Klukkan - 01.02.1925, Blaðsíða 2

Klukkan - 01.02.1925, Blaðsíða 2
2 KLUKKAN veldið San Domingo lætur sér sæma, og sér hver heilvitamaður hver árekstur getur orðið úr því, ef til einhverra stefja kemur. Er úr nógu að moða þar sem eru 100,000 íslendingar. Og sízt bætir það úr skák, að sanii maður er ráðunautur Dana í íslenzkum utanríkismálum. Darf ekki að fjölyrða um þetta. það er skamt frá að segja, að sé ekki að ræða um fjárhagslegan hagsmuni dags- ins í dag i viðskiftum við erlendar þjóðir (kjöttollsmálið, spánarsamning- urinn), er sjóndeilðarhringur íslendinga í utan- ríkismálum iandssteinarnir. Dað er ekki sagt til að álasa stjórn vorri, því fólkið vill hafa það svona, og þessvegna engin ástæða fyrir hana að þjóta upp til handa og fóta, en það er samt satt, að íslondingar misskilja og vanræka ut- anríkismál sín. Fyrir almenningi má afsaka það með því, að öldum saman hefir hann ekki þurft um þau að hugsa, en öðrum dug- ar sú viðbára ekki. Eitt aðalstarf í utanríkisþágu lands er eítirlit með því, að erlendar þjóðir ekkert aðhafist, er ínllveidi land ins sé háskalegt, og hindrun slíkra athafna. Er slíkt þeim mun nauðsynlegra, sem ríkin eru pastursminni og hafa engar hervarnir. RíðvH1 einmitt íslandi, fámennu og vopnlausu, sérstaklega á því, að hafa á sér allan vara. Betra er að gruna alla að ósekju en ilt hljótirt af andvaraleysi. Er vér lítum í kringum oss, sjáum vér þegar að ekki kemur til mála að öpnur ríki gætu litið ísland girndarauga en Danmörk, Bretland og Noregur. Við Danmörku höfum vér fyrir skemstu skipað málum vorum í bróðerni, og vit- um að sjálfstæði voru er þaðan engin hætta búin. Bretland lék oss hart á meðan ófriðnum stóð, en ekki ver en aðra, og hátterni þess þá bendir eindregið til þess, að þaðan stafi engin hætta í biii. En sama verður ekki sagt um Noreg. Alt virðist benda til þess, að framtíðarhugsján Noregs er að sam- eiua 511 hin fornu norsku skattlönd aftur undir Noregs krúnu. Þessar hugsjónir eru sannarlega skiljan- legar. Noregur, gamalt ríki, heflr á rúmum 100 árum varpað af sér alda- oki, kastað ellibelgnum, og lifir nú í blóma nýrrar æsku annað vor. Sá er í ánauð hefir lifað vill, er hann losnar teygja sig upp í sömu hæðir og hann var áður i. Það er von, en ekki altaf hægt, og ekki alt af viturlegt. Þegar Norðmenn urðu alfrjálsir 1905, fór fyrir þeim, eins og oss 1918, kyngikraftur frelsisins magnaði þá, og hrokinn fylgdi, þeir vildu þurka út ánauðarárin, og standa þar sem þeir stóðu, er þeir mistu frelsið, en gleymdu um leið, að alt í kringum þá hafði breyzt. Manni stekkur bros er þeir vilja knýja fram aftur liðna stund með því, að kalla Kristjaníu Óslo sem forðum, en manni verður líka að óttast áhugann, eldmóðinn og hatrið, sem það lýsir. Vér höfum Norðmenn austur af oss í Noregi, þeir eru búnir að ná undir sig Svalbarða norður af íslandi, og viljan á Jan Mayen. Þeir eru fyrir ístöðuleysi Dana búnir að fóta sig á Grænlandi, vestur af oss. Vér erum því umkrÍDgdir af Norvegi á þrjá vegu og nái Norðmenn Færeyjnm, þá er ísland orðið klessa inni í miðjn norska ríkinn. Ef Norðmenn þá ekki freistuðust til að slægjast eftir fsiandi, mætti kalla það meira enn menska stillingu. Og fslend- ingar verða að hindra, að þeir leiðist í þá freistni. Úr því Færeyingar kunna ekki við handatiltektir Dana á eyjunum, þá er vonlegt að þeir seilist þangað, sem betrí kjör eru boðin, til Noregs, en ísland getur ekki unað þvi að Fær- eyjar gangi Norðmönnum á hönd. Lendi Færeyjar í samhandi við Noreg, er sjálfstæði fslands hætta búin. Viðureign Dana og Færeyinga er danskt innanríkismálefni, og er oss því óviðkomandi, en að svo