Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Page 19

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Page 19
1 Bit.'sek. 100 Bit/sek. 64 000 Bít sek. 70 ooo ooo Bit / sek. 1000 ooo ooo Bit/sek. gert er með koparvíra í venjulegum símastrengjum. Hvenær slík ljós- leiðarakerfi verða hagkvæmari en þau dreifikerfi, sem notuð eru í dag, er erfitt að spá um, en flest bendir tii að svo verði innan fárra ára a.m.k., hvað snertir aðalleiðir í þéttbýli og sérstaklega, ef tekið er tillit til sjónvarpsdreifingar með mörgum rásum. Víða erlendis er verið að setja upp ljósleiðarakerfi fyrir millistöðva umferð. Fjarskiptaleiðir, sem geta borið bæði síma- og sjónvarpssambönd, eru kölluð breiðbandskerfi, sem geta verið koax eða ljósleið- arastrengjakerfi eða radioörbylgju- kerfi. í náinni framtíð verða sennilega síma- og sjónvarpsdreifikerfi eftir strengjum aðskilin, en síðar má vænta samruna þeirra, þegar ljós- leiðaratæknin hefur þróast meira og tækjakostnaður lækkað sem reiknað er með. Með sameiginlegum loftnetum og dreifingu með strengjum fást ýmsir kostir og möguleikar. a) Húsaþök án loftnetaskóga. b) I mörgum tilfellum fjárhags- legur ávinningur með fáum móttökustöðvum í stað margra. c) Meiri gæði. d) Tæknilegur möguleiki á flutningi sérdagskráa samkvæmt pöntun til einstakra notenda gegn greiðslu. e) Möguleiki á fleiri dagskrám. f) Tæknilegur möguleiki að flytja staðbundið efni til skemmtunar eða fróðleiks t.d. bandspilun, kennslu og fleira. g) Möguleiki á tveggja átta sam- bandi í tengslum við símaþjónust- una Lög og stefnumörkun. Við íslendingar erum ekki eina þjóðin, sem stendur frammi fyrir þeim vanda og hafa ekki lög, sem ná yfir þarfir manna fyrir dreifingu á því sjónvarpsefni, er kemur til með að bjóðast frá erlendum stöðv- um um gervihnetti. í flestum löndum gilda svipuð ákvæði og hér með útvarpslögum, sem tilgreina einkarétt til að flytja og selja dag- skrárefni í formi sjónvarps eða hljóðvarps. Víða erlendis er einnig rætt um rýmkun þessara laga og unnið að nýjum lagasetningum. Því eru hér sett fram nokkur atriði til umhugsunar, því að ákvarðanir verður að taka, vilji menn hafa reglu á þessum málum sem öðrum og áður en einstaklingar eða fyrir- tæki byggja ólögleg kerfi eftir eigin höfði og bjóða ýmiss konar þjón- ustu. 1. Útvarpslögin og einkaréttur Rík- isútvarpsins og Póst- og símamálastofnunar. 2. Rekstraraðilar að dreifingu á dagskrárefni, sem Rúv. veitti heimild (sveitarfélög eða einkafé- lög) og kröfur til þeirra.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.