Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.2022, Side 18

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.2022, Side 18
18 | | 9. júní 2022 Það var mikið um dýrðir á lokahófi handboltans í Kiwanis á laugardagskvöldið og tilefni til að fagna þó engir væru titlarnir þetta árið. Konurnar komust í úrslita- keppnina og karlarnir voru nálægt því að hirða Íslandsmeistaratit- ilinn af Valsmönnum sem unnu titilinn annað árið í röð. Konurnar náðu líka eftirtektarverðum ár- angri í Evrópukeppni og öðluðust þar reynslu sem skilaði sér í Olísdeildinni. Særindin voru grafin og gleymd í hófinu sem Grétar Þór Eyþórs- son, fyrrverandi leikmaður og formaður handknattleiksdeildar stýrði að snilld. Einsi Kaldi sá um matinn sem rann ljúflega niður. Mörgum var þakkað enda þarf sterka heild til að ná árangri í hóp- íþróttum. Kraftmikill hópur sem hefur skilað ÍBV í fremstu röð í handbolta karla og kvenna. Hápunkturinn var verðlauna- veiting og fyrst voru það Frétta- bikararnir sem Ómar Garðarsson, nýráðinn ritstjóri Eyjafrétta afhenti. Komu þeir í hlut Elmars Erlingssonar og Söru Drafnar Richardsdóttur. Ómar sagði að Fréttabikararnir ættu sér bráðum 35 ára hefð og það væri heiður fyrir Fréttir og seinna Eyjafréttir að fá að taka með þessum hætti þátt uppskeruhátíðum handbolta og fótbolta. „Fyrir rúmri viku hefði mér ekki dottið í hug að ég ætti eftir að standa hér,“ sagði Ómar og byrj- aði á að óska Sunnu Jónsdóttur sem valinn var besti varnarmaður Olísdeildarinnar til hamingju. Sagði að þeir hefðu mátt vera fleiri leikmennirnir úr röðum ÍBV. „Ég er ekki viss um að allir Vest- mannaeyingar geri sér grein fyrir mikilvægi ÍBV fyrir bæjarfélagið. Það er ekki bara að félagið sé að skila okkur frábæru íþróttafólki, heldur líka fólki sem öðlast færni í félagsstarfi. Þið sem hér eruð eru gott dæmi um það, bæði leikmenn og þið sem haldið utan um starfið. Minnumst þess líka að félagið hefur alið upp fólk eins og Heimi Hallgríms, Hemma Hreiðars, Ás- geir Sigurvins, Vigdísi Sigurðar, Ingibjörgu Jóns, Erling Rikka, Arnar Péturs, Elliða Snæ og svo miklu fleiri. Allt fólk sem borið hefur hróður okkar, ekki bara hér á landi heldur um heiminn allan. Svo ekki sé minnst á stóru ungmennamótin og þjóðhátíðina sem draga til sín þúsundir á hverju ári.“ Elmar tók við Fréttabikarnum en Sara Dröfn var á leið til Færeyja að keppa með landsliði og tók Amamlía Einarsdóttir við bikarn- um fyrir hennar hönd. Hjá meistarflokki kvenna fékk Tara Sól Úranusdóttir markvörð- ur viðurkenningu fyrir mestu framfarir. ÍBV-arinn var Ólöf María Stefánsdóttir, skytta og besti leikmaður, Sunna Jónsdóttir, leikstjórnandi. Hjá körlunum þótti Arnór Viðarsson, skytta hafa sýnt mestu framfarirnar. ÍBV-arinn var Björn Viðar Björnsson, markvörður og besti leikmaður, Rúnar Kárason, skytta. Grímur Hergeirsson, aðstoðar- þjálfari karlaliðsins tilkynnti að hann yrði ekki áfram hjá ÍBV. Svo var það senuþjófurinn, Claes Engelbrektsson unnusti Birnu Berg Haraldsdóttur sem kallaði sína heittlelskuðu upp á svið og bað hennar. Og hún sagði já og kastaði sér upp um hálsinn á honum. Eftirminnilegt augnablik og sáust jafnvel hörðustu karlar þurrka rykkorn úr auga. Mikið um dýrðir á lokahófi handboltans: Sunna og Rúnar bestu leikmennirnir Öflugar konur, Tara Sól Úranusdóttir, Sunna Jónsdóttir og Ólöf María Stefánsdóttir. Þeir þóttu skara fram úr, Arnór Viðarsson, Björn Viðar Björnsson og Rúnar Kárason. Margt gerist á handboltaslúttum en Claes sló öðrum við þegar hann bað Birnu að giftast sér. Á tímamótum. Grímur er að hætta sem aðstoðarþjálfari og Erlingur er hættur með hollenska landsliðið. Það var þétt setinn salur Kiwanis á lokahófi handboltans.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.