Feykir


Feykir - 20.07.2022, Blaðsíða 10

Feykir - 20.07.2022, Blaðsíða 10
 Heilir og sælir lesendur góðir. Fundið hef ég í drasli mínu ágæta vísu sem kemur hér næst, er höfundur hennar sagður Sigurður Pétursson sýslumaður. Ókunnugur enginn má orðin kvenna skilja því sem neita frekast fá fúsar hafa vilja. Man ekki fyrir víst hvaða ágæta kona orti þessa kunnu vísu. Illt er að vera syndinni seldur samviskan hún jagar mann. Í blóðinu logar ástríðueldur, ekki er létt að slökkva hann. Nokkrum sinnum hef ég verið svo heppinn að eignast úrvalsgóðar vísur eftir Jón Gissurarson bónda í Víðimýrar- seli til birtingar hér í þættinum. Hef um talsverðan tíma leitað eftir því við hann að leggja þættinum til meira efni. Nú fyrir skömmu færði Jón mér skín- andi gott vísnabréf og verður gaman að geta birt úr því vísur í næstu þáttum. Þakka ég mikið vel fyrir þessa góðu sendingu. Í upphafi bréfs segist Jón hafa fengið hugskot um að komin væri tími á að senda nokkrar vísur í Svartárdalinn, af þeim hugleiðingum verður þessi til. Fegurð skartar foldarsvið fagnar hjarta halsins. Þar sem bjartar blasa við brúnir Svartárdalsins. Önnur úrvals hringhenda kemur hér næst. Oft við glingra stuðlastaf stökur syng af munni. Finn þá klingja óminn af óska hringhendunni. Er þetta ágæta bréf Jóns berst mér í byrjun júlí eru nokkrum dögum síðar mikil tíðindi í stjórnmálum Bretans sem lítur út fyrir að verði forsætisráðherra þar að falli. Snemma á þessu ári komst upp um mikla garðveislu hjá foringjanum Boris sem haldin var í Downingstræti á tímum þegar strangar sóttvarnir voru í gildi. Af því tilefni orti Jón. Borisar nú bíður fall og böl á ári nýju. Eftir djamm og drykkjusvall í Downingstræti tíu. Þegar fréttist af næstu veislu yrkir Jón. Veisluhöldin vafin dáðum vega þungt í fórninni. Skyldi karlinn Boris bráðum bylta ríkisstjórninni. Mikla skyggnigáfu virðist bóndinn í Víðimýrarseli hafa, því nokkru eftir að fréttist af enn einni veislu í 10 sem mun Vísnaþáttur 812 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is hafa orðið foringjanum að falli yrkir Jón. Boris minn til frama fús fagnar teiti nýju, iðkar bæði djamm og djús í Downingstræti tíu. Þau tíðindi spurðust nú á vordögum að elsta konan hér í heimi væri látin. Að þeim fregnum spurðum mun Friðrik Steingríms í Mývatssveitinni hafa ort svo. Áfram jafnan ævin gengur undarlegt er mannlíf þó, nú er enginn elstur lengur útaf því að konan dó. Hávær umræða var á hinu háa Alþingi , eins og stundum áður á vordögum, um að ríkisstjórnin ætti tafarlaust að víkja. Veit ekki hvort þeim ágæta hagyrðingi Friðrik líkaði betur eða verr en vísan varð til svohljóðandi. Umræðan skal réttlát ríkja reiða má fram haldbær gögn, að segj‘að stjórnin verði að víkja er væntanlega hópuppsögn. Það er Guðmundur Arnfinnsson sem yrkir svo glaður í lok síðasta vetrar. Nú vaknar allt að liðnum löngum vetri. Ljósið glæðir viljastyrk og þor, og rekur burtu sorg úr sálartetri. Sólin skín og það er komið vor. Önnur vorvísa kemur hér næst, höfundur hennar Jón Bjarnarson sem kenndur var við Garðsvík. Hleypa ský um himininn. Hamast sól að frera. Hlákan æfir sönginn sinn, svona á það að vera. Eggert J. Levy yrkir einnig vorvísu. Blessað vorið blíðkar allt bræðir allan klaka. Okkur verður ekki kalt enda gott að vaka. Allt annað var að frétta frá Friðrik í Mývatssveitinni í byrjun maí síðast- liðnum. Það er engin þíða hér þagnað fugla skvaldur, hríðarmugga úti er andskoti er hann kaldur. Gott er þá að enda með einni perlu frá Jóni í Víðimýrarseli. Vart þig baga veður stríð vel til haga gjörður. unaðsfagur alla tíð ertu Skagafjörður. