Feykir - 20.07.2022, Blaðsíða 4
VERKFRÆÐISTOFA
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
KILJAN
G U E S T H O U S E
www.kiljanguesthouse.com
Eldur í Húnaþingi hefst formlega í
dag með setningarhátíð við
Félagsheimilið á Hvammstanga
klukkan 17:30. Eftir setningar-
athöfnina verður alþjóðamatur í
Félagsheimilinu, í boði hinna ýmsu
þjóðarbrota Húnaþings vestra. Þá
munu harmonikkuspilarar
Húnaþings vestra sömuleiðis
stíga á stokk.
Forskot var tekið á gleðina í gær
þegar unglistarmót í pílukasti fór
fram en fjöldi atburða verður á
dagskrá alla daga fram á sunnu-
dag sem of langt mál er að nefna
hér. Áhugasömum er bent á að
kynna sér hina glæsilegu dagskrá
á heimasíðu hátíðarinnar,
eldurihun.is, eða á Facebooksíðu.
Einnig er dagskrárblaði dreift í
hús í Húnaþingi vestra í Elds-
vikunni.
Þetta ku vera í 20. skiptið sem
hátíðin er haldin en hún hefur
farið fram árlega allt frá árinu
2003. Á heimasíðu Eldsins kemur
fram að fyrst um sinn hafi hátíðin
verið sett upp sem unglistahátíð
og þá bæði skipulögð og fram-
kvæmd af ungi fólki í Húnaþingi
vestra.
„Með tímanum fékk hátíðin á
sig fjölskyldu- og bæjarhátíðar-
blæ og hefur dagskráin verið
breytileg með ári hverju en hún
ræðst oftar en ekki af áhugasviði
stjórnenda. Dagskráin hefur oftar
en ekki innihaldið fjölmarga tón-
listarviðburði, námskeið, dans-
leiki, viðburði með íþróttalegu
ívafi, svo eitthvað sé nefnt. Mikil
áhersla hefur verið lögð á að fólk á
öllum aldri geti fundið eitthvað
við sitt hæfi og að sem flestir
viðburðir séu gestum að kostn-
aðarlausu,“ segir á eldurihun.is.
Þar kemur jafnframt fram að
Eldur í Húnaþingi hafi mikið gildi
fyrir íbúa Húnaþings vestra en
hátíðin einkennist af mikilli sam-
heldni meðal íbúanna þar sem
þátttaka er lykilatriði.
„Undirbúningur hefur gengið
mjög vel, felst aðallega í að setja
saman dagskrá bæði heimatil-
búna sem og aðkeypta, fá
skemmtikrafta á helstu stórvið-
burði o.s.frv. og hefur það gengið
framar vonum,“ segir Þórunn Ýr
Elíasdóttir, ein umsjónarmanna
hátíðarinnar en undirbúnings-
nefndin samanstendur af nokkr-
um íbúum Hvammstanga sem
brenna fyrir því að halda góða og
skemmtilega héraðshátíð.
Hún segir það einstaklega
ánægjulegt hvað allt heimafólk sé
jákvætt gagnvart hátíðinni, hvort
sem snýr að þátttöku í viðburð-
um, setja saman viðburði eða
annað. „Gaman að fá eldri-
borgarastarfið sterkt inn með
okkur þetta sumarið. Þau hafa
verið með sitt eigið afdrep í hinu
svokallaða VSP húsi í allan vetur
og þar verður dagskrá allan
Eldinn á þeirra vegum. Má þar
sérstaklega nefna heimsmeistara-
mótið i Kínaskák, boðið upp á
kennslu í púkk, prjónakeppni og
fleira, frábært að hafa þau með í
liðinu.
Er eitthvað nýtt sem boðið er
upp á í ár og er eitthvað sem má
segja að sé hápunktur hátíðar-
innar? „Pílumót og -námskeið er
haldið í fyrsta skipti í ár sem og
áður nefnd spila- og keppnis-
dagskrá og ekki hefur verið keppt
í prjóni áður. Einnig verður sú
nýbreytni að bjóða upp á messu í
lok Elds og kvenfélögin bjóða svo
til kökuhlaðborðs fyrir lítið fé
sem rennur beint í þeirra góðu
málefni. Fyrir mér eru allir
punktarnir hápunktar.“
Þórunn Ýr segir það frábært
að Eldur í Húnaþingi verði nú
haldið í 20. sinn og alltaf með
frábærlega flotta og góða dagskrá
„Fullt af námskeiðum fyrir börn
og fullorðna og öll námskeiðin
fólki að kostnaðarlausu og má þá
þakka stórfyrirtækjunum hér á
svæðinu sem og Húnaþingi vestra
ötulan stuðning í þágu hátíðar-
innar sem gerir það kleift að halda
öllum verðum í lágmarki.“
Tuttugasta hátíð Elds í Húnaþingi
„Fyrir mér eru allir punktarnir
hápunktar,“ segir Þórunn Ýr
Við óskum íbúum Húnaþings vestra
góðrar skemmtunar á Eldi í Húnaþingi
20.–24. JÚLÍ 2022 Í HÚNAÞINGI VESTRA
ELDUR Í HÚNAÞINGI
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Í vor var íslenska snjallforritinu HorseDay hleypt af
stokkunum en með forritinu fæst mikilvæg yfirsýn
yfir þjálfun hesta og umhirðu, bein tenging við World-
Feng og GPS skráning við þjálfun hesta og á hesta-
ferðum líkt og þekkist innan annarra tómstunda auk
samfélagsumhverfis fyrir íslenska hestinn.
Rannsóknar- og menntastofnunin Háskólinn á
Hólum á sér langa og virta sögu en háskólinn hefur
gengið til formlegs samstarfs við HorseDay ehf. um
að þróa áfram og nota snjallforritið HorseDay við
þjálfun og kennslu við hestafræðideild háskólans.
Snjallforritið er tól til utanumhalds um hestahaldið
og til samskipta hestafólks eins og áður segir og
opnar nýjan heim gagna og upplýsinga fyrir umhirðu
hestsins sem getur skipt sköpum fyrir eigendur hesta.
Um er að ræða nýsköpunarverkefni sem hefur verið í
þróun sl. 2 ár.
Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á
Hólum, og Oddur Ólafsson, framkvæmdastjóri
HorseDay ehf., innsigluðu samstarfið á landsmóti
hestamanna í liðinni viku.
„Það er virkilega ánægjulegt að nútíminn mæti
þessum gamla kjarna íslensku hestamennskunnar
með þessum tæknilega hætti en ég hef trú á því að
þannig náum við að byggja enn frekar undir áhuga á
íslenska hestinum,“ segir Hólmfríður.
Ætlunin er að aukin útbreiðsla notkunar á
HorseDay hafi jákvæð áhrif á hestamennskuna og
verði grunnur til eflingar rannsókna- og þróunar-
verkefna við skólann. /Fréttatilkynning
Íslenska smáforritið HorseDay
Notað við kennslu í Háskólanum á Hólum
4 28/2022