Víkurfréttir - 22.03.2023, Blaðsíða 10
Aðgengi fyrir fatlaða í hjóla-
stól er slæmt við Gunnuhver
á Reykjanesi. Leiðsögumaður
með hóp fólks erlendis frá sem
var með fimm hjólastóla þurfti
frá að hverfa. Ítrekað hefur
hann bent á stöðuna en leið-
sögumaðurinn segir lítið þokast
áfram og geti því ekki komið
með ferðamennina á þennan
vinsæla stað.
Víkurfréttir leituðu svara
hjá Markaðsstofu Reykjaness.
Þuríður H. Aradóttir segir það
leiðinlegt að gestir hafi þurft
að frá að hverfa en Gunnuhver
hafi í gegnum tíðina ekki verið
byggður upp með aðgengi hjóla-
stóla í huga, eða markaðssettur
sem slíkur áfangastaður. „Þó svo
vilji hafi verið fyrir hendi, þá er
það framkvæmd sem ekki hefur
fengist fjármögnun í eins og er.
Ég veit þó til þess að á síðustu
árum hefur verið unnið að því að
laga aðgengi og bæta aðstöðu á
svæðinu til að dreifa gestum og
bæta aðgengi að svæðinu öllu,
bæði til að auka öryggi og vernda
svæðið fyrir ágangi.
Í vetur var unnið að tíma-
bundnum lausnum til að lagfæra
veginn að Gunnuhver, uppstig og
fleira sem náttúran hefur skolað
frá en tíðarfar undanfarnar vikur
hefur gert lítið úr þeim lagfær-
ingum og gert það að verkum að
farið er að sjá á áningarstöðum
víða í landshlutanum sem ekki
verður hægt að sinna að alvöru
fyrr en undir vor.“
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir er FKA Suðurnes kona mánaðarins í Víkurfréttum
Nafn: Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir
Aldur: 42 ára
Menntun: Félagsráðgjafi
Við hvað starfar þú og hvar?
Verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ
Hver eru helstu verkefni? Ég vinn með starfsfólki
Reykjanesbæjar, samstarfsaðilum okkar og íbúum
að framþróun samfélagsins í krafti fjölbreytileikans
þar sem allir íbúar hafa jöfn tækifæri til þátttöku í
lífi og starfi.
Er eitthvað sem gerir verkefnið eða fyrirtækið
einstakt, forvitnilegt? Reykjanesbær er vagga fjöl-
menningar á Íslandi, þótt víðar væri leitað. Hér
erum við rík af margbreytileika mannlífsins, sem er
helsta auðlind svæðisins.
Eitthvað áhugavert sem þú ert að gera: Við hjá
Reykjanesbæ vinnum meðal annars að verkefni sem
heitir Allir með þar sem við vinnum með skilvirkum
hætti að því að öll börn séu þátttakendur í skipu-
lögðu barnastarfi, að þau tilheyri þar sem þau taka
þátt og þeim líði vel. Við miðum að því að allir sem
starfa með börnum og í kringum börn fái fræðslu og
þjálfun þannig að þau hafi verkfæri til þess að hjálpa
börnum við þessi verkefni, þ.e. að taka þátt og til-
heyra.
Við vinnum ótal mörg önnur verkefni sem öll
miða að því að auka lífsgæði íbúa og stuðla að vel-
líðan og jöfnum tækifærum í samfélagi fjölbreyti-
leikans. Til dæmis vinnum við víðtækar samfélags-
greiningar í samvinnu við Hagstofuna, við erum
að þróa bætta samvinnu milli opinberra aðila með
verkefni sem ber heitið Velferðarnet Suðurnesja og
að auki koma að fjölmörgum reglubundnum verk-
efnum Reykjanesbæjar og huga að því að þau séu
aðgengileg öllum íbúum Reykjanesbæjar, sama af
hvaða uppruna fólk er.
Samhliða þessu hef ég líka verið að kenna og
verið með vinnustofur og fyrirlestra um samfélag
fjölbreytileikans. Það finnst mér líka einstaklega
skemmtilegt, mér finnst gaman að spjalla um sam-
félagsleg málefni og velta því sífellt upp hvernig við
getum gert betur og hvernig hvert og eitt okkar getur
lagt hönd á plóg.
Hvað hefur þú verið að gera? Ég útskrifaðist sem
félagsráðgjafi árið 2006 og fór þá að starfa hjá
Reykjavíkurborg þar sem ég kynntist mínum helstu
fyrirmyndum í velferðarþjónustu. Störf mín fólu
strax mikið í sér málefni fólks af erlendum uppruna.