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ...var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ástkær vinkona mín, Anna Margrét, skoraði á mig að vera áskorendapenni í Feyki. Ég man þá tíð þegar hún skoraði á mig að drekka heila flösku af gull kampavíni í skottinu á jeppa á Skagaströnd en nú er skorað á mig til að skrifa í héraðsblaðið Feyki. En flettir einhver blaði lengur? Já, ég auðvitað! Eða sko, ég les bara minningargreinar og stel svo orðaruglinu úr Mogganum. Þegar fólk spyr hvaðan ég sé kemur yfirleitt alltaf hik á mig, hvaðan er ég? Hvaðan er fólk yfir höfuð og almennt? Mér líður eins og ég sé bara komin af sjálfri mér. Er það skrítið? Já ætli það sé ekki smá skrítið að segja. Það er mikilvægt að sjá börn eins og þau eru, ekki reyna að breyta þeim og setja þau í form og box. Það var nokkuð ljóst frá upphafi að ég var ekki mikið fyrir form og box og einhvers konar regluverk. Þó að ég sé fædd á níunni þá fékk ég samt að blómstra í skólanum, ég var t.d. með geggjaðan kennara, hún hafði hendur eins og sandpappír og leit út eins henni væri drullusama um hvað öllum fannst um hana. Ég hitti hana í leikhúsi um daginn þar sem hún faðmaði mig fast og innilega. Mér þykir alltaf innilega vænt um hana. Svo varð kraftaverk þegar ég fór á unglingastig og besti kennari alheimsins tók á móti unglings mér og leiddi mig (í orðsins fyllstu merkingu) í gegnum árin sem mótuðu mig að eilífu. Hún sýndi mér bókmenntir, kenndi mér að lesa og taka inn það sem ég sá og vildi, hún sýndi mér að það væri ekki allt svart og hvítt heldur væru alls konar litir og allir væru mikilvægir, hvað sem þeir gera en það sem skiptir máli er að vera heiðarleg manneskja og vera góður við fólkið sitt. Hún er gullhjarta. Nú er ég með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands, búin að gefa út eina bók og önnur á leiðinni. Það er ótrúlegt að fá frelsið og að lifa við það að skapa. Draumur minn er t.d. að rætast þar sem ég fæ að gera þátt á Rás 1 (Rás 1 er náttúrulega kjarni Íslands og beinagrind samfélagsins) um Guðrúnu frá Lundi sem fluttur verður í jóladagskrá rásarinnar. Svo fékk ég listamannalaun til að gera sviðsverk um fótbolta. Ekki vera löt - allir í Hvöt (er þetta áróður?) Við í sviðslistahópnum Alltaf í boltanum munum frumsýna verkið, Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar í mars á næsta ári. Akkúrat í þessum skrifuðu orðum er ég líka líka að leggja lokapunkt á nýju bókina mína sem mun bera nafnið: Aldrei of seint að gefast upp. Það eru ágætis lokaorð og nú skora ég á hjartans frænda minn, Rúnar Örn, bónda á Síðu. Við gætum ekki verið ólíkari en mikið þykir mér vænt um hann og hans fólk. Rúnari leist hreinlega ekkert á það að fá þennan penna í hendur en ég veit að hann skorast ekki undan. ÁSKORENDAPENNINN | bladamadur@feykir.is Viktoría Blöndal Blönduósingur Aldrei of seint að gefast upp Viktoría Blöndal. AÐSEND MYND 10 28/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.