Kaupsýslutíðindi


Kaupsýslutíðindi - 12.12.1939, Page 1

Kaupsýslutíðindi - 12.12.1939, Page 1
Vikurvinnsla. Á síðastliðnu sumri óx vikurvinnsla mikið hér á iandi. Má óhikað telja, eftir þeim árangri, sem fengizt hefir í sumar, að hér sé um atvinnuveg að ræða, sem mikla þýð- ingu getur haft fyrir íslenzkan þjóðarbú- skap á ókomnum árum. Vikur hefir verið notaður viða í Evrópu, einkum í Þýzkaiandi, sem einangrunarefni til húsa í um 60—70 ár. Þaðan hefir og verið flutt út afar mikið af vikri til Noregs, Sví- þjóðar og Bretlands síðustu tvo áratugina. Þykir reynslan liafa sýnt í þessum lönd- um, að vikur er hið ágætasta einangrunar- efni. —• Iðnaður úr vikurdufti hefir einnig verið rekinn í stórum stíl i fjöldamörg ár á eidfjallaeyjunni Líparí i Miðjarðarhafi. Hér á landi munu vera næstum ótakmark- aðar birgðir vikurs. Hefir vikurinn sum- staðar legið í víðáttumiklum breiðum í hundruð og jafnvel þúsundir ára. Þó hefir timans tönn tæpast markað fyrir á hinum haldgóðu vikursteinum, á sama tima sem hún, með aðstoð frosts og vatns, hefir molað í smáagnir harða berghamra. En þekking á því að notfæra sér hér á landi þetta ágæta byggingarefni varð þó ekki fyrr en um 1925, er menn fóru að gefa þessu meiri gaum. Lét þá Sveinbjörn Jónsson, byggingarmeistari á Akureyri, steypa nokkrar hellur úr vikri, sem tekin var við árósa Jökulsár í Axarfirði og lét rannsaka einangrunargildi þeirra. Um líkt leyti gerði Jón Loftsson kaupmaður í Reykja- vík tilraunir með sölu erlendis á vikri und- an Öræfajökli, en j>ar liggja, eins og kunn- ugt er, stórar vikurbreiður, ekki all-langt frá sjó. En vandkvæði reyndust á þvi, að koma vikrinum nægilega ódýrt á liina erlendu markaði. Menn fóru svo smátt og smátt að nota vikur til einangrunar á útveggi steinhúsa hér á landi. Flutti Pipugerðin h. f., h. f. Steinsteypan, Jens Eyjólfsson, og að líkind- um fleiri, vikur austan úr Þjórsárdal og undan Heklu til Reykjavikur og steyptu vikurhellur. Þetta var þó ekki í stórum stíl, sem mun meðfram vera af því, að vik- urinn var nokkuð dýr, samanborið við ann-

x

Kaupsýslutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kaupsýslutíðindi
https://timarit.is/publication/1798

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.