Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Blaðsíða 48

Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Blaðsíða 48
Veiðimaðurinn 49 48 Óvænt ánægja – Gylfi Pálsson V ar orðinn ansi vondaufur um að mér tækist að setja í þokkalega fiska á veiðislóð minni þetta sumarið. Hvað hafði orðið um alla stóru urriðana sem byltu sér í hyljunum í vor? Voru þeir flúnir upp í vatn eða horfnir niður fyrir ármót? Runninn var upp síðasti veiðidagurinn sem ég átti á þessu vatnasvæði. Hann byrjaði reyndar ekki glæsilega; í fyrsta kasti glæptist á agnið horslápur sem ég var fljótur að losa af önglinum aftur út í ána. Hvernig gat staðið á þessu holdafari fisksins um hásumar? Undanfarið hafði varla verið vært við ána fyrir mývargi og þykkt lag af rykmýi þakti öll lygnuvik. Hornsíli syntu um í torfum og nóg var af vatnabobba, það sást þegar rist var á kvið fiska sem veiddust. Ekki dugði að missa móðinn heldur nýta daginn til hins ýtrasta. Hafði tekið með flugustöng sem ég notaði síðast í Elliða- ánum og ekki komið í verk að ganga frá í poka, enn var á taumendanum Sweep-þrí- Óvænt ánægja krækja nr. 12. Lét það gott heita við þessar aðstæður, hví skyldi urriði ekki taka litla, svarta flugu? Í víkinni miðsvæðis hljóp á agnið feitur, tveggja pundari og bjartsýni mín jókst að mun er ég brá háfnum undir dröfnóttan fiskinn. Hélt með sömu flugu áfram niður bakkana, köstin þar sem beygja er á ánni og hylur neðan við, þar tók fiskur sem synti ákveðið undan straumi. Höggið var þungt; hélt að á færinu væri annar urriði, stór - en er lónbúinn hafði enn ekki sýnt sig þegar 15 mínútur voru liðnar frá tökunni fór mig að gruna ýmislegt. Innan tíðar grynnkaði hann á sér, kom upp í vatnsskorpuna og velti sér, þá sá ég hvers kyns var. Gerði mér grein fyrir að ekkert þýddi að ætla að brúka silungsháf á svona drelli svo ég teymdi laxinn niður á eyrina þar sem áin fellur til suðurs; eyrin var reyndar í kafi en þar á grynningunum strandaði ég silfurgljáandi, 12 punda hrygnu. Eins og oft gerist með hrygnur, stökk hún aldrei, tók engar rokur, átakið var jafnt og þétt allt þar til hún lagðist á hliðina fullþreytt. Í þannig tilvikum er gott að hafa hjól með mjúkri bremsu. Eftir að hafa blóðgað laxinn og lagt hann í skugga undir hrísrunna fór ég upp á Engja- nef og fékk þar tvo pundara, hélt síðan niður eftir aftur og hafði undir eldrauða straumflugu. Beint út af Horninu tók fiskur sem strikaði út í miðja á. Hélt ég væri kom- inn með annan lax en þegar ég hafði þreytt hann og teymt niður á eyrina til löndunar kom í ljós hnallþykkur, fjögurra punda urriði. Deginum borgið. – Eftir Gylfa Pálsson –
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.