Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Page 21
3. Eignarréttur á strengjakerfi aðal-
leiða að húsum (P & S).
4. Ávinningur við að leggja sjón-
varpsstrengi með símalögnum í
samstarfi og samræmingu við
bæjarfélög.
5. Tæknileg skipulagning kerfis,
gæðakröfur.
6. Lögfræðileg og stjórnmálaleg
atriði. Höfundarréttur.
7. Fjármögnun, rekstrarkostnaður,
tekjur.
8. Ath. á þeim möguleika, að Rúv.
og P & S sjái algjörlega um
dreifingu á erlendu sjónvarpsefni,
en í öllum tilvikum þarf
náið samstarf við þær stofnanir og
heimildir frá þeim.
Flutningur á erlendum dagskrám
frá gervihnöttum eða staðbundnum
dagskrám getur varla talist almenn-
ingsþjónusta á sama hátt og dag-
skrár frá Ríkisútvarpinu eða síma-
þjónustan, þar sem flestir fá aðgang
að kerfunum fyrir sama verð. Tekj-
ur af slíkum sjónvarpsstrengjakerf-
um verða því að standa undir kostn-
aði á hverjum stað. Hins vegar er
þetta stjórnmálaleg ákvörðun.
ÓLAFUR TÓMASSON, yfirverk-
fræðingur
Póst- og símamálastofnun.
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SKIPT NIÐ-
UR í STAÐGREINIREITI
Að undanförnu hefur verið unmö
að því á Skipulagsstofunni að skipta
öllu höfuðborgarsvæðinu niður í
s.k. staðgreinireiti. En staðgreinir
er ákveðin talnaröð, - greinitala
eða auðkennitala, sem lýsir land-
fræðilegri legu lóðar, lands og eða
bygginga. Þannig má safna saman
og staðsetja landtengdar upplýsing-
ar svo sem notkun og nýtingu lóð-
ar, lands og bygginga og upplýsing-
ar um mannfjölda í hverjum reit
svo dæmi séu tekin.
Reykjavík er eina sveitarfélagið á
landinu sem er þannig stað-
greint og var það gert 1968. Sú
reynsla sem nú hefur fengist á notk-
un staðgreinikerfisins þar þykir það
góð að ákveðið var að gera drög að
staðgreiniskiptingu fyrir allt höfuð-
borgarsvæðið. Því var í byrjun mars
s.l. hafist handa við að vinna þetta
verk eins og áður segir. Er því nú
að mestu lokið. í framhaldi af því
er nú unnið að flokkun lóða, landa
og bygginga á öllu svæðinu sam-
kvæmt staðgreininúmeri.
Drög að staðgreiniskiptingu svæðis-
ins hafa verið send viðkomandi
sveitarfélögum svo og Fasteigna-
mati ríkisins til umsagnar.
RÁÐSTEFNA UM UMHVERFIS- OG SKIPULAGSMÁL í
KÓPAVOGI.
30. apríl s.l. var haldin ráðstefna í
Félagsheimili Kópavogs um um-
hverfis- og skipulagsmál í
Kópavogi. Ráðstefnan var opin al-
menningi, enda var tilgangur henn-
ar að gefa bæjarbúum kost á því að
móta stefnu bæjaryfirvalda í um-
hverfis- og skipulagsmálum.
Ráðstefnuna sóttu um 70 manns.
Eftirtalin erindi voru flutt:
1. Ásmundur Ásmundsson, for-
maður skipulagsnefndar Kópavogs:
Ávarp.
2. Stefán Thors: Aðalskipulag -
Landnotkun.
3. Þórarinn Hjaltason: Samgöngur
og þjónusta.
4. Guðrún Jónsdóttir: Umferðar-
mál eldri h'verfa.
5. Einar Sæmundsen: Um-
hverfisvernd og útivist.
NÝ RIT í BÓKASAFNI SKIPULAGSSTOFUNNAR
1. VESTURSTRÖND EYJA
FJARÐAR, NÁTTÚRUFAR OG
MINJAR.
Höf. Helgi Hallgrímsson, Þóroddur F.
Þóroddsson, Þórir Haraldsson,
Kristín Aðalsteinsdóttir, Hálfdán
Björnsson.
Útg. Náttúrugripasafnið á Akureyri,
1982. Skýrslan er 231 blaðsíða í A 4
broti og skiptist í 7 meginkafla:
1. Landafræði, 2. Jarðfræði, 3. Veður-
far, 4. Lífríkið, 5. Landnýting, 6.
Söguminjar, 7. Verndun.
2. BORGARFJARÐARHREPPUR,
BYGGÐAÞRÓUNARÁÆTLUN
1983-1987.
Höf. Ingimundur Sigurpálsson, Sigurð-
ur G. Þorsteinsson, Vilhjálmur G.
Siggeirsson.
Útg. Framkvæmdastofnun ríkisins.
Byggðadeild 1983.
Skýrslan er 60 blaðsíður og skiptist í 13
kafla auk inngangs: 1. Náttúrufar, 2.
Mannfélagsgerð, 3. Landbúnaður, 4.
Sjávarútvegur, 5. Iðnaður, 6. Vegamál, j
21