Vesturbæjarblaðið - des. 2022, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - des. 2022, Blaðsíða 2
2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími: 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Póstdreifing ehf. 12. tbl. 25. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101. Hér í blaðinu er rætt við Björn G. Björnsson leikmyndahönnuð. Hann hefur tekið saman bók um verk Einars Erlendssonar sem vann við húsateikningar í Reykjavík í um hálfa öld og gegndi starfi húsameistara ríkisins um lengri tíð. Í bókinni kemur fram að eftir Einar liggja teikningar að fjölda bygginga sem margar voru reistar á fyrri hluta liðinnar aldar. Mörg þessara mannvirkja bera þess merki að engu hefur verið til sparað við byggingu þeirra. Bæði á það við um opinberar byggingar sem hann teiknaði en ekki síður íbúðarhúsnæði. Mörg af húsum Einars eru viðamikil og setja sterkan svip á umhverfi sitt. Einkum í Miðborginni og Vesturbænum sem þá var að byggjast upp. Mörg húsanna eru byggð á svokölluðum millistríðsárum. Árunum á milli tveggja heimsstyrjalda. Íslendingar höfðu efnast aðeins á þeim tíma og birtast þau efni meðal annars í byggingum frá tíma Einars. Því fer þó fjarri að almenningur hafi haft ráð til að reisa sér þvílík hýbýli. Þarna voru einkum á ferð athafnamenn sem komist höfðu í álnir og aðilar sem áttu sér sterka stöðu í stjórnkerfi landsins. Þessi mynd af glæsilegum ferli Einars sem húsahönnuðar og arkitekts dregur einnig upp mynd af mikilli misskiptingu auðs og eigna á meðal landmanna. Á síðari árum er oft rætt um vaxandi um misskiptingu lífsgæða. Stundum á þann hátt að sú þróun sé næstum nýtilkomin. Hafi jafnvel átt sér stað að loknu bankahruni 2008. Vissulega má til þess líta að ýmsar eignir hafi færst á færri hendur á síðari árum. En misskiptingin hefur verið til allt frá því að landsmönnum uxu álnir eftir allsleysi fyrri alda. Stjórnmálamönnum ber að hafa í huga að halda verði þróun misskiptingar innan takmarka. Misskipting DESEMBER 2022 ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! Verðlaunaafhending í hönnunarsamkeppni um Grófarhúsið fór fram 29. nóvember sl. í Borgarbókasafninu í Grófinni, Tryggvagötu 15, Einnig verður opnuð yfirlitssýning á tillögum þeirra fimm aðila sem valin voru í forvali til þess að taka þátt í samkeppninni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður fluttu ávörp og Halldór Eiríksson, arkitekt Tark, sem var fulltrúi dómnefndar, gerði grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar. Hugmyndin er að bókasafnið fái allt húsið til afnota og markmiðið með breytingum og endurbótum á þessu húsnæði er að uppfylla sem best þær kröfur sem gerðar eru til nútíma bókasafna sem hýsa fjölbreytta þjónustu og dagskrá fyrir íbúa og aðra. „Við viljum að Grófarhús fái nýtt líf sem opin og skemmtileg bygging, lifandi samfélags- og menningarhús í takt við vel heppnuð dæmi hjá nágranna- og vinaþjóðum okkar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vinningstillagan er hönnuð af hollensku arkitektastofunni JVST í samstarfi við Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ Ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu. Í greinargerð dómnefndar segir meðal annars að tillagan sé leikandi og skemmtileg og svari vel væntingum um fjölbreyttan ævintýra- og fróðleiksheim fyrir fólk á öllum aldri. Einnig er talað um að tillagan hafi burði til að verða framsækin, leiðandi og vakandi fyrir síbreytilegum þörfum samfélagsins. Dómnefnd þakkar í dómnefndaráliti öllum þátttakendum fyrir heildstæð, ítarleg og metnaðarfull skil. „Allar tillögurnar sýna djúpan og ígrundaðan skilning á þeim markmiðum sem Borgarbókasafnið vill ná er varðar væntingar til byggingarinnar þar sem öll eru velkomin á sínum forsendum í fjölbreyttum vistarverum.“ Vinnuhópur frá JVST arkitektum, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu varð hlutskarpast í hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags Íslands um breytingar og endurbætur á Grófarhúsi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti úrslitin við hátíðlega athöfn í Grófarhúsi. Vinningstillaga um Grófarhúsið kynnt Hugmynd að nýju útliti Grófarhúsins. Gleðilega hátíð og heillaríkt nýtt ár! Bestu þakkir fyr ir ánægjulegt samstarf á ár inu sem er að l íða Vesturmiðstöð

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.