Víkurfréttir - 08.02.2023, Side 2

Víkurfréttir - 08.02.2023, Side 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS „Eins og nafnið segir til um þá er þetta sálumessa en þær eru yfirleitt fluttar nálægt páskum eða í minningu stórmennis. Það er til fullt af sálumessum. Við fluttum í fyrra sálumessu Mozart og það er ýmislegt annað til,“ segir Jóhann Smári Sævarsson hjá Óperufélaginu Norðurópi sem mun, ásamt Tón- listarskóla Reykjanesbæjar, flytja Sálumessu eftir Giuseppe Verdi í Stapa, Hljómahöll í Reykjanesbæ miðvikudaginn 22. febrúar. Sálumessan er um það bil 90 mín- útna langt tónverk fyrir fjóra ein- söngvara, kór og sinfóníuhljómsveit og er ein allra þekktasta sálumessa tónbókmenntanna. Verkið er flutt árlega víða um heim en afar sjaldan hér á landi. Víkurfréttir kíktu við á æfingu og hittu þar bræðurna Jó- hann Smára og Sigurð Sævarssyni. Sálumessa Verdi er stærsta verk- efni sem Norðuróp hefur sett upp á Suðurnesjum. Í kórnum verða nærri 60 manns, 35 manna sinfóníuhljóm- sveit og þá verða fjórir landsþekktir einsöngvarar. Sigurður Sævarsson er einn helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að sálumessum og hefur sjálfur komið að því að semja slíkar. Í sam- tali við Víkurfréttir segir Sigurður að formið sé hinn hefðbundna kaþ- ólska sálumessa sem sungin var yfir hinum látna. „Þetta er vinsælt efni og er flutt á latínu, sem er alheimstungumál og allir geta sungið. Það eru litlar deilur um framburðinn og ég sem öll mín kórverk á latínu og þannig eru þau gjaldgeng hvar sem er,“ segir Sigurður. Þegar þú ert að semja sálumessu, og þú hefur samið tvær, hvað er í huganum? „Fyrri sálumessan var lokaverk- efni mitt í Bandaríkjunum þegar ég var að klára mastersgráðuna. Seinni sálumessuna samdi ég svo í minningu pabba og sú sálumessa var að endurspegla hvernig mér leið í kringum það allt. Hún er mjög persónuleg sálumessa, ekki mikið drama, heldur meira ljúfsár,“ segir Sigurður. Aðspurður segir Jóhann Smári að það sé vinna að setja upp menning- arviðburð eins og Sálumessu Verdi og hann hafi verið lengi að sann- færa fólk um að þetta væri spenn- andi verkefni að takast á hendur. Sálumessa Mozart gekk mjög vel og Fiðlarinn á þakinu var sýndur fyrir fullu húsi. „Sálumessa Verdi er í raun stóri bróðir Sálumessu Mozart. Hún er aðeins lengri og er flutt með hléi. Það er ástríða í þessu verki öllu saman og ekki sama hvernig þetta er sungið. Verdi skrifaði þetta eins og óperu og bætir svo tveimur kórum í lokin og er aðeins léttari og fjörugri. Það eru fáránlega fallegir sólókaflar í þessu og fólk á eftir að elska þetta,“ segir Jóhann Smári. Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má horfa á sjónvarpsviðtal við þá bræður um verkefnið sem fer á svið í Stapa 22. febrúar næstkomandi. – segir Jóhann Smári Sævarsson um Sálumessu Verdi í Hljómahöll „Fólk á eftir að elska þetta“ Bræðurnir Jóhann Smári og Sigurður Sævarssynir. VF-mynd: Páll Ketilsson Hvert fara fuglarnir þegar þeir eru ekki hér? Komast þeir alltaf sína leið? Villast þeir á miðri leið eða langar þá mögulega að prófa nýjar slóðir? Hvernig getum við fylgst með? Fræðsluerindið er haldið í Þekk- ingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði, 16. febrúar kl. 19:00. Leið- beinandi er Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. Á þessu fræðslukvöldi munum við heyra af rannsóknum Sölva Rúnars á farfuglum og ferðum þeirra um Norður-Atlantshaf og fleiri staði. Við munum kynnast því hvernig hægt er að fylgjast með ferðum fuglanna, læra af teygjum og beygjum þeirra ferðalaga og fræðast enn betur um lífríki fugla í leiðinni. Tjaldur hefur verið Sölva Rúnari hugfanginn fugl síðustu misseri og fáum við góða innsýn bæði inn í störf fuglafræðings og líf farfugla, þá aðallega tjaldsins. Aðgangur er ókeypis en nauðsyn- legt er að skrá sig fyrirfram á vef- slóðinni https://umsokn.inna.is/#!/ sc/2204 Ferðir farfuglanna ræddar í Þekkingarsetri Suðurnesja Reykjanesbær auglýsti nýverið tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjarnahverfis vegna nýrrar heilsugæslu- stöðvar á horni Tjarnabrautar og Stapabrautar samkvæmt uppdrætti Kanon arkitekta og greiningu Eflu verk- fræðistofu á vindafari. Engar athugasemdir bárust og hefur verið samþykkt að senda tillöguna til Skipulags- stofnunar til endanlegrar afgreiðslu. FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Heilsugæsla í Tjarnahverfi færist nær Hér mun heilsugæslan rísa. 2 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.