Klukkan - 01.02.1925, Blaðsíða 3

Klukkan - 01.02.1925, Blaðsíða 3
KLUKKAN 3 Þjóðminjasafníð. (Niðurl.) Svo eru þeir fáu þjóðlegu forngripir, sem enn eru hér til, manna á meðal, eyðileggingunni undirorpnir, þar til þeir hafa verið fluttir á Pjóðminjasafnið. Gamla fólkið heldur í þá hluti, sem það á frá æskuárum sínum. Það hefir tekið ástfóstri við muni þessa, vegna endur- minninganna, sem við þá eru tengdar. En þegar hinna eldri missir við, ganga eignir þeirra til eftirkomendanna, sem oftast meta þessháttar »gamalt rusl« lítils. Fornminjunum er kastað í eitthvert ruslaskot og þar látnar fúna niður og eðileggjast. Það er því áríðandi að klófesta gripi þessa meðan þeir eru til, því seinna verður ekki hægt að komast yfir þá hvað sem í boði er. Svo þarf að ná í ýmislegt, sem enn er notað, en er við það að leggjast niður. T. d. islenzka sjóróðrarbáta með öllu tilheyrandi, skinnfatnað, heima- unnin klæðnað, ýms verkfæri bæði til landbúnaðar og sjávarútvegs o. fl. o. fl. Það, sem fyrst og fremst ríður á, er að ná í munina og geyma þá eins og ann- að fleira, þar til við höfum efni á að byggja sæmilegt hús yfir safnið. Það, sem safnið á nú, er meir en nóg til að fylla stærra hús en Safnahúsið er, en þó hefir það ekki nema eina hæð hússins, og það er hin lélegasta. Eins og er, þá getur Pjóðminjasafninu einnig stafað hætta af eldsvoða, því efsta hæð Safna- hússins er úr tré. Ef t. d. kæmí upp eldur i húsunum hinumegin Hverfis- götunnar, andspænis Safnahúsinu, gæti auðveldlega kviknað í þaki þess, og efsta hæðin, með Þjóðminjasafninu, brunnið. Er það óhugsandi, að það borgaði sig að leggja fram nokkrum krónum meira, til viðhalds þjóðlegum fræðum? Eða ætli síðari kynslóðirnar myndu á- fellast vorra tíma menn fyrir slika eyðslu- semi? Ekki er þetta þó sú upphæð, er nemi mjög miklu á reikningum ríkisins. Svo væri æskilegt að Þjóðminjasafnið tæki til umráða, þær fáu gamlar bygg- ingar, sem enn eru til út um land. T. d. Víðimýrarkirkju, Síðumúlakirkju o. fl. Sem sakir standa, er ekki hægt að búast við, að bygt verði sérstakt hús fyrir Þjóðminjasafn vort. Til þess mun skorta fé, en það ætti ekki að vera til of mikils mælst, að nægilegt fé sé lagt fram til brýnustu nauðsynja þess, til forngripakaupa o. þ. h. Það munar ríkið sáralitlu, og ætti að mega spara það, sem því munar á einhverjum stærri útgjaldaliðum. Enginn efi er á því að ýmislegt hefir verið láta ganga fyrir, er minni þýðingu hefir íyrir framtíð vora. Þó það eigi langt í land, að þetta mál verði svo til lykta leitt, sem æski- legt væri, þá er ekki of snemt að (byrja að) hugsa um það, hvernig best færi á, að Þjóðminjasafninu yrði fyrir komið. En þar er margt og mikið að athuga. Fyrst þarf að byggja hús, er sé safn- inu samboðið, þar sem hægt er að koma gripunum vel og skipulega fyrir, flokka þá niður eftir tegundum og tíma. Bún- ingana ætti að setja á vaxlíkneskjur, eins og tíðkast í samskonar söfnum er- lendis, stilla svo líkneskjunum upp og sýna með því þætti úr daglega lífinu frá þeim tíma er búningarnir eru. Petta yrði eins og nokkurskonar leikhús-»sen- ur« (Panorama). Svo þyrfti að byggja gamaldags íslenzkan sveitabæ, af betra tæi, og torfkirkju og nota til þess, sem mest, gamlar þyljur og innviði úr