Víkurfréttir - 22.03.2023, Blaðsíða 2
appið tvöfaldaðist
Í máli forstjóra Samkaupa kom
fram að Samkaupa appið hefur
fengið mjög góðar móttökur og
hafa rétt tæplega 60 þúsund
manns hlaðið því upp í símann
sinn. Gunnar Egill sagði að það
væri í stöðugri þróun og yrði
til dæmis tengt við netverslun
Nettó.
Félagsmenn í KSK voru 7.190
í árslok og notar um þriðjungur
þeirra appið vikulega, um 1550
manns. Alls var velta í gegnum
appið 17% af heildarveltunni á
síðasta ári og tvöfaldaðist á milli
ára.
Meðalkarfa í verslunum Sam-
kaup var 4.567 krónur.
Helstu niðurstöður rekstrarársins 2022:
n Vörusala nam 40.840 m.kr., samanborið við 40.009 m.kr. á árinu 2021
n Framlegðarhlutfall nam 24,8%, samanborið við 24,6% á árinu 2021.
n Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 1.915
m.kr., samanborið við 2.427 m.kr. á árinu 2021.
n Tap eftir skatta nam 192 m.kr., samanborið við 460 m.kr. hagnað á
árinu 2021.
n Heildareignir í árslok námu 20.102 m.kr., samanborið við 19.191 m.kr. á
árinu 2021.
n Eigið fé í árslok nam 3.021 m.kr., samanborið við 3.564 m.kr. á árinu
2021.
n Eiginfjárhlutfall var 15%, samanborið við 18,6% á árinu 2021.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
samkaup tapaði 192 milljónum á síðasta ári, samanborið við 460 milljóna hagnað árið áður. Niður-
stöður endurspegla krefjandi ár fyrir verslanir, þar sem lok heimsfaraldurs og stríð í Evrópu höfðu
áhrif á sölu og innkaup. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í síðustu viku.
Vörusala jókst á milli ára og nam
rúmum 40,8 milljörðum, saman-
borið við rúma 40 milljarða árið
áður. Þá var eigið fé í árslok 3.021
milljón króna, samanborið við
3.564 milljónir árið 2021 og eigin-
fjárhlutfall 15%, samanborið við
18,6% 2021.
Í tilkynningu frá Samkaupum
kemur fram að síðasta ár hafi
verið krefjandi á dagvörumarkaði
og áhrifum Covid-19 faraldursins
hafi gætt. Þegar ferðalögum Ís-
lendinga fór að fjölga við aflétt-
ingu samkomutakmarkana var
minna selt í dagvöruverslunum, en
á sama tíma varð veruleg aukning á
komu erlendra ferðamanna. Þessi
aukning mildaði samdráttinn sem
hafði myndast í upphafi árs.
Áhrif stríðsátaka í Úkraínu
hafði áhrif á innkaup félagsins
með hækkandi flutningskostnaði
og verðhækkunum á erlendum
mörkuðum. Samkaupum tókst að
halda afhendingaröryggi úr mið-
lægu vöruhúsi í 95% sem var í takti
við markmið félagsins. Flutnings-
kostnaður hefur hinsvegar aukist
og orðið flóknari. Innkaupsverð
hækkaði mikið en alls bárust um
380 tilkynningar um verðhækk-
anir frá birgjum á árinu sem hafði
veruleg áhrif á framlegð. Launa-
kostnaður hækkaði umtalsvert á
árinu og nýgerðir kjarasamningar
verða kostnaðarsamir fyrir versl-
anir sem og aðra.
Samkaup reka meira en 60
verslanir víðsvegar um land undir
merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar,
Krambúðarinnar og Iceland.
„Ef við drögum árið 2022 saman
þá er það minnkandi magnsala og
mikil hækkun á kostnaði sem litar
uppgjörið. Síðasta ár var vissulega
krefjandi en við misstum aldrei
sjónar á því markmiði okkar að
b j ó ð a v i ð -
skiptavinum
okkar gæða-
vörur á góðu
og samkeppn-
ishæfu verði.
Má nefna að
á síðasta ári
l æ k k u ð u m
við verð á
4 0 0 v ö r u -
númerum til
þess að koma til móts við viðskipta-
vini okkar og sporna gegn áhrifum
verðbólgu á dagleg innkaup fólks.
Þá nýttum við síðasta ár í að þróa
appið okkar áfram en það veitir
viðskiptavinum okkar 2% afslátt
af allri verslun í öllum verslunum
Samkaupa,“ segir Gunnar Egill
Sigurðsson, forstjóri Samkaupa.
Samkaup tapaði um 192 milljónum króna
Hafdís Inga Sveinsdóttir úr
Njarðvíkurskóla stóð uppi sem
sigurvegari í Stóru upplestrar-
keppninni í Reykjanesbæ en
lokahátíðin fór fram þann 9.
mars í Stapa. Jón Ingi Garð-
arsson úr Heiðarskóla varð
annar og í þriðja sæti var Íris
Brynja Arnarsdóttir, Stapaskóla.
Þetta var í 26. sinn sem Stóra
upplestrarkeppnin í Reykjanesbæ
var haldin. Það eru nemendur í 7.
bekk úr grunnskólum Reykjanes-
bæjar sem taka þátt í keppninni ár
hvert. Áður höfðu skólarnir haldið
forkeppni og valið tvo fulltrúa hver.
