Feykir


Feykir - 12.10.2022, Síða 10

Feykir - 12.10.2022, Síða 10
Unnur Sævarsdóttir er fædd og uppalin í Skagafirði og hefur búið með honum Sævari sínum á Hamri í Hegranesi í 33 ár. Hve lengi hefur þú stundað hann- yrðir? -Ég held að ég hafi byrjað að prjóna og sauma út í handavinnu- kennslu í barnaskólanum og það voru þær heiðurskonur Friðbjörg Vilhjálmsdóttir (Bíbí) og Sólveig Arnórsdóttir sem kenndu mér að sauma, prjóna og hekla. Hvaða handavinna þykir þér skemmtilegust? -Ég elska að prjóna, mér finnst það veita svo mikla slökun og hugarró, en ég hef gaman að öllu handverki og finnst t.d bútasaumur og leðurvinnsla mjög skemmtileg, og frábært þegar hægt er að tvinna það saman. Annars er gert mjög mikið grín að mér í fjöl- skyldunni því þegar ég fæ áhuga á einhverju nýju þá þarf ég að kaupa allt sem því tilheyrir og helst mjög mikið þar sem ég bý í sveit og get ekkert skotist út í búð ef eitthvað vantar. Ég fékk til dæmis mikinn áhuga á að vinna úr ullarkembu eitt árið og pantaði kembu frá Álafoss en áttaði mig ekki á hvað kemban er létt, ég pantaði eitt kíló af flestum litum og fékk tvo fulla ruslapoka. Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? -Ég er aldrei með eitt verk- efni í gangi. Núna er ég að prjóna peysu eftir mynstrinu Skipperinn frá knits.by.linda virkilega skemmti- legt að prjóna þetta mynstur, hekla dúllur í teppi og sauma út. Hvar færðu hugmyndir? -Hér áður fyrr fór ég mikið á bókasafnið og skoðaði bækur og einnig keypti ég mikið af handavinnubókum, en nú er það mest netið, þar finnur maður allt. Ég er í mörgum handavinnu- hópum og finnst gaman að skoða hvað aðrir eru að gera. Hvaða handverk sem þú hefur unnið ertu ánægðust með? -Ég held mjög mikið upp á klukku- streng sem ég saumaði þegar ég var 14 ára og hefur hangið upp á vegg hjá mér síðan, en líklegast er ég ánægðust með skírnarkjóla sem ég gerði, annar er heklaður og hinn saumaður. - - - - - Unnur skorar á Stefaníu Ósk Stefánsdóttur. „Pantaði eitt kíló af flestum litum og fékk tvo fulla ruslapoka,, ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) klara@nyprent.is Unnur Sævarsdóttir Hamri í Hegranesi Hér er Unnur að prjóna einhverja snilld. AÐSENDAR MYNDIR Vöggusett. Klukkustrengur sem ég saumaði 14 ára. Lopapeysur sem fóru í jólapakkana eitthvert árið. Vöggusett sem ég hef saumað handa barnabörnum, á myndinni er Sólon Helgi, sonur Ragnars Smára. Skírnarkjólar sem ég heklaði handa Eyrúnu dóttir minni og saumaði handa Kristni syni mínum þegar þau áttu von á sínum fyrstu börnum árið 2015. Púðar úr fiskiroði. Heimfararsett. 10 38/2022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.