Árið 2012 hóf ég störf hjá velferðarráðuneytinu og
þar starfaði ég líka með miklum reynsluboltum, sem
ég hef búið að. Ég sinnti þar ýmsum stefnumótandi
verkefnum í málefnum velferðarþjónustu og sam-
félagsins í heild, með áherslu á innflytjendur og
flóttafólk.
Hvað ertu að gera núna? Árið 2018 hóf ég störf hjá
Reykjanesbæ sem verkefnastjóri fjölmenningarmála.
Framtíðarplön (svolítið sagan þín): Við fjölskyldan
erum mjög ánægð með að vera komin aftur á Suður-
nesin og sjáum fyrir okkur að vera áfram hér. Krakk-
arnir eru ánægðir og samfélagið er notalegt.
Hversu lengi hefur þú búið á Suðurnesjum? Ég er
fædd og uppalin í Sandgerði og á þar sterkar rætur
og góða vini og fjölskyldu. Eftir Fjölbrautaskóla
Suðurnesja fluttumst við kærustuparið til Reykja-
víkur og komum aftur fimmtán árum seinna sem
hjón með þrjú börn. Við fluttum í Njarðvík árið 2016
og höfum því verið hér núna í bráðum sjö ár.
Hvernig líst þér á nýja félagið okkar, FKA Suð-
urnes? Mér líst mjög vel á það og tel mikilvægt að
konur á Suðurnesjum og verkefni þeirra séu sýnileg
og að þær efli tengslanet sitt.
Hvað varð til þess að þú skráðir þig í FKA? Ég
þekki góðar konur innan FKA og leist vel á félags-
skapinn. Ég var líka viss um að félagsskapurinn og
viðburðirnir myndu efla mig í leik og starfi.
Hvað finnst þér FKA gera fyrir þig? Það víkkar
sjóndeildarhringinn að kynnast fólki sem ég held
að ég hefði annars ekki kynnst og mér finnst það
styrkja mig að heyra af konum vera að gera alls
konar spennandi hluti og fást við krefjandi verkefni.
Heilræði/ráð til kvenna á Suðurnesjum? Hér er
ofurkraftur, þegar við virkjum hann í sameiningunni
gerast töfrar.
Finnið kjarkinn og kraftinn til þess að segja það
sem ykkur býr í brjósti og gera það sem ykkur langar,
ekki er nú verra þegar það er í félagsskap góðra
kvenna.
Eins hvet ég okkur öll til þess að velta því upp
hvort við séum að skapa rými fyrir aðra og gefa þeim
tækifæri til þess að taka þátt í samfélaginu, hvort
sem það er á vinnustöðum, í foreldrasamfélaginu í
kringum íþróttir barna okkar eða bara hvar sem er.
Greiðum götur hvers annars,
við erum saman í þessu.
Það víkkar
sjóndeildar-
hringinn að
kynnast fólki
Markmið með verkefninu er að vekja athygli á FKA konum í atvinnulífinu á Suðurnesjum, fyrirtækjunum
þeirra eða verkefnunum sem þær sinna og sýna hversu megnugar og magnaðar þær eru.
Erfitt aðgengi fyrir
fatlaða við Gunnuhver
– Ekki fengist fjármagn til framkvæmda
Atli Sigurður ráðinn samskipta-
og kynningarstjóri RÚV
Atli Sigurður Krist-
jánsson var nýverið
ráðinn samskipta- og
kynningarstjóri RÚV
og hefur nú þegar tekið
til starfa. Samskipta-
og kynningardeild er ný
eining innan RÚV sem
heyrir undir útvarps-
stjóra.
Atli hefur víðtæka stjórnunar-
reynslu auk mikillar reynslu af
markaðsmálum sem markaðs-
stjóri hjá Marel og hjá
Bláa lóninu. Frá 2017
hefur Atli verið hluti af
frumkvöðlaumhverf i
sem Mentor hjá Startup
Tourism og KLAK – Icel-
andic Startups og hlaut
þar viðurkenningu sem
Mentor ársins 2017.
Atli er með M.Sc frá
Háskólanum í Greenwich í Lund-
únum og M.A. frá Viðskiptahá-
skólanum í Frakklandi.
Myndirnar sýna glöggt hvernig aðgengi
er háttað við Gunnuhver en í svari frá
Markaðsstofu Reykjaness segir að í
gegnum tíðina hafi svæðið ekki verið
byggt upp með aðgengi hjólastóla í huga.
vf isÞú finnur allar
nýjustu fréttirnar
frá Suðurnesjum á
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM