Feykir


Feykir - 29.06.2022, Side 2

Feykir - 29.06.2022, Side 2
Nú um helgina var ÓB-mótið haldið á Sauðárkróki og heppnaðist mótið vel að sögn mótshaldara. Þátttaka var góð og veðrið ekki alveg jafn slæmt og menn höfðu óttast. Það verður að teljast frábært að við höfum aðstöðu hér á Króknum til að halda svona mót á þessum gríðarlega glæsilega útivelli og íþróttahúsið við hliðina svo hægt er að nýta það líkt og gert var um helgina. En alltaf þegar mót sem þetta eru haldin hér í bænum er eitt sem stingur í augun og það er hvernig bærinn verður eitt stórt bílastæði. Það virðist ekki skipta máli hvort það sé gras eða gangstétt, menn telja að það sé fullkomlega ásættanlegt að leggja bílum bara þvers og kruss við aðal umferðargötu bæjarins. Þetta er eitthvað sem allir íbúar sjá að þarf að skoða mjög alvarlega. Það þarf að vera einhver staður til að leggja á sem ekki er ólöglegur og stofnar ekki þeim sem þar fara um í hættu, sérstaklega þegar svona mót eru þar sem börn eru að keppa. Svo ekki sé talað um að bjóða forseta lýðveldisins upp á aðra eins aðkomu. Með svona glæsilega skipulögð mót þá hljóta flestir að vera sammála að þetta vandamál varpar ljótum skugga á þá annars frábæru frammistöðu sem þetta mótshald er. Góðar stundir! Ingólfur Örn Friðriksson blaðamaður LEIÐARI 550 Bílastæði Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Ingólfur Örn Friðriksson, bladamadur@feykir.is | Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Á heimasíðu SSNV er birt ítarleg bókun stjórnar samtakanna um alvarlega stöðu sauðfjárræktar í landshlutanum en nýverið kom út skýrsla um stöðu greinar- innar á Íslandi sem Byggða- stofnun vann fyrir innviðaráðu- neytið. Í henni er dregin upp afar dökk mynd af stöðu og framtíðarhorfum sauðfjár- ræktar á Íslandi, segir í færslu SSNV. „Í skýrslunni kemur fram að hvergi á landinu er meira fé en á Norðurlandi vestra og þar eru jafnframt ein stærstu sauðfjárbúin. Einnig kemur fram að fjárhagsstaða bænda í Húnavatnssýslum er með því versta á landinu og að sama skapi meta bændur þar að lífsskilyrði hafi versnað hvað mest undanfarin ár. Í skýrslunni segir: „Rekstrar- niðurstaða sauðfjárbúa fyrir fjármagnsliði og afskriftir hefur verið neikvæð frá árinu 2018. Það þýðir að meðalbúið stendur ekki undir neinni fjárfestingu, hvað þá heldur vaxtakostnaði eða afborgunum af lánum. Þetta leiðir af sér að væntanlega hafi dregið úr viðhaldi, endur- ræktun og áburðarkaupum.“ Í héraði þar sem sauðfjárbú eru hvað flest og stærst á landinu er ljóst að efnahagsleg áhrif stöðunnar eru mikil. Andlegt álag á bændur er auk þess áhyggjuefni og í skýrslunni er fjallað um afkomuótta og lamandi áhrif hans á andlega heilsu,“ segir m.a. í bókun samtakanna sem lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðunni. Skorar stjórn samtakanna á stjórnvöld að taka þá stöðu sem greinin stendur frammi fyrir alvarlega og bregðast við með ákveðnum og markvissum hætti og segir í niðurlagi bókunar að mikilvægt sé að til viðbótar við þær skammtíma- aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar verði unnið að lang- tímalausn. Lýsir