Leyfi til að elska - Feb 2023, Page 6

Leyfi til að elska - Feb 2023, Page 6
Fjölmörg sifjaréttarmál, þar sem annað foreldrið rægir hitt og innrætir börnum sínum óbeit á því, hafa verið tekin fyrir hjá dómstólum í Bandaríkjunum og á Englandi allt frá upphafi 19. aldar. Um miðjan 5. áratug síðustu aldar fóru sérfræðingar sem unnu með skilnaðarfjölskyldum að birta athuganir sínar á foreldrum sem reyndu að gera börn sín afhuga hinu foreldrinu og fá þau til að verða „bandamenn“ sínir gegn foreldrinu sem var hafnað (Rand, 2013). Það var þó ekki fyrr en upp úr 1980 sem þetta fyrirbæri fékk heitið foreldraútilokunarheilkenni (e. parental alienation syndrome; Gardner, 1985). Af ýmsum ástæðum (til dæmis vegna efasemda um hvort þetta geti í raun talist heilkenni, Warshak, 2001) er núna oftast notast við hugtakið foreldraútilokun (Lorandos o.fl., 2013). Rannsóknum á þessu sviði hefur fjölgað verulega síðustu áratugi. Yfir eitt þúsund bækur, bókarkaflar og greinar í fræðiritum eru til um þessi mál, frá 35 löndum og sex heimsálfum (Bernet, 2013). Þrátt fyrir mikið magn sögulegra gagna um foreldraútilokun í lagalegum skilningi og á sviði klínískra fræða, hafa uppsöfnuð gögn um viðfangsefnið að mestu verið lýsandi í eðli sínu. Þó hafa verið gerðar ótal rannsóknir á þeim hegðunarmynstrum og ferlum sem felast í foreldraútilokun (t.d. samskiptastýring; Austin og Rappaport, 2018). Við höldum því fram að þekking á foreldraútilokun sé ekki lengur bara vaxandi eða það sem kalla mætti grasrótarstig, heldur hafi hún þróast upp í allsherjar vitundarvakningu sem einkennist af mikilli þróun og samþættingu á kenningum og prófun tilgátna (Simpson og Campbell, 2013). H VA Ð E R F O R E L D R A Ú T I L O K U N ? Með foreldraútilokun er átt við það sálræna ástand barns þegar það gerist bandamaður útilokunarforeldris (eða hollustuforeldris) og hafnar samskiptum við útilokaða (eða útsetta) foreldrið án lögmætrar ástæðu (Lorandos o.fl., 2013). Foreldraútilokun á sér oft stað í fjölskyldum þar sem foreldrið hefur valdameiri stöðu (útilokunarforeldrið) hefur í frammi móðgandi athugasemdir eða hegðun gagngert til þess að skaða og eyðileggja samband foreldrisins sem hefur valdaminni stöðu (útsetta foreldrisins) við barnið (Harman o.fl., 2018). Þegar báðir foreldrar eiga í erjum og rifrildi verður foreldraútilokun yfirleitt ekki útkoman (Warshak, 2015b). Þegar foreldrar sem eru jafnir að völdum ástunda rifrildi og ásakanir á báða bóga upplifir barnið frekar hollustutogstreitu en foreldraútilokun (Bernet o.fl., 2016). Foreldraútilokun getur átt sér stað eða hafist innan fjölskyldu þar sem foreldrar búa enn saman. Langalgengast er þó að það gerist eftir sambandsslit foreldra. Hjá barninu eru birtingarmyndir foreldraútilokunar meðal annars þessar: ófrægingarherferð gegn útsetta foreldrinu; lélegar, léttvægar eða fáránlegar ástæður fyrir því að hitta ekki útsetta foreldrið; vöntun á gagnstæðum tilfinningum til foreldra (tvíbendni, e. ambivalence); sýnir einkenni yfirlýsts sjálfstæðis í hugsun (e. independent-thinker phenomenon) um leið og 6 FORELDRAÚTILOKUN: VITUNDARVAKNING Á RANNSÓKNARSVIÐINU JENNIFER J. HARMAN O.FL.

x

Leyfi til að elska

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.