Klukkan - 18.01.1925, Blaðsíða 2

Klukkan - 18.01.1925, Blaðsíða 2
2 KLUKKAN Haarmans-morðin. Viðbjóðsleg;ustu hryðjuverk síðustu ára. 28 nianns myrtir í losta sbyni og ræntir af Haarman og 3 félögxim hans. Hold hinna myrtu selt til manneldis. ' Pýskaland höggdofa. Haarman dæmdur til dauða. Hannover (PýzkalandJ. Haarmannsmálið hefir um 14 daga skeið verið hér á döfinni, og þó að menn hafi heyrt heílmikið af þvi áður, hefir það þó fyrst komið fyrir al- menning með fullri viðurstygð við mála- reksturinn. Hve málið var umfangs- mikið sézt bezt á því, að 199 vitnum var stefat og málaflutn- ÍDgurinn stóð yflr í 14 daga. Haarmann hefir leikið listir sinar i skjóli þess, að lögreglan í Hannover notaði hann í ýmislegt snatt, og hélt því yfir honum hlífiskyldi. Honnm heflr verið hegnt 15 sinnum áður, og þá venjulegast fyrir ofbeldis- verk og örgustu skýrlífisbrot. Af undir- liðstoringjaskólanum var honum visað, og var hann þá af réttarlæknunum talinn geðbilaður. Nú er hann sakaður um ‘ að hafa framið 28 morð í losta- og gróðaskyni. Hið fyrsta framdi hann 1918, og það síðasta í sumar eð leið, þegar hann var tekinn fastur. Sjálfur kannast hann við að hafa myrt 14 manns, en fortekur ekki að það geti verið fleiri. Fyrir dómstólnum sér enga blygðun á hon- um; hann segir hiklaust frá hinum hræðilegu aðförum, og eru lýsingarnar oft svo ægilegar, að dómurinn verður þá að vinna fyrir luktum dyrum. Allir hlnir myrtu eru unglingspiltar, og er það átakanlegt þegar foreldrar þeirra bera vitnisburð sinn. Haarmann hvorki bliknar né blánar þó hann sjái framan í þá. Hann játar, að hann sé með þeim ósköpum gerður, að vera kynvillingur. Hafi hann oftast nær tælt unglingana heim til sin í þvi skyni, og af vitnisburði þeirra örfáu manna, sem úr greipum hans hafa gengið, sést hvern- ig hann hefir hagað glæpunum. þegar hinir ungu menn í grandaleysi voru komnir heim til hans tælir hann þá til að láta fjðtra sig venjulegast með því að veðja við þá um það, að þeir geti ekki losað sig eða heita þeim launum ef það tækist. Fegar hann er búinn að binda þá, stingur hann upp í þá kefli, fremur hið viðbjóðsleg- asta athæfi sitt, og bítur hina ungu menn á barkann uns þeir gefa upp öndina. Flettir hann síðan líkin klæðum og selur þau, ýmist sjálfur, eða hann lætur félaga sinn Granz, sem einnig er ákærður, koma þeim í peninga. Áheyrendur, og jafnvel dóm- arar, sem þó hafa vanist ýmsu, komast við þegar foreldrarnir bera kensl á spjarir barna sinna, og dómarinn óttast, að eitthvert for- eldranna muni í heift reyna að ráða morðingjanum bana, og lætur leita vopnaleit á sumum, en ekkert finst. Haarmann, veit að það er annað hægra en að koma af sér hlut í stórborg svo litið beri á, hvað þá heldur líki. Hann hefir áður verið slátrari, og kemur sú iðn honum nú að ógeðslegu haldi, því hann brytjar líkamina og flær holdið af beinnm og beinunum varpar hann í fljótið Lænu (Leine), sem um borgina rennur, en þar finnur lögreglan þau, og verður það til þess, að alt kemur á daginn. En holdið saxar hann og selnr til mann- eldis, og kveður það vera kálfaket, eða hann býr til úr því »svínasultu«, eða jafnvel pylsur. Bæði áheyrendur og dómarar