Klukkan - 18.01.1925, Blaðsíða 3

Klukkan - 18.01.1925, Blaðsíða 3
KLUKKAN 3 Alfadansinn í ffárunni. f*egar brennan fór fram á Þrettánd- anum vildu til tvö slys. Púðurkerlingar og flugeldar frusu niður, og langeldarnir, sem kyntir voru, kveiktu svo greinilega í álfunum, að þeir fóru niður í Báru til að halda áfram dansinum þar. Þar logaði fyrst alvarlega upp í öllu, og nú flytur Kiukkan mynd af brunanum, og hlýtur hverjum, sem hana sér, að hitna um bjartaræturnar. ast. Hann kemur altaf flatt upp á mann, og það er allur galdurinn í stíl Þór- bergs. Það er nokkurskonar »fjandinn úr sauðaleggnum« stíll, sem lýsir sér einna bezt í setningunni: »Ég settist niður í skógarrunn og — —«. Það er eins og hann hafi feikna gaman af að vera annað augnablikið uppi á hæstu tindum skáldskapar og fegurðar fjallsins, en hitt augnablikið að velta sér í svaðinu fyrir neðan, og það er ekki laust við að manni finnist hann gera þetta alloft, af því, að hann veit að lesendum þykir gaman að því, þó ekki fari bezt á því í raun og veru. Pað sé þá oft ekki nema loddaraskapur, ekki altaf jafngeðugt daður við fýsnir lesand- ans. Oftsinnis eru þessir hnykkir afar ósmekklegir, og drepa alveg fegurð þess, sem sagt er, þó að lesandinn vitaskuld hlægi. Og klúrorður er Porbergur langt úr hófi, sennilega líka til að geðjast les- endunum. Og þó fer það einhvernveg- inn — guð veit hvernig — Þorbergi vel. En hann þarf þessa alls ekki, hnykkir hans geta notið sín ágætlega klúryrðalaust, eins og sýna má með eftirfarandi dæmi úr bréfinu til Láru: f Trékyllisvík eru túnin og taðan iðjagræn, og særinn i sífellu pylur sömu morgunbæn. En uppyfir blessuðum bænum er blikandi heiðartraf, par tölti’ eg um tunglskins nóttu með tösku og birkistaf. En handan viö heiðarásinn á hæðum við mýrarfen, býr hún Bína mín Söbæk borin Thorarensen. Pessir græskulausu og skemtilegu út- úrdúrar, sem koma fram í þessum vís- um geta klúr- og klámyrðislaust borið stíl Porbergs uppi. Öft segir hann svo eðlilega og vel hluti, sem ekkert koma málinu við, að maður dáist að snild- inni. Pegar hann segir frá stúlkunni, sem hrökkállinn skar af fótinn, bætir hann því við, að stúlkan hafi aldrei gifst, og maður veltist um að hlæja — af því það kemur málinu ekkert við og er þó hlægilegt. Það er ómögulegt að lýsa því hvað efnið er í bréfinu, það er alt héðan og handann, í fullu samræmi við stílósam- ræmi Porbergs, kemur alt flatt upp á mann. Og fer alt vel nema einn kafl- inn — kaflinn um kaþólsku kirkjuna. Ég ætla ekki að fara frekar út í hann, af því ég veit að aðrir muni gera það. En það sannar ekkert um gildi kirkj- unnar hvað margir hottentottar eða halanegrar kunna að lesa, þá væri eins gerlegt að ráða það af saltfisksprísum og dúntekju á íslandi, sem þó fráleitt mundi duga heldur. Yfirhöfuð er mér óskiljanlegt hvern skrattan Porbergur er — ef ég svo mætti segja — að gjamma um þann hlut, sem hann ekk- ert veit um. Porbergur þarf að gjallbfenna stíl sinn á afli sinnar eigin dómgfeindar, og ná honum skýrum og óklúrum úr eld- inum þá er alt gott. br. Ríkisforsetmn fjái Skt dæmdnr seknr nm landráö. Blaðamaður nokkur, Rothardt að nafni, skrifaði i sumar eð leið illkynj- aða skammagrein um forsetann og bar honum meðal annars á brýn, að hann hefði drýgt landráð með þvi 1917 — meðan ófriðurinn stóð yfir — að ger- ast forsprakki og leiðtogi hergagna- smiðju verkfalls, er þá gaus upp á Pýzkalandi, og kom herstjórninni meira en illa. Forsetinn fór í mál, en Rothardt bauðst til að færa sönnur á mál sitt. Forsetinn neitaði að áburður þessi væri réttur, en hann hefði tekið að sér tor- stöðu verkfallsins til að hafa á þvi hemilinn svo að að ekki sakaði. Dóm- stóllinn sýknar kærða um þennan á- burð með því »að sannað sé að kær- andi hafi framið landráð í refsiréttar- legum skilningi. Pví hefir verið viðborið að kærandi hafi framið verknað sinn til að koma í veg fyrir illar afleiðingar af verkfallinu. Ætti að leggja pólitískann eða sögulegan dóm á verkið, mætti taka þetta til greina, en eigi að leggja iaga- dóm á þetta skifti það engu máli.« Rothardt var því að þessu leyti sýkn- aður af kröfum forsetans, en var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða fang- elsi fyrir önnur meiðyrði um hann. Forseti áfrýjar. Málið hefir vakið oþægi- lega eftirtekt. Ríkisstjórnin þýzka og prtíssneska stjórnia lýsa transti á forsetannm. í tilefni af dóminum í Rothardtsmál- inu hafa bæði rikisstjórnin og prúss- neska stjórnin, og eru í þeim menn af öllum flokkum, farið á fund forsetans og vottað honum traust sitt og virðingu. Gengi Dana á Slésvik-Holseialandi í rénun. Við ríkisþingskosningar þær, sem fram fóru á Þýzkalandi 4. maí í fyrra, voru Dönum greidd 7.688 atkvæði, en við ný-afslaðnar þingkosningar 7. des. fengu þeir ekki nema 5,341 atkvæði. Hafa þeir því á tæpu ári mist 2,347 atkvæði, eða tæpan þriðjung atkvæða frá í vor er leið. Skýtur þetta nokkuð skökku við gaupi þjóðernissinna í Danmörku, um hvað þeir standi föstum fótum sunnan landamæranna. Pess væri óskandi, að þeir ynnu ekki Danmörku tjón með flani sinu. Odýr togarakaup. Nýskeð strandaði þýzkur togari fram undan Hjörsey á Mýrum. Var hann seldur fyrir 2650 kr., og keypti Guð- brandur bóndi á Hrafnkelsstöðum hann. Petta má kalla billegan togara saman- borið við togarana, sem kostuðu 500,000 krónur, og þaðan af meira, hér á árun- um, en væntanlega verður þyngri þrautin að ná honum út. Gott að Klukkan á ekki að gjöra það (Mb.).

x

Klukkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klukkan
https://timarit.is/publication/1794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.