Fjórtán keppendur tóku því þátt
að þessu sinni, tveir frá hverjum
skóla. Stóra upplestrarkeppnin
hefst formlega á degi íslenskrar
tungu þann 16. nóvember ár hvert
en það er fæðingardagur Jónasar
Hallgrímssonar. Fram að loka-
keppni leggja nemendur og kenn-
arar sérstaka áherslu á vandaðan
upplestur og framsögn.
Það er óhætt að segja að kepp-
endur hafi staðið sig með prýði og
verið sjálfum sér og sínum skóla
til mikils sóma. Dómnefndin var
ekki öfundsverð af hlutskipti sínu
að velja í verðlaunasæti enda lagði
Guðbjörg Sveinsdóttir, formaður
dómnefndar, áherslu á það að allir
væru í raun og veru sigurvegarar
þar sem hver og einn keppandi
hefði sigrað í sínum skóla. Að sama
skapi hvatti hún keppendur til þess
að halda áfram að leggja rækt við
þennan þátt móðurmálsins, vand-
aðan upplestur og framburð. Helgi
Arnarson, sviðsstjóri mennta-
sviðs Reykjanesbæjar, tók í sama
streng og sagði jafnframt að það
væri í raun alveg stórmerkilegt að
á hverju ári skuli heill árgangur í
nær öllum, ef ekki öllum, grunn-
skólum landsins verja stórum hluta
vetrarins í að æfa sig í flutningi ís-
lensks máls. Helgi þakkaði Önnu
Huldu Einarsdóttur, kennsluráð-
gjafa á skrifstofu menntasviðs, fyrir
að hafa umsjón með Stóru upp-
lestrarkeppninni og veg og vanda
að undirbúningi þessarar glæsilegu
hátíðar.
Allir keppendurnir fengu bók og
rós í viðurkenningarskyni en fyrstu
þrjú sætin fengu einnig peninga-
verðlaun í boði Íslandsbanka.
Ómissandi þáttur þessarar hátíð-
legu stundar er tónlistarflutningur
nemenda Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar en flutt voru fjögur tón-
listaratriði á hátíðinni. Í upphafi
léku þær Sóley Marin Sveinsdóttir
á þverflautu og Alexandra Ósk Jak-
obsdóttir á píanó The Pink Panter
eftir Henry Mancini. Eftir hlé léku
þær Guðbjörg Lára Aradóttir og
Sunna Dís Guðbergsdóttir fjórhent
á píanó lagið A Spoonful of Sugar
úr Mary Poppins eftir Richard og
Robert Sherman. Þegar dómnefnd
vék úr salnum fengu gestir að njóta
þriggja tónlistaratriða. Klara Sól
Jóhannsdóttir lék Little Serenade
eftir Joseph Haydn, þá lék Karítas
Hjörleifsdóttir Popp-ballöðu nr.
2 eftir Björgvin Valdimarsson á
píanó og að lokum lék Tinna Sess-
elja Gísladóttir Spanish Caballero
eftir Nancy Faber á píanó.
Rakel Elísa Haraldsdóttir, sigur-
vegari í Stóru upplestrarkeppninni
frá fyrra ári, kynnti skáld hátíðar-
innar, þær Arndísi Þórarinsdóttur
og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur.
Freyja Marý Davíðsdóttir, einnig
sigurvegari frá því í fyrra, kynnti
ljóðskáld hátíðarinnar, Aðal-
stein Ásberg Sigurðsson. Þá las
Kacper Einar Kotowski nemandi
í Heiðarskóla ljóð á móðurmáli
sínu, pólsku. Að lokum flutti Helgi
Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs,
ávarp og afhenti bókagjafir.
Keppendur sem tóku þátt:
Arna Dís Emilsdóttir (Akurskóla),
Björk Karlsdóttir (Holtaskóla), Dag-
björt Dóra Kristmannsdóttir (Stapa-
skóla), Elía Rós Snæfells Arnarsdóttir
(Háaleitisskóla), Elís Einar Klemens
Halldórsson (Njarðvíkurskóla), Guð-
björg Hera Leósdóttir (Myllubakka-
skóla), Gunnar Helgi Pétursson
(Heiðarskóla), Hafdís Inga Sveins-
dóttir (Njarðvíkurskóla), Íris Brynja
Arnarsdóttir (Stapaskóla), Jón Ingi
Garðarsson (Heiðarskóla), Ljósbrá Líf
Sigurðardóttir (Holtaskóla), Natalía
Fanney Sigurðardóttir (Myllubakka-
skóla), Orri Guðjónsson (Akurskóla)
og Tinna Sesselja Gísladóttir (Háa-
leitisskóla).
Hafdís Inga sigraði í Stóru upplestrarkeppninni
Hafdís Inga Sveinsdóttir, Jón Ingi Garðarsson og Íris Brynja Arnarsdóttir.
Skúli Þ. Skúlason lét af formennsku í Kaupfélagi Suðurnesja,
móðurfélagi Samkaupa. Nýr formaður er Sigurbjörn Gunnarsson en
faðir hans var kaupfélagsstjóri til margra ára á sínum tíma.
Frá aðalfundi Samkaupa hf. í húsakynnum KSK í
Krossmóa í Reykjanesbæ í síðustu viku. VF/pket
2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM