Kaupsýslutíðindi - 12.12.1939, Blaðsíða 2
að einangruarefni, svo sem korkplötur og
timbur „forskjalling“, þar sem flytja þurfti
hann svo langa leið i bílum.
Úr því fóru menn aftur fyrir alvöru að
hugsa um að gera vikurinn að útflutnings-
vöru. Fóru þá erlend firmu að sýna meiri
áhuga fyrir því að fá vikur héðan. Segir
Jón Loftsson, að fyrirspurnir hafi komið
frá þeim erlendu firmum, sem áður fengu
sýnishorn, um kaup á miklu vikurmagni, og
fór hann þá að rannsaka möguleika þá,
sem hér voru fyrir þvi að flytja vikur út.
Samtímis gerði Sveinbjörn Jónsson, bygg-
ingarmeistari áætlun um að flytja vikur frá
Dyngjufjöllum niður Jökulsá og skipa hon-
um út í Buðlungahöfn.
Um þessar mundir mun Jón Loftsson hafa
fundið vikurnámur á Snæfellsnesi, og vegna
hagkvæmari aðstöðu þar, var horfið frá
fyrirhuguðum framkvæmdum í Axarfirði, en
undirbúningur hafinn þarna á vikurnánvi
af sameignarfélagi, sem síðar var breytt í
Vikurfélagið h.f. Hefir það nú alla vikur-
vinnsluna með höndum undir forystu Jóns
Loftssonar.
Á síðastliðnu sumri var vikurnámið rekið
af miklu kappi, en það mun vera fyrsta
sumarið, sem vikurvinnsla hefir verið rekin
með sæmilegum árangri hér á landi. Vikur-
inn er fluttur til Arnarstapahafnar með vatns-
krafti, þannig að vatn, sem rennur frá Snæ-
fellsjökti yfir sumarmánuðina, er látið flytja
vikurinn til hafnarinnar eftir gömtum lækj-
arfarvegi og að nokkru leyti eftir trérenn-
um. Þar tekur vélarhús við þeim vikri, sem
með vatninu berst, og malar hann í 0—12
mm. stór korn. Þaðan er vikursandurinn
flutlur sjóleiðis og fer útskipunin þannig
fram, að vikurinn er látinn renna með vatni
i gegnum gúmmíslöngur, sem liggja um borð
í flutningaskipin.
Hér í Reykjavík hefir Vikurfélagið reist
verksmiðjuhús við Lágholtveg. Eru þar
steyptar og þurrkaðar einangrunarhellur úr
416
þeim vikursandi, sem ekki er fluttur óunn-
inn út úr Íandinu. Mun ársframleiðsla verk-
smiðjunnar núna nema um 10.000 m2 samtals
af 5, 7 og 10 cm. þykkum vikurhellum, sem
bæði eru notaðar til bygginga hér í Reykja-
vík og úti um land. Um 15 manns hafa að
jafnaði unnið' við vikurvinnsluna á þessu
ári.
Enn sem komið er hefir tiitölulega litið
verið flutt út af vikri. Þrír skipsfarmar hafa
verið sendir til Norðurlanda og líkað ágæt-
lega. Er álitið að um verulegan útflutning
verði að ræða á venjulegum tímum.
Vikuriðnaður er hér enn fábreyttur. Nokk-
uð er þó notað .af vikurdufti við cromhúð-
un, í þvottaefni o. fl., en sökum þess, að
vélar þær, sem vinna vikurduft eru mjög
dýrar, hefir ekki enn orðið úr framkvæmd-
um í þessu efni.
Mjög athyglisverðar eru þær tilraunir, sem
gerðar hafa verið hér á landi með vikur til
bygginga. T. d. var að tilhlutun Jóns Lofts-
sonar byggt eitt stórt einnar hæðar íbúðar-
hús, við Arnarstapa á Snæfellsnesi, úr vik-
urheltum því nær eingöngu. Eru útveggirnir
hlaðnir tvöfaldir, þannig, að hellurnar i ytra
borði veggjarins eru límdar við hetlurnar í
innra borði hans með þunnu steypulagi.
Hellunum er þannig komið fyrir, að láréttu
og lóðréttu samskeytin i ytra borði veggj-
arins standast hvergi á við samskeytin á
innra borðinu og verða veggirnir með
þessu móti bæði sterkari og hlýrri en
ella. Hefir Jóni Loftssyni verið veitt einka-
leyfi (patent) á þessari byggingaraðferð.
Kristján Guðmundsson forstjóri Pípugerð-
arinnar hefír einnig byggt einnar hæðar íbúð-
arhús úr vikursteini (holsteini). Hafa þessi
hús reynzt lilý og að ýmsu leyti fullt eins
vel og steinsteypuhús.
Af þessari reynslu má ætla að vikur éigi
mikla framtíð fyrir sér sem byggingarefni.
Samkvæmt tilraunum, sem Vikurfélagið h.f.
lét gera hjá rannsóknarstofu sænska ríkis-
Kaupsýslutíðindi