Feykir


Feykir - 02.02.2022, Blaðsíða 2

Feykir - 02.02.2022, Blaðsíða 2
Það má segja að íslenska landsliðið í handbolta hafi gert garðinn frægan á Evrópumótinu sem nú er nýafstaðið og fór fram í Ungverjalandi og Slóvakíu. Væntingar voru ekki miklar fyrir mót og voru menn helst að vonast til að komast í hóp tíu bestu liða álfunnar á ný en það hafði ekki gerst síðan 2014 þegar Ísland endaði í 5. sæti á EM sem fram fór í Danmörku. Til að rifja upp árangur á stór- mótum síðan þá, endaði íslenska liðið í 11. sæti á HM í Katar árið 2015, 13. sætið var þess á EM í Póllandi 2016, á HM í Frakklandi endaði Ísland í 14. sæti 2017, á EM í Króatíu 2018 endaði liðið í 13. sæti, 14. sætið varð niður- staðan á HM 2019 í Þýskalandi og í Svíþjóð 2020 munaði litlu að drengirnir kæmust í topp tíu þegar þeir kræktu í 11. sætið á EM. Strákarnir okkar lutu í lægra haldi gegn Noregi í úrslitaleik um 5. sæti nú fyrir helgi en mikið var í húfi þar sem sigurliðið fékk farmiða á HM 2023. Sjötta besta liðið í Evrópu er ekki slæmur árangur, hvað þá eftir allt sem á undan hafði gengið. Ef einhver skyldi nú ekki vita það þá lék kórónuveiran liðið grátt þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum greindist með hana og voru þar með útilokaðir frá keppni. Reyndi það að sjálfsögðu á færni þjálfarans, og hans aðstoðarmanna, að bregðast við breyttum forsendum dag frá degi. Það sem svo sannarlega kom á óvart var frammistaða þeirra sem tóku við keflinu af „sýktum“ lykilleikmönnum og verður lengi í minnum haft. Það sem hins vegar hefði getað gerst, og var raunar alveg að fara að gerast, var að Íslendingar kæmust í undanúrslit með hjálp Dana sem áttu leik gegn Frökkum í milliriðli. Með sigri þeirra færu Íslendingar áfram á kostnað Frakka sem börðust hatrammlega fyrir því sæti. Svo fór að Danir, sem voru yfir allt fram á síðustu stundu, töpuðu með einu marki sem þýddi að Íslendingar léku um 5. sætið. Í kjölfarið á tapi Dana fór af stað stórskrítin atburðarrás á samfélgasmiðlunum þar sem ausið var yfir okkar ágætu frænd- ur svívirðingum að hætti hússins. Sumt mætti flokka sem góð- látlegt grín en annað var hrein afurð úr koppnum og sumt af því rataði í danska fjölmiðla. Ég ætla ekkert að hafa neitt eftir sem skrifað var en fátt ef nokkuð var okkur til sóma og langar mig að biðja danska vini mína, hér í Skagafirði sem og annars staðar, afsökunar á þessu frumhlaupi landa minna. Ég hef heldur aldrei skilið þetta rótgróna Danahatur Íslendinga gegnum tíðina enda voru þeir okkur hliðhollir á margan hátt. Á Sauðárkróki hafa danskir sett mikinn svip á bæjarbraginn og segir m.a. á vef Svf. Skagafjarðar að Ludvig Popp, kaupmann m.m. mætti kalla föður Sauðárkróks. „Hann kom að, eða stóð fyrir fjölmörgum framfaramálum í kauptúninu unga og skipulagði bæinn sem var í hraðri uppbyggingu. Svo margar þóttu verslanir í bænum um aldamótin 1900 að gárungar kölluðu plássið Kaupmannahöfn.“ Góðar stundir! Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Undskyld, danske venner AFLATÖLUR | Dagana 23. til 29. janúar á Norðurlandi vestra Drangey SK 2 með rúmt 181 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Guðrún Petrína GK 107 Landbeitt lína 6.966 Gulltoppur GK 24 Lína 13.258 Hafrún HU 12 Dragnót 4.034 Hópsnes GK 77 Lína 14.772 Jóhanna Gíslad. GK 357 Botnvarpa 79.371 Sturla GK 12 Botnvarpa 56.803 Sæfari HU 212 Lína 4.571 Alls á Skagaströnd 179.775 HVAMMSTANGI Sjöfn SH 4 Handfæri 6.722 Ragnar Alfreðs GK 183 Lína 5.756 Alls á Hvammstanga 12.478 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 181.016 Lundey SK 3 Þorskfisknet 4.587 Málmey SK 1 Botnvarpa 149.951 Alls á