Vesturbæjarblaðið - des. 2022, Síða 6
6 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2022
Drafnarstígur 3 er horfinn
Húsið við Drafnarstíg 3 hefur verið
rifið. Húsið var lengi í eigu Jóhönnu
Kristjónsdóttur blaðamanns, ferða
málafrömuðar og rithöfundar.
Þor steinn Máni Hrafnsson
barnabarn hennar festi kaup á
húsinu af frændsystkinum sínum
eftir hennar dag.
Þar sem húsið var talið ónýtt vegna
myglu var sótt var um leyfi til að byggja
einbýlishús á tveimur hæðum auk
kjallara og steyptar undirstöðu. Kjallari
og milliplata jarðhæðar, útveggir,
milliplata efri hæðar og þak verða úr
timbri og klætt bárujárni, á lóð nr. 3 við
Drafnarstíg. Þorsteinn Máni Hrafnsson
kvikmyndagerðarmaður sem búsettur
hefur verið í Kanada er sonur Hrafns
heitins Jökulssonar, sonar Jóhönnu,
og Elísabetar Ronaldsdóttur sem er
velþekkt í alþjóðlegum kvikmyndaheimi
fyrir kvikmyndaklippingar sínar. Nú
er húsið horfið af lóðinni og Þorsteinn
Máni ætlar að byggja annað á sama stað.
Þorsteinn Máni Hrafnsson og Joey Chan kona hans ásamt
frændsystkinum hans þeim Veru Illugadóttur Jökulssonar og
Kristjóni Kormáki syni Elísabetar Jökulsdóttur í garðinum við gamla á
Drafnarstíg sem nú er horfið.
Nýjar reglur og lög um flokkunarkerfi sorps
taka gildi um áramótin. Eftir það verður að flokka
lífrænan úrgang eins og matarúrgang sér. Hann má
ekki vera með öðrum blönduðum úrgangi. Þennan
lífræna úrgang má ekki setja í plastpoka, heldur
sérstaka pappírspoka.
Þessari reglu hefur verið fylgt um árabil hjá
mörgum sveitarfélögum víða um land, en ekki
á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mismunandi
flokkunarreglur eru í gildi. Nú verður flokkun í
sorptunnur við íbúðarhús og fyrirtæki fjórþætt. Pappír,
plast, lífrænn úrgangur og blandaður úrgangur. Gler,
járn og textíll verður síðan að setja í grenndargáma.
Tunnur fyrir þessa fjóra flokka verða settar upp við
íbúðarhús og fyrirtæki. Hægt verður að fá tvískiptar
tunnur ef menn kjósa svo. Áætlað er að núverandi
fyrirkomulagi verði skipt út í áföngum á næsta ári
á höfuðborgarsvæðinu.
Sorpmagn á íbúa hefur dregst saman á milli ára.
Reykvíkingar skila af sér minnstu magni úrgangs
á höfuðborgarsvæðinu, eða 129,9 kg á íbúa en
Garðbæingar mestu, 155 kg á íbúa. Þetta kemur fram
í rannsókn Sorpu á húsasorpi fyrir árið 2021 en með
húsasorpi er átt við þann úrgang sem settur er í gráu
tunnuna. Lífrænn úrgangur vegur þyngst í húsasorpinu
og plast kemur þar á eftir.
Fjórir sorpflokkar teknir upp
- verður endurbyggður á lóðinni
Ráðgjöf varðandi húsnæðisskipti, erfðaskrá, kaupmála
eða dánarbúskipti. Lögmaður þér við hlið við sölu fasteignar
án þess að greiða aukalega fyrir þá þjónustu.
BÚUM VEL veitir nýja tegund þjónustu. Kynntu þér málið.
Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður | Tryggvagötu 11, 2. hæð
Sími 783 8600 | elin@buumvel.is | www.buumvel.is
Sérhæfð lögfræðiþjónusta
með áherslu á 60+
Vill byggja
við Urðarstíg 4
Sótt hefur verið um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu
með steyptum kjallara, timburmilliplata, útveggir og þak við
suðurhlið hússins við Urðarstíg 4.
Húsið var byggt árið 1922 fyrsti eigandi var Þorsteinn Jónsson. Árið
1981 fékkst leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið. Þá var gerður nýr
og stærri inngangur við norðurvesturgafl hússins, steinsteyptur og
með timburklæðningu. Árið 1987 var og samþykkt að byggja sólpall
og garðskála úr timbri og gleri við húsið. Sólpallur var þá reistur
við suðurgafl hússins og garðskáli við bakhlið inngönguskúrsins.
Núverandi eigandi hússins er Þórir Jónsson Hraundal miðaustur
landafræðingur og háskólakennari.
Unnið við flokkun sorps í Sorpu.
Bestu óskir um gleðileg jól
og farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á árinu.
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Við eigum frábært úrval af
yfirhöfnum í stærðum 38-60