Feykir


Feykir - 02.02.2022, Síða 15

Feykir - 02.02.2022, Síða 15
HVERNIG GÆTI SAMEINAÐ SVEITARFÉLAG LITIÐ ÚT? FRÆÐSLU- OG FÉLAGSÞJÓNUSTA Sveitarfélagið Skagafjörður annast framkvæmd skólastarfs fyrir alla Skagfirðinga á grundvelli samstarfs- samnings við Akrahrepp. Í Skagafirði eru reknir þrír leikskólar, þrír grunnskólar og einn tónlistarskóli. Í ljósi umfangsmikils samstarfs sveitarfélaganna í fræðsluþjónustu er ekki gert ráð fyrir því að miklar breytingar verði á skólastarfi ef til sameiningar sveitarfélaganna kemur. Gjaldskrár eru nú þegar samræmdar og munu því ekki breytast. Að mati nefndarinnar mun sameining leiða til einfaldari og skilvirkari ákvarðanatöku, auk þess sem auðveldara væri að tryggja jafnræði milli nemenda og tryggja að þeir fái sömu þjónustu. Sveitarfélögin eiga í miklu samstarfi þegar kemur að félagsþjónustu. Ef til sameiningar kemur þarf að samræma regluverk og gjaldskrár. Sameining hefði að öllum líkindum í för með sér jöfnun á þjónustustigi auk þess sem auðveldara gæti reynst að uppfylla ný lög um samþættingu þjónustu. Bæði sveitarfélög stefna að bættri þjónustu við eldri borgara en tækifæri eru til að samnýta mötuneyti skólanna og bjóða eldri borgurum heitan mat og jafnvel heimsendingu. Utanaðkomandi áskoranir felast í auknum faglegum kröfum hins opinbera og mönnun starfa til að sinna þjónustunni. Áskoranir felast einnig í að veita íbúum í þéttbýli og dreifbýli sambærilega þjónustu, m.a. vegna fjarlægðar. ÁHERSLUR GAGNVART RÍKI OG ÞINGI Samstarfsnefnd hefur átt fundi með þingmönnum og ráðherrum þar sem eftirfarandi áherslum Skagfirðinga var komið á framfæri. Kjálkabrú. Brú yfir Héraðsvötn við Flatatungu á Kjálka myndi tengja saman framhérað Skagafjarðar sem nýtist því og öllu samfélagi Skagafjarðar vel. Atvinnuþróun. Skapa þarf skýran farveg fyrir þróun og uppbyggingu á sögu- og menningartengdri ferðaþjónustu í Skagafirði og koma auk þess upp aðstöðu til nýsköpunar og þróunar, byggða á sérstöðu Skagafjarðar með rannsókna- og frumkvöðlamiðstöð landbúnaðar í Skagafirði. Menntasókn í Skagafirði. Tækifæri eru til að efla skólastarf í Skagafirði, annars vegar með stækkun Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og hins vegar með því að tryggja áframhaldandi vöxt Háskólans á Hólum. STJÓRNSÝSLA Sveitarfélögin eiga í umfangsmiklu samstarfi í stjórnsýslu og um ýmsa þjónustuþætti, bæði sín á milli og við önnur sveitarfélög. Að mati samstarfsnefndar er mikilvægt að finna leiðir til að tryggja meiri þátttöku íbúa sameinaðs sveitarfélags við ákvarðanatöku en á sama tíma að stuðla að skilvirkni og fagmennsku með hagsmuni íbúa og atvinnulífs í Skagafirði að leiðarljósi. Að mati samstarfsnefndar kemur til greina að blanda saman beinum þátttökuleiðum og svæðisbundnum ráðum til að ná því markmiði. Sveitarfélagið Skagafjörður 9 9 430 Akrahreppur 5 9 1 Sameinað 9 9 430 Fulltrúar í sveitarstjórn Fastanefndir Fjöldi starfsmanna skagfirdingar.is UMHVERFIS- OG SKIPULAGSMÁL Akrahreppur kaupir þjónustu skipulags- og byggingar- fulltrúa af Sveitarfélaginu Skagafirði. Sameining sveitar- félaganna myndi leiða af sér hagræði þegar kemur að vinnslu og skráningu mála í eitt og sama kerfið, auðvelda skipulags- og byggingarmál og bæta aðgengi íbúa að gögnum. Sameiginlegur verktaki sinnir sorphirðu og losun rotþróa í sveitarfélögunum. Niðurstaða úr sameiginlegu útboði sorpmála mun hafa í för með sér breytingar hvort sem til sameiningar kemur eða ekki. Í kjölfar útboðsins verða gjaldskrár endurskoðaðar og samræmdar innan svæðisins og gjaldskrá verður tekin upp í Akrahreppi. Innheimta hefst árið 2022, enda er skylt lögum samkvæmt að innheimta gjald fyrir meðhöndlun úrgangs í samræmi við kostnað. FJÁRMÁL Fjárhagsleg viðmið Sameinað sveitarfélag hefði ágætt svigrúm til fjárfestinga og stenst bæði jafnvægisreglu og skuldareglu. Framlög Jöfnunarsjóðs eru tæplega helmingur tekna Akrahrepps, sem gerir sveitarfélagið viðkvæmt fyrir breytingum á reglum sjóðsins. Samstarfssamningur Sveitarfélögin eiga í umfangsmiklu samstarfi þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður sinnir meginþorra þjónustu við íbúa Akrahrepps. Um 83% af útgjöldum Akrahrepps árið 2020 runnu til samstarfssamninga. Rúmlega 700 milljónir úr Jöfnunarsjóði Verði af sameiningunni er áætlað að sveitarfélögin fái um 728 m.kr. framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, miðað við ársreikninga 2020. Sveitarstjórnirnar hafa samþykkt viljayfirlýsingu um að sú fjárhæð verði nýtt til fjárfestinga í skólamannvirkjum í Varmahlíð. Það mun skapa svigrúm til fjárfestinga í öðrum þéttbýliskjörnum og dreifbýli í Skagafirði. Sameiningarframlög flýta fyrir framkvæmdum í Varmahlíð Framundan eru miklar fjárfestingar við endurnýjun og uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð, viðhald á íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð og Menningarhús á Sauðárkróki. Eignirnar eru í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna. Auk þess eru fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun verknámshúss FNV og fjölgun hjúkrunarrýma við HSN á Sauðárkróki. Heildarkostnaður er áætlaður tæplega 2.000 m.kr. • Hlutdeild Akrahrepps er 326 m. kr. • Hlutdeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar er 1.655 m. kr. Þessar áætlanir taka mið af því að sameiningarframlög skili sér til sveitarfélaganna. Ef ekki verður af sameiningu munu framkvæmdirnar dreifast á lengri tíma. FRÍSTUNDA- OG MENNINGARMÁL Sveitarfélögin eiga í miklu samstarfi í frístunda- og menningarstarfi og ekki er von á miklum breytingum verði af sam- einingu þeirra. Að uppfylla ný lög um samþættingu þjónustu verður áskorun fyrir bæði sveitarfélögin hvort sem af sameiningunni verður eða ekki. Tækifæri liggja m.a. í uppbyggingu og nýtingu safna í Skagafirði. Auk þess fengi öll atvinnu- og félagsstarfsemi innan Skagafjarðar sama aðgang að verkefnis- stjórum í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum sameinaðs sveitarfélags. Sveitarfélagið Skagafjörður 400 100 122 622 Akrahreppur 0 100 6 106 Samtals 400 200 128 728 Skuldajöfnunarframlag Fast framlag Byggðaframlag Samtals

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.