Sauðárkróki 335.554 Á Króknum var landað tæpum 336 tonnum í síðustu viku af þrem bátum/togurum og var Drangey SK 2 aflahæst með rúmt 181 tonn. Uppistaða aflans var þorskur og var skipið meðal annars á veiðum við Kögurgrunn og Þveráls- horn. Á Skagaströnd voru aðeins fleiri við veiðar, eða sjö bátar, og var heildaraflinn tæp 180 tonn. Aflahæst var Jóhanna Gísladóttir GK 357 með rúm 79 tonn. Tveir bátar lönduðu á Hvammstanga rúmum 12 tonnum, Sjöfn SH 4 og Ragnar Alfreðs GK 183. Enginn landaði á Hofsósi og var þá heildar- afli á Norðurlandi vestra 527.807 kg. /SG Varmahlíð Uppbygging skólamannvirkja Tillögur VA Arkitekta að breytingum á Varmahlíðaskóla og samþættingu skólanna þriggja, leik-, grunn- og tónlistarskóla, á sama stað hafa verið opinberaðar á heimasíðu Svf. Skagafjarðar en í lok árs 2019 var sett fram sameiginleg viljayfirlýsing sveitarfélaganna í Skagafirði þar sem samþykkt var að stefna að þeirri uppbyggingu og verkefnisstjórn skipuð um framkvæmdina. Markmiðið er að þær breytingar sem gerðar verða á húsnæðinu og umhverfi þess uppfylli þarfir og kröfur sem gerðar eru í dag til skólahalds leik-, grunn- og tónlistarskóla. Á Skagafjörður. is segir að við undirbúning verkefnisins hafi verið stuðst við svokallað „Design Down Process“ sem á íslensku mætti kalla undirbúningsferli hönn- unar, frá hinu almenna til hins sérstæða og voru VA Arkitektar fengnir til að stýra þessu sam- ráðsferli. „Var ákveðið að boða til samráðsfunda með íbúum Skagafjarðar og Akrahrepps til að ná fram sjónarmiðum sem flestra við gerð þarfagreiningar skólanna og umhverfis þeirra. Markmið þessarar undirbún- ingsvinnu var að safna og greina þarfir og óskir nemenda, starfsmanna, foreldra og ann- arra íbúa, auk þeirra sem sækja þjónustu á svæðinu. Einnig var lögð áhersla á að skoða nánar hvernig nýta megi húsnæðið fyrir samfélagið í heild sinni. Í því samhengi hefur verið nefnt námskeiða- hald og félagsstarf þar sem aðstaða skólans kemur að notum eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og opna þannig húsnæði skólanna fyrir nær- samfélagið og leitast við að skapa sameiginlegan vettvang fólks á öllum aldri til að sinna áhugamálum og félagsstarfi. Við sjálfa hönnunina var svo, eftir því sem unnt var ,komið til móts við þau sjónarmið sem fram komu í samráðsferlinu. Markmiðið var að skapa hagnýtt námsum- hverfi sem er í senn örvandi fyrir nemendur og starfsfólk en hefur líka möguleika á því að verða grunnur að „hjarta“ sam- félagsins í sveitarfélaginu,“ segir í frétt sveitarfélagsins. /PF Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Aðkoma að leikskóla í Varmahlíð eins og tillaga að breytingu skólamannvirkja gerir ráð fyrir. MYND AF TILLÖGU VA ARKITEKTA Þingeyrarklaustursprestakall Fimm sóttu um starf sóknarprests Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, auglýsti fyrir nokkru eftir prestum í fjögur störf og rann umsóknarfrestur um þau út á miðnætti 24. janúar sl. og var eitt þeirra sóknarprestsstarf í Þingeyrarklaustursprestakalli. Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar kemur fram að fimm hafi sóst eftir því að þjóna Húnvetningum. Störfin fjögur voru prestsstarf í Egilsstaða- prestakalli, sóknarprestsstarf í Víkurprestakalli, sóknarprestsstarf í Skálholtsprestakalli, og sókn- arprestsstarf í Þingeyrarklaustursprestakalli. Um starf sóknarprests í Þingeyrarklausturs- prestakalli sóttu fimm: Árni Þór Þórsson, mag. theol. Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, mag. theol. Helga Bragadóttir, mag. theol. Fimmti umsækjandinn óskaði nafnleyndar. /PF 2 05/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.