stjórn SSNV sig tilbúna til samtals um leiðir og mögulegar aðgerðir. /PF Slæm staða sauðfjárræktar í landshlutanum Stjórn SSNV skorar á stjórnvöld að bregðast við AFLATÖLUR | Dagana 19. til 25. júní á Norðurlandi vestra Málmey með rúm 120 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Elfa HU 191 Handfæri 947 Elín ÞH 82 Handfæri 1.672 Fengsæll HU 56 Handfæri 539 Fengur ÞH 207 Handfæri 840 Guðrún Petrína HU 107 Handfæri 1.782 Hallbjörg HU 713 Handfæri 988 Hjalti HU 313 Handfæri 839 Hrund HU 15 Handfæri 1.547 Jenny HU 40 Handfæri 750 Kambur HU 24 Handfæri 773 Kópur HU 118 Handfæri 142 Kristín HU 168 Handfæri 715 Lára HU 168 Handfæri 241 Loftur HU 717 Handfæri 1.655 Lukka EA 777 Handfæri 818 Svalur HU 124 Handfæri 444 Sæunn HU 30 Handfæri 1.546 Valur ST 43 Handfæri 418 Venni SI 67 Handfæri 901 Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.458 Viktoría HU 10 Handfæri 1.039 Víðir EA 423 Handfæri 1.052 Samtals á Skagaströnd 42.685 HOFSÓS Rósborg SI 29 Handfæri 407 Þorgrímur SK 27 Handfæri 647 Samtals á Hofsósi 1.054 SAUÐÁRKRÓKUR Assa SK 15 Handfæri 810 Álborg SK 88 Handfæri 146 Birna SK 559 Handfæri 98 Drangey SK 2 Botnvarpa 108.071 Gammur SK 12 Þorskfisknet 1.440 Gjávík SK 20 Handfæri 734 Málmey SK 1 Botnvarpa 120.284 Skvetta SK 7 Handfæri 536 Samtals á Sauðárkróki 232.119 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 774 Auður HU 94 Handfæri 708 Bergur Sterki HU 17 Handfæri 519 Blíðfari HU 52 Handfæri 1.658 Blær HU 77 Handfæri 494 Daðey GK 777 Lína 15.914 Dagrún HU 121 Handfæri 1.512 Á Króknum var landað rúmum 232 tonnum í 11 löndunum og var Málmey SK 1 aflahæst með rúm 120 tonn. Málmey var við veiðar á Kantinum vestan við Halann og Reykjafjarðarál og uppi- staðan var þorskur. Drangey SK 2 landaði einnig í vikunni og var við veiðar á Halanum og Straumnesbanka en aflinn var blandaður og uppistaðan þorskur og ýsa. Þá voru fimm bátar á strandveiðunum og lönduðu þeir samtals 2.324 kg og einn við veiðar með þorskfisknet, Gammur SK 12, sem landaði 1.440 kg. Á Skagaströnd var landað tæpum 43 tonnum í 46 löndunum. Aflahæstur var línubáturinn Dað- ey GK 777 með tæp 16 tonn í þrem löndunum. Þá voru alls 28 bátar á strandveiðinni og lönduðu tæpum 27 tonnum. Aflahæst var Guðrún Petrína HU 107 með 1.782 kg í tveim löndunum. Ekki var landað á Hvammstanga í síðustu viku en tveir bátar lönduðu á Hofsósi, rúmu tonni, báðir á strandveiðunum. Alls var landað 275.858 kg á Norðurlandi vestra í 59 löndunum í síðustu viku. /SG Séra Gísli Gunnarsson kjörinn vígslubiskup Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði, hefur verið kjörinn vígslubiskup á Hólum. Sr. Gísli Gunnarsson fékk 316 atkvæði, eða 62.36% Sr. Þorgrímur Daníelsson fékk 184 atkvæði, eða 36,15%. 9 tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 740 og greiddu 509 atkvæði, eða 68,78%. Kjörstjórn kirkjunnar hefur staðfest niðurstöðu kosning- anna og er Gísli Gunnarsson rétt kjörinn vígslubiskup á Hólum. /IÖF Vígslubiskupskjör Staða sauðfjárræktar er slæm á Norðurlandi vestra. MYND AF NETINU 2 25/2022

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.