Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.2022, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.2022, Síða 8
Við sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra heillaóskir í tilefni dagsins. „Oft hefur verið svartur sjór kringum Eyjar af þeim góðfiski er síld nefnist”, skrifaði verslunarstjóri hjá Brydes- verslun árið 1883. Ekki leyfði tækni- þekking þó stórfelldar síldveiðar fyrr en löngu síðar. Vestmannaeyjabátar hófu síldveiðar árið 1919 með rek- netum í Ísafjarðardjúpi og um og eftir 1930 hófu þeir herpinótaveiðar. Að lokinni vetrar vertíð í Vestmannaeyjum héldu Eyjabátar gjarnan til Siglufjarðar til að taka þátt í síldarævintýrinu mikla. Það var oft eftirvænting í loftinu þegar nýskveraðir bátar lágu við Básaskers- bryggju og voru að halda á miðin og fjöldi kvenna og barna voru að kveðja sína sjómenn. Allt sumarið var svo fylgst af spenningi með síldarflot- anum þegar aflatölur vworu lesnar eftir kvöldfréttir í útvarpinu. Það var því stolt og gleði hjá Vestmanna- eyingum síldarsumarið mikla 1940 er tvílembingarnir, Erlingur I VE 295 og Erlingur II VE 325 voru langhæstir á síldar vertíðinni með 10.939 mál og tunnur. Myndirnar hér á opnunni sýna tímana tvenna. Annað skipið er smíðað í Dan- mörku árið 1930. Hitt skipið er smíðað í Síle árið 2012. Fiskurinn er hins vegar sá sami. Á Erlingi VE má sjá 15 manna áhöfn, sjö um borð í mótorbátnum og fjórir í hvorum nótabátanna. Um borð í Heimaey VE má greina einn sjómann af þeim ellefu sem eru að jafnaði um borð á nótavertíð. SVARTUR SJÓR AF GÓÐFISKI Erlingur VE 295 og Heimaey VE 1 kasta á gjöfula torfu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.