Feykir - 29.06.2022, Qupperneq 3
Golf
Íslandsmót golfklúbba
Íslandsmót golfklúbba 16 ára
og yngri og 14 ára og yngri fóru
fram dagana 24.–26. júní á
Strandarvelli á Hellu og
Garðavelli á Akranesi. Þar átti
Golfklúbbur Skagafjarðar
flotta fulltrúa í tveim sveitum,
blandaða sveit og sameigin-
lega stúlknasveit með GA
(Golfklúbbur Akureyrar).
Blandaða sveitin endaði í 9.
sæti og skipuðu sveitina þau
Alexander Franz Þórðarson,
Brynjar Már Guðmundsson,
Hallur Atli Helgason, Markús
Máni Gröndal, Tómas Bjarki
Guðmundsson og Una Karen
Guðmundsdóttir. Liðsstjóri var
Atli Freyr Rafnsson.
Stúlknasveitin, sem var
sameiginleg með Golfklúbbi
Akureyrar, endaði í 5. sæti.
Sveitina skipuðu Dagbjört Sísí
Einarsdóttir (GSS), Gígja Rós
Bjarnadóttir (GSS), Björk
Hannesdóttir (GA), Bryndís
Eva Ágústsdóttir (GA), Birta
Rán Víðisdóttir (GA) og Lilja
Maren Jónsdóttir (GA) og
liðsstjóri var Ólafur Gylfason.
Krakkarnir sýndu leikgleði
og prúðmennsku á vellinum og
voru klúbbum sínum til mikils
sóma. GSS vill óska þeim til
hamingju með frábæran ár-
angur. Áfram GSS! /Sylvía Dögg
Handbendi handhafi Eyrarrósarinnar
Heiðursmóttaka á
Listahátíð í Reykjavík
Fram kemur á vef Byggðastofnunar að brúðu-
leikhúsið Handbendi á Hvammstanga hafi verið
handhafi Eyrarrósarinnar 2021 og móttaka
haldin þeim til heiðurs á Listahátíð í Reykjavík í
Iðnó 16. júní síðastliðinn. Handbendi var stofnað
árið 2016 af Gretu Clough sem jafnframt er
leikstjóri, brúðuleikari og listrænn stjórnandi.
Eyrarrósin hefur verið veitt frá árinu 2005 en
það eru Byggðastofnun, Listahátíð í Reykjavík og
Icelandair sem staðið hafa í sameiningu að
viðurkenningunni, sem veitt er framúrskarandi
menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.
Verndari Eyrarrósarinnar er frú Eliza Reid
forsetafrú og heiðraði hún samkomuna með
nærveru sinni. Markmið Eyrarrósarinnar er að
beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar
fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði
lista og menningar. /IÖF
Stúlknasveitin skipuð efnilegum kylfingum frá GSS og GA. MYND AÐSEND
Sú meinlega villa slæddist inn í ferðasögu Kvennakórsins Sól-
dísar í síðasta Feyki að stjórnandi kórsins frá upphafi væri
Helga Rós Indriðadóttir sem ekki er alveg rétt.
Sólveig S. Einarsdóttir stjórnaði kórnum frá stofnun hans
en Helga Rós tók við haustið 2015. Beðist er velvirðingar á
þessu. /PF
Leiðrétting
Helga Rós annar
stjórnandi Sóldísar
Stund milli stríða.
Blandaða sveitin stóð sig með mikilli prýði. MYNDIR: SYLVÍA DÖGG
Fram kemur á Skagafjordur.is að Elín Berglind Guðmundsdóttir
hafi verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskólans Ársala og að
hún hefji störf þann 15. ágúst næstkomandi. Elín Berglind tekur
við stöðunni af Sólveigu Örnu Ingólfsdóttur sem var nýlega ráðin
leikskólastjóri við Leikskólann Ársali.
Elín Berglind lauk B.ed. prófi í leikskólakennarafræðum árið
2008 og fékk leyfisbréf kennara sama ár. Að auki lauk hún námi til
viðbótardiplómu í menntavísindum með sérhæfingu í stjórnun og
forystu í lærdómssamfélagi frá Háskólanum á Akureyri árið 2019.
Elín Berglind hefur tekið fjöldamörg námskeið í gegnum árin,
m.a. Tras, Gerd Strand, Íslenska þroskalistann, TMT (tákn með
tali) auk annarra styttri námskeiða.
Elín Berglind hefur mikla reynslu af starfi í leikskóla og hefur
til að mynda yfir 20 ára samfellda starfsreynslu hjá sveitarfélag-
inu, en hún starfaði bæði á Furukoti og Glaðheimum áður en
leikskólarnir voru sameinaðir í Leikskólann Ársali. / IÖF
Trostan Agnarsson ráðinn
Á heimasíðu Skagafjarðar kemur fram að Trostan Agnarsson hafi
verið ráðinn skólastjóri við Varmahlíðarskóla og muni hefja störf
við upphaf næsta skólaárs þann 1. ágúst næstkomandi. Alls
bárust tvær umsóknir um starfið.
Trostan lauk námi til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands og
fékk leyfisbréf kennara árið 2007. Þar áður hafði hann lokið BA
prófi í íslensku frá Háskóla Íslands. Trostan hefur 15 ára kennslu-
reynslu en hann starfaði í Laugargerðisskóla á tímabilinu 2007-09
sem umsjónarkennari og vann einnig að félagsmálum nemenda.
Hann var í Tálknafjarðarskóla skólaárið 2009-10, þar sá hann um
umsjónarkennslu ásamt því að vera staðgengill skólastjóra. Árin
2010-15 starfaði Trostan í Höfðaskóla þar sem hann var um-
sjónarkennari en einnig aðstoðarskólastjóri í eitt ár sem og
staðgengill skólastjóra. Trostan hóf störf í Varmahlíðarskóla árið
2015 og hefur aðallega verið með umsjónarkennslu þar. Trostan
hefur jafnframt starfað í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra eina
önn þar sem hann sá um kennslu í ensku og íslensku. / IÖF
Ráðið í stjórnendastöður við Leikskólann Ársali og Varmahlíðarskóla
Elín Berglind og Tristan ráðin
Elín Berglind Guðmudsdóttir,
aðstoðarleikskólastjóri Ársala
MYND AF FB
Trostan Agnarsson,
skólastjóri Varmahlíðarskóla.
MYND AF FB
Frá heiðursmóttöku á Listahátíð í Reykjavík 2022. MYND AÐSEND
25/2022 3