sams- konar húsum. Stilla þar upp líkneskj- um er sýndu fólkið við vinnu sfna (fs- lenzkt heimilislíf til sveita), en kirkjuna Alt Heidelberg. Skáldsaga eftir Meyer-Förster. Fyrsti kapituli. Lögbirtingablaðið, sem kemur, út i Karlburg á hverjum laugardegi — örlítill snepill í fjögrablaðabroti, prentaður á einkennilegan, forneskjulegan pappír, — flutti 18. Apríl eftirferandi frétt: »Hinn tígni ríkisarfi hefur í viðurvist hins tfgna fursta, hins göfuga forsætis- ráðherra von Brandenberg og hins göf- uga leyndarstjórnarráðs Baer lokið stú- dentsprófi. Var hann Víða, og nákvæm- lega prófaður af þeim skólaráði Dr. Finke, latinuskólastjóra prófessor Schnei- dewind og öllum kennurum ins fursta- leg Franz-Georglærðaskóla, og hlaut hann í grisku, latínu, þýsku, frönsku og ensku einkunina I, í stærðfræði og náttúru- fræði II a (vel), og í trúarbrögðum, sögu og landafræði I.-II. (dável), en f aðal- einkun I. sem er: summa cum laude. Hinn 1. Maí fer hinn tígni erfðaprins til Heidelberg, óg ætlar hann að dvelja þar árstima við háskólanám. Furstinn hefur kveðið svo á, að herra Dr. phil. Júttner, sem um undanfarin átta ár hef- ur verið kennari hins tígna erfðaprins, skulí fylgja honum þangað. Hinn tigni fursti hefur í tilefni af hinu ágæta grófi hins tígna erfðaprins sæmt herr Dr. phil. Juttner stjórnarráðsnafnbót.« Dagin fyrir burtförina, 30. Apríl, var hinu nýja stjórnarráði skipað að koma til viðtals við hinn tígna fursta. Furst- inn sat hálfmáttfarinn við stórt skrif- borð, andlitið var gremjulegt og gamalt fyrir ár fram, og gegnt honum sat erfða- prinsinn á litlum stól. »Pér kannist við skoðanir mínar, herra stjórnarráð; ég ætlast til þess að hið vísindalega nám frænda mins verði rek- ið með sömu alvöru eins og hingað til. Að námsárinu loknu mun prinsinn verða liðsforingi hjá lifvarðarriddurun- um í Potsdam, en þangað til vil ég að erfðaprinsinn reki námið af fullri festu og kappi. Hinum tigna prins ber að skilja, að háskólanámsárið eigi að vera helgað vísindaiðkunum, en ekki skemtun- um. Innan um jafningja sina og félaga í hermannstélt í Potsdam mun prinsin- • um gefast hæfilegl færi á kynnast frelsi lifsins. En þangað til óska ég að námi hans og líferni verði háttað jafn reglu- bundið og hingað til, Hafið þér skilið mig?« Doktorin ditli hneigði sig svo djúpt, að orðan hans, saksakrossin, dinglaði lóðrétt niður af brjóstinu á honum. Þá hneigði hann sig í annað sinn — samtalinu var lokið. Hann gekk um löng og dimm göng inn í hægri arm hallarinnar. t*ar bjó hann í tveim herbergjum við hliðina á prinsinum. Þúngur moldarþefur grúfði, eins og títt er í gömlum höllum yfir hinum drúngalegu göngum, og Apríl- sólin, sem við og við ljómaði fram á milli þjótandi regnskýja, gat aðeins varpað daufum og mjóum geislum gegnum hina lágu bogaglugga. Þjónarn- ir liðu eins og þögulir skuggar um göngin eftir eldgömlum gólfdúkum, en aðeins þegar þeir skutust fyrir gluggana, glitti andartak á gull og roða á flikum þeirra. Turnmegin dimdi en meir á göngun- um, grjótveggirnir urðu en þykkri, gluggarnir litlir eins og vígskörð og

x

Klukkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klukkan
https://timarit.is/publication/1794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.