eru höggdofa yfir því skelfilega dýrseðli, sem í morðingjanum býr, og það þeim mun fremur, sem hann er alllaglegur, og einkarsvipléttur, og hinn grallaraleg- asti við dómarana, rétt eins og ekkert væri um að vera. Meðákærði Haar- manns, Granz, játar það á sig að hafa selt, föt af hinum myrtu, en þykist ekkert hafa vitað um það, hvernig á þeim hafi staðið. Haarmann ber það þó blá- kalt fram, að Granz hafi hjálpað hon- um við sum morðin, en síðar tekur hann þó þá ákæru aftur, og kveðst hafa komið með hana af afbrýðissemi, af því að Granz væri alt af í kvennasnagi. Hinsvegar kemur GraDZ svo illa fyrir sýnir að auðséð er, að dómararnir trúa honum til alls, og svo fara leikar að kviðdómurinn dæmir Haarmann sek- an um 26 morð, og Granz um 2. En dómararnir dæma Haarmann 26 sinn- nm til danða og til æfilangs ærnmisslrs, en Granz tvisvar til dauða, og saraa æru- missis. — íslenzkum lesanda finst nú að Haarmann geti látið sér á sama standa um 25 síðustu liflátin, og æfi- langan ærumissi, hún verði hvort sem er ekki svo löng; en svona eru nú lög þar í landi, og verða nú báðir um- svifalaust líflátnir. Mál þetta hefir slegið afarmiklum ó- hug á Þjóðverja, og jafnvel alla álfuna. Telja sumir það kæruleysi lögreglunnar að kenna, að þessir hroðaglæpir hafa getað haldist uppi svona lengi. Einir foreldrar báru það fyrir dóminum, að þegar þau báðu hana að leitaað horfnum syni sínum, hefðu þau verið spurð hvort hann hefði stolið nokkru, sem þau neit- uðu, en þá kvaðst lögreelan hafa annað fyrir stafni en að leita nppi strokna stráka. Allir muna hið hryllilega Landrumál á Frakklandi, en kvað er það hjá þess- um ósköpum. Bréf til Láru. Sá sem þetta ritar skal ekkert full- yrða um það, hvernig almenningi þeim» er bækur les muni falla þetta rit. Al- staðar hpyrir maður að visu talað um bókina — f hálfum hljóðum, henni hælt fyrir andagift — í hálfum hljóð- um, og hún vítt fullum rómi fyrir klúr- einkennilegt orðaval sumstaðar. Þórbergur er skáld, — stórskáld og spekingur, honum er lagið að setja fram hugsanir — sem eru gerólíkar hugsun- um allra annara manna. Svo ólíkar eru þær annara, að ef hann væri ekki sá vitringur sem hann er, en hugsaði þó jafneinkennilega og hann gerir, myndi hann tæplega komast hjá því að vera álitinn meira eða minna sturlaður. En þó þórbergur sé spakur, og hugsi á sinn veg, eru hugsanir hans að mínum dómi ekki slíkar, að fólk myndi vilja heyra til hans, ef framsetningargáfa hans væri ekki jafnskritin eins og hugsanirnar. Það er í raun og veru stíllinn, sem menn hyllast eftir, en ekki hinar jafnaðar- mensku og guðspekislitiðu skoðanir hans sem laða. Still Þorbergs er bæði fagur og kringi- legur. Með óþrjótandi litarauð getur hann dregið upp hinar skáldlegustu myndir lýtalaust, hreina gimsteina feg- urðarinnar. En hann getur einnig með klúrum kringilyrðum og orðhnykkjum gert hina allra fegurstu hugsun óskáld- lega og einkennilega hlægilega. Lýsingar af þessu tagi skiftast, á og taka hvor við af annari þegar síst var við að bú-

x

Klukkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klukkan
https://timarit.is/publication/1794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.