Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Síða 11

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Síða 11
HUGLEIÐINGAR UM SKIPULAG UMFERÐARMÁLA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. Hin beinu og óbeinu tengsi milli landnotkunar og landnýtingar ann- arsvegar og umferðar hinsvegar, hafa lengi verið mönnum ljós. Hér á landi gafst þó fyrst tækifæri til að kynnast nánar þeim lögmálum sem gilda um þessi tengsl þegar ráðist var í hina umfangsmiklu OD- um- ferðarkönnun í Reykjavík, en hún var undanfari og liður í gerð hins fyrsta aðalskipulags fyrir Reykja- vík, AR 1962-83. Til að fá sem skýrasta en þó einfalda mynd af umferðarstraumunum, var höfuðborgarsvæðinu skipt niður í tæplega 100 reiti, misstóra eftir að- stæðum. Síðan var kannað hverskonar starf- semi væri um að ræða á hverjum einstökum reit svo og bygging- armagn og íbúafjöldi (bílafjöldi). Þar sem í stórum dráttum var vitað um heildarferðatíðni svo og fylgni umferðarmagns við magn íbúðar- húsnæðis og atvinnuhúsnæðis, hefði út frá erlendum forsendum verið hægt að gera grófa reiknilega áætlun um þá umferðarstrauma sem þáverandi byggð á höfuð- borgarsvæðinu hafði í för með sér. Þar sem slíkt hefði þó verið háð verulegri óvissu, var ráðist í um- ferðarkönnunina. Eins og kemur m.a. fram í bókinni Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83, bls. 219, gekk könnunin, sem fór fram 12. og 13. sept. 1962 fyrst og fremst út á að fá heilsteypt yfirlit yfir upphafs- stað og ákvörðunarstað (origin and destination survey-, OD-survey) sem flestra ferða bifreiða þessa tvo daga, og er þá átt við í hvaða reit hver ferð hefjist og í hvaða reit henni ljúki. Úrvinnsla fór síðan fram í tölvu í Danmörku. Jafnframt var gerð sniðtalning á 87 sérstak- lega völdum stöðum á höfuðborgar- svæðinu og ennfremur var gerð könnun á ferðum farþega með strætisvögnum. Umferðarkönnunin tókst með ágætum, 9. þús. bíl- eigendur af 12 þús. sem fengu spjöld, afhentu útfyllt spjöld sín, hinsvegar drógust sumir þættir úr- vinnslunar því miður mun meir en gert hafði verið ráð fyrir, enda var tölvutæknin þá á bernskustigi, mið- að við það sem nú er. Út frá niðurstöðum umferðarkönn- unarinnar var m.a. reynt að finna þá fylgni sem var milli umferðar- magns milli hinna tæplega 100 reita innbyrðis og byggingarmagns hvers reits. Notkun húsnæðisins, íbúafjöldi, bílafjöldi og bílastæðafjöldi á hverj- um reit skiptir einnig máli í þessu sambandi. Sérstök könnun var gerð á því hvaða leiðir bílstjórar völdu milli reitapunkta, þar eð umferðaá- lag tiltekins gatnakerfis er annars- vegar háð ferðatíðni og hinsvegar ríkjandi leiðavali. Þversniðstalning- arnar gáfu ásamt þeim umferða- magnstölum sem OD-könnunin leiddi í Ijós og leiðarvals- könnuninni, allgott efni til að finna töluleg tengsl milli landnotkunar og landnýtingar á hverjum reit annars- vegar og umferðarmagnsins að og frá reitnum hinsvegar. Raunar þarf ekki mikið hugmynda- flug til að gera sér í hugarlund að því fleiri byggingar sem eru á ákveðnum reit, hvort heldur það er íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, að ekki sé talað um verslunarhúsnæði, því meiri verður umferðin að og frá þessum reit, að öðru jöfnu. M.ö.o. út frá umferðarkönnuninni var hægt að finna grófar viðmiðun- arreglur um samband milli land- notkunar og landnýtingar á ákveðn- um reit annarsvegar og umferða- magns að og frá þessum reit hins- vegar. Út frá þessum niðurstöðum var síðan hægt að áætla hvaða um- ferðaráhrif nýir skipulagsreitir myndu hafa. Reykjavíkurborg hefur látið fylgj- ast all vel með þróun þessara mála síðan og birt niðurstöður sínar m.a. í ritinu Umferðarforsögn sem Þró- unarstofnun Reykjavíkur gaf út í febrúar 1979. Jafnframt hinni auknu bílaeign, sem nú er um 400 á hverja þúsund íbúa, í stað um 100 árið 1962, hefur ferðatíðni hvers bíls dalað úr 8.7 á dag 1962 niður í 6.5 árið 1974 og er gert ráð fyrir að ferðatíðni verði komin niður í 4.8 árið 1995. Hins- vegar er gert ráð fyrir að meðaltals- ferð lengist nokkuð í hlutfalli við vaxandi byggð. Sniðtalningar hafa verið gerðar reglubundið og á sömu stöðum og gert var 1962. Heildarferðafjöldi sem var rúmlega 100 þús. árið 1962 var kominn upp í 276 þús. árið 1974 og er áætlað að hann verði um 411 þús. árið 1995 ef svo fer sem horfir með fjölgun íbúa og vaxandi bílaeign. Það sem hvílir á þeim er annast um gerð aðalskipulags höfuðborgar- svæðisins er m.a. að sjá til þess að allir þessir bílar komist leiðar sinn- ar án óþarfa tafa eða hindrana. Það dylst raunar engum þegar að steðja verulegar umferðatafir dag eftir dag á ákveðnum gatnamótum eða vegaköflum. Slíkt ástand er dýrt bæði fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild og ber því að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir slíkt í tæka tíð. Ti! þess að auka afkastagetu gatna sem anna ekki lengur því umferðar- álagi sem á þær leitar, er einkum um þrjár úrlausnir að velja. Hægt er að breikka götur þar sem þess er kostur, auka ferðahraðann með t.d. planfríum gatnamótum, eða auka hlutdeild almenningsfarar- tækja. Senn líður að því að gera þurfi ein- hverjar ráðstafanir til að auka af- kastagetu Miklubrautar, þar sem hún er nær fullnýtt í núverandi ástandi. Auk þeirra þriggja kosta sem að framan eru nefndir, kæmi til greina annarsvegar að auka af- kastagetu Bústaðavegar frá því sem nú er, en það hefur ýmsa skipu-

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.