miklu leyti, sem það getur haft áhrif á sjálfstæðis- mál vor, verða íslendingar að láta það til sín taka. Það verður að ganga milli bols og höfuðs á hugsanlegum óskum Noregs um að reisa hið forna norska ríkjasamband, og það er aðeins hægt með því móti \. - að Danir verði við kröfnm Færeyinga, þær eru sanngjarnar. Þeir vilja að mál þeirra sé notað á eyjunum. Hvað er sjálfsagðara? Heimta Danir ekki — með réttu — sama til handa Dönum í Slésvík-Hotsetalandi. Eyjarskeggjar vilja ráða yfir fjármunum sinum. Hvað er eðlilegra? Það er Dönnm útlátalanst að láta Færeyinga ná rétti sínnm. Þeir styrkja með því rikisheildina, og oss er bráðnauðsynlegt að hún styrkist. Annars veit enginn hvað á dynur. Stórnorskir framtíðardranmar ríða í bág við hagsmnoi íslands. fsland verður að taka Jan Mayen til handargagns. Einhver kann að segja — eyðisker. Sama sagði hinn blessaði Ólafur konungur er hann ætlaði að fleka af íslendingum Grímsey — en eitthvað viidi hann með hana. Þetta eru alt mál, sem þjóð, stjórn og þing eiga að vinna að með einni hönd. Það er öllum hneysulaust. fslendingar hafa orðið, vegna kjötsins, að veita norskum fiskimönnum ýms sérréttindi hér. Það er ílt að þess þurfti, en óumflýjanlegt. En það þarf að kippa að sér hendinni eins fljótt og hægt er, til þess þarf landið að fá kælirúmsskip. Ekkert sem hér er sagt, er sagt til þess að álasa Norðmönnum — fram- girni er dygð og vér skiljum þá. En varfærni er líka dygð, og skyldi maður ætla að þeir skyldu þá oss. Þetta er sagt til að sjáist, að íslend- ingar finna hvað Norðmönnum gæti búið í brjósti, og eins til að segja það upphátt, eins og reyndar Árni bóka- vörður Pálsson hefir sagt í ágætri grein í Skirni, að íslendingar og Norðmenn ern frændnr og vinir sé alt nndirhyggjalanst nm sjálfstæði vort af þeirra hendi, en annars vilja íslendingar hvorki sjá þá né heyra, jafnvel þó þeir komi hlngað syngjandi. Ekki 19 miijónir heldur 69 miljónir. Pósfmálaráðherrann bendlaður við það. Þegar kannað var betur, kom það í Ijós, að voldugt verzlunarhús Barmatt og synir — hollenzkt að uppruna — var flækt við málið. Höfðu þeir komist til Þýzkalands eftir ófriðinn, þrátt fyrir fullskýrar viðvaranir, og tekist að koma sér svo innundir, að þeir gátu fengið allar undanþágur frá inn- og útflutn- ingshöftum, og að þeir jafnvel gengu með meðmælabréf frá skrifstofu rikis- forsetans uppá vasann, sem þó hafði verið gefið að honum fornspurðum. Er nú fúlgan hækkuð úr 19 miljónum uppí 69, og hefir Barmatt fengið póstmála- ráðherrann Hoefle, til að lána sér 14l/» miljón gullmarka úr póstmálasjóði trygg- ingarlaust. Minnir þetta ekki alllitið á það, þegar I. C. Christensen forðum léði Albörti um 2 miljónir króna, gegn þeirri tryggingu, sem vera kynni í kvitt- un hans. Hoefle hefir nú orðið að fara úr ráðherrasæti og segja af sér þing- mensku við lítinn orðstir. En Þjóðverj- ar standa höggdofa, og vita ekkert hvern- ig á þá stendur veðrið. Öðruvísi þeim áður brá. Saiir yíö sig eru Frakkar, þegar Þjóðverjar eiga í hlut. Það er ekki til svo smásálarleg hrelling, að Frakka láti sér ekki sæma að beita henni. Um daginn var þjóðverji nokkur dæmdur í sex mánaða fangelsi, fyrir að hafa sagt það á veitingastað, að »sér leiddist frakknesk tunga«. Fyrir skömmu neitaði ungur maður að skrifa ( undir frakkneska réttargerð af þvi, að hann skyldi ekki frönsku, og var honum taf- arlaust stefnt fyrir herrétt, fyrir að hafa »smánað frakkneska tungu«. Sér er nú hver hamsleysis fólskan.

x

Klukkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klukkan
https://timarit.is/publication/1794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.