Víkurfréttir - 08.02.2023, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 08.02.2023, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Ökuskóli allra landsmanna Finndu næsta námskeið inn á www.aktu.is Allir réttindaflokkar Verkleg kennsla í boði víða um land Bókleg kennsla á netinu MEIRAPRÓF Fjarkennsla Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS Mikil brælutíð er í gangi núna og bátar hafa ekkert komist á sjóinn síðan 1. febrúar síðastliðinn. Annars mun ég í þessum pistli, bera saman janúar árið 2023 og janúar árið 1993, oft ansi gaman að fara aftur í tímann og bera saman ár. Ef við byrjum á heildarafla sem var landað, þá var í janúar árið 2023 sam- tals landað 4.138 tonnum í höfnunum þremur á Suðurnesjunum. Í janúar árið 1993 var samtals afli 5.542 tonn. Best er að sjá þetta á fjölda land- anna og fjölda báta. Í janúar árið 2023 voru bátarnir alls 45 sem lönduðu þessum 4.138 tonnum og landanir samtals 252. í janúar árið 1993 voru bátarnir alls 110 og land- anir alls 912 talsins. Þarna sést strax gríðarlegur munur en mestu munar þarna um að fjöldi minni báta var miklu meiri árið 1993 en 2023. Lítum aðeins á bæina og byrjum á Keflavík. Í janúar árið 2023 var sam- tals landað 253 tonnum en í janúar árið 1993 komu á land í Keflavík alls 895 tonn í 147 löndunum. Þá var Happasæll KE aflahæstur þar með 206 tonn í 22 róðrum og má geta þess að þessi bátur heitir í dag Grímsnes GK og var að landa í Grindavík í janúar 2023. Aðrir bátar í Keflavík í janúar 1993 voru t.d. Gunnar Hámundarson GK með 35 tonn í fjórtán löndunum, Stafnes KE með 125 tonn í átján, Svanur KE með 47 tonn í sextán róðrum, allir á netum. Togarar voru þrír; Þuríður Halldórsdóttir GK með 121 tonn í þremur, Eldeyjar Súla KE með 102 tonn í tveimur og Ólafur Jónsson GK með 44 tonn í einni löndun. Í janúar árið 2023 var togarinn Sóley Sigurjóns GK aflahæstur með 132 tonn í einni löndun, Maron GK með 63 tonn í þrettán netaróðrum. Í Grindavík vekur það kannski mesta athygli að meiri afli kom á land þar í janúar 2023 en í janúar árið 1993. Reyndar er rétt að hafa í huga að frystitogarinn Hrafn Svein- bjarnarson GK kom með 623 tonn í einni löndun þangað. Heildarafli án aflans frá Hrafni Sveinbjarnarsyni GK var alls 2.420 tonn í Grindavík í janúar 2023 en í janúar árið 1993 var aflinn alls 2.180 tonn í 226 löndun. Það má segja að ein stærsta skýr- ingin á þessum aflamun sé sú að mestur afli sem kom til Grindavíkur núna árið 2023 hafi verið frá stóru línubátunum og 29 metra togurunum en stóru línubátarnir voru alls með 915 tonna afla og 29 metra togar- arnir voru alls með 989 tonn. Sturla GK var sá sem mestum afla landaði í Grindavík í janúar 2023, alls 375 tonnum í átta róðrum á trolli. Athygli vekur að aðeins tveir netabátar lönduðu í Grindavík árið 2023, Grímsnes GK og Hraunsvík GK sem voru saman með 43 tonna afla. Aftur á móti var langmestur fjöldi báta á netaveiðum í janúar 1993. Lítum á nokkra báta í janúar 1993 í Grindavík; Sæborg GK með 221 tonn í tíu róðrum, Þorsteinn GK með 206 tonn í fjórtán og Vörður ÞH með 163 tonn í níu róðrum, allir á netum. Kópur GK var með 162 tonn í þremur, Skarfur GK með 156 tonn í þremur, Eldeyjar Hjalti GK með 134 tonn í fimm og Hrungnir GK með 132 tonn í þremur róðrum, allir þessir á línu. Minni bátarnir voru t.d. Máni GK með 42 tonn í tólf, Eldhamar GK 29 tonn í átta, Þorsteinn Gíslason GK 28 tonn í sjö og Reynir GK með 26 tonn í sjö róðrum, allir á balalínu. Sandgerði hafði um tuga ára skeið verið stærsta löndunarhöfn Íslands ár eftir ár, árið 1993 var þar engin undantekning og heildarafli sem kom á í Sandgerði það ár var 2.450 tonn í 537 löndunum og bátarnir sem lönduðu í Sandgerði voru samtals 58, í þeim hópi voru þrír togarar. Árið 2023 var alls landað 830 tonnum í 110 löndunum. Aflahæsti báturinn í Sandgerði árið 2023 var Sigurfari GK með 155 tonn í þrettán róðrum en rétt er að hafa í huga að báturinn stoppaði 24. janúar vegna sviptingar veiðileyfis. Á eftir honum kom Siggi Bjarna GK með 134 tonn í fimmtán og Benni Sæm GK með 129 tonn í fjórtán róðrum, allir á dragnót. Margrét GK var með 103 tonn