyrirvara er hægt að afgreiða sverari rör. Sérstök áhersla er lögð á mikla og góða þjónustu. Rörin frá Reykjalundi - rör sem duga. REYKJALUNDUR i Söludeild • Sími 666200

x

Mosfellspósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.