í ellefu á línu. Í janúar árið 1993 var togarinn Sveinn Jónsson KE aflahæstur í Sandgerði með 316 tonn í fjórum löndunum, netabáturinn Arney KE kom þar á eftir með 175 tonn í sex róðrum, Særún GK með 162 tonn í þremur á línu, Ólafur Jónsson GK togari með 111 tonn í tveimur og Haukur GK, sem líka var togari, 111 tonn í einum túr. Aðrir bátar voru að mestu á línu, t.d. Þorri GK með 81 tonn í níu róðrum, Freyja GK með 80 tonn í átta, Jón Gunnlaugs GK með 79 tonn í átta, Sigþór ÞH með 78 tonn í níu, Njáll RE með 78 tonn í tuttugu, Hafnarberg RE með 69 tonn, Ósk KE með 64 tonn í nítján róðrum, allir á netum en þessi bátur heitir Maron GK árið 2023. Guðfinnur KE var með 61 tonn í tíu róðrum, Björgvin á Háteig GK með 37 tonn í níu og var hann hæstur drag- nótabátanna. Seinna fékk þessi bátur nafnið Benni Sæm GK. Hafdís KE var hæstur smábátanna í Sandgerði árið 1993 með 31 tonn í fjórtán róðrum. Eins og sést á þessu að ofan var mikið um að vera í höfnunum þremur fyrir 30 árum síðan . Hvorki loðnu eða síld var landað á Suðurnesjum í janúar 1993 og 2023. Hins vegar kom ansi mikið magn af loðnu á land í febrúar 1993 – en eins og við vitum núna þá kemur ekki eitt gramm af loðnu til löndunar á Suður- nesjum. aflafrÉttir á SuðurNeSJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Hvað hefur breyst á þrjátíu árum? Ísland tekur um þessar mundir, þátt í BPart! sem er tveggja ára alþjóðlegt listaverkefni sem á uppruna sinn í Tékklandi en er unnið í samstarfi við okkur Íslendinga. Verkefnið nýtir sköpun til að stuðla að inngildingu og auka sýnileika á fjölbreytileika samfélagsins í gegnum dans og leik. Samhliða er unnið að gerð heimildarmyndar og rannsóknar um verkefnið sem lýkur með ráðstefnu síðar á árinu þar sem niðurstöður verða kynntar. Verkefnið fer fram á þremur stöðum, í Brno og Prag í Tékklandi og á Ís- landi. Í Brno var lögð áhersla á Rómafólk, í Prag verður lögð áhersla á geðheilsu og hér á Íslandi er sjónum beint að fólki á flótta. Vinnustofur hófust í Reykjanesbæ, Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði fyrir skemmstu og eru þær leiddar af ítalska danshópnum Zerogrammi, í samstarfi við íslenskt og tékknest listafólk. Í vinnustofunum eru tengdir saman ólíkir hópar fólks sem vinna í gegnum leik og dans að sameigin- legri lokasýningu - sem fer fram hér í Reykjanesbæ á laugardag kl. 15, í óhefðbundnu rými gamals rútuverk- stæðis SBK í Grófinni 2. Svo verður sýnt í Reykjavík daginn eftir, sunnu- daginn 12. febrúar. Sýningin heitir Elegìa delle cose perdute (Elegy of Lost Things) og er innblásin af skáld- sögunni Os Pobres eftir portúgalska rithöfundinn og sagnfræðinginn Raul Brandao og endurspeglar þrár og minningar, rætur og uppruna. Verkið fjallar um siðferðilega útlegð, drauminn um ógerlega afturkomu, reiðina gagnvart tímanum sem ger- eyðingarafli og landakortið sem býr innra með okkur öllum. Það var mikið líf og fjör mánu- daginn 6. janúar þegar Víkurfréttir kíktu í heimsókn á meðan hópurinn æfði og voru þær Halla Karen Guð- jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða- halds hjá Reykjanesbæ, Sigríður Láretta Jónsdóttir, leikkona og þátt- takandi úr hópi listamanna, og Ás- laug Jónsdóttir, þátttkandi úr hópi íbúa Reykjanesbæjar, teknar tali. Afraksturinn má sjá í næsta þætti Suðurnesja magasíns á sjónvarps- stöðinni Hringbraut á fimmtudags- kvöld kl. 19:30. Alþjóðlegur listviðburður í Reykjanesbæ L I S T A V E R K Á L A U G A R D A G I N N | M E Ð A L A N N A R S M E Ð Þ Á T T T Ö K U F Ó L K S Á F L Ó T T A BPart! Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA MARSIBIL SVEINBJARNARDÓTTIR fyrrverandi kennari og skólastjóri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 20. janúar. Útför hennar verður gerð frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. febrúar klukkan 12. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinafélag Unu í Sjólyst: 0142-05-71020, kt. 590712-0190. Jón Sverrir Garðarsson Sigrún Eugenio Jónsdóttir Vitor Hugo Rodrigues Eugenio Ásta Björg Jónsdóttir Marcosa Medico og fjölskyldur 6 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.