Kaupsýslutíðindi - 12.12.1939, Side 4
Yfirlit.
Vísitölur 1. nóv. Vísitala matvöru hefir
hækkað úr 196 í byrjun október upp í
219 í nóvember eða um 12%. 1. nóvember
í fyrra var hún 190 og er því nú 29 stigum
eða 15% hærri en þá. Sýna smásöluverð-
skýrslur Hagstofunnaj' að allir matvöru-
flokkar, nema fiskur, hafa hækkað frá 1.
október. Mest hefir sykur hækkað, um 74%
og brauð um 33%. — Eldsneytis- og Ijós-
metisflokkurinn hefir einnig hækkað í októ-
ber. Er hann nú 225 stig og er það 13%
hækkun frá þvi sem var 1. október, en 39
stiga hækkun frá því í fyrra um sama
leyti. — Aðrir liöir vísitölureiknings Hag-
stofunnar eru ekki birtir í nóvemberhefti
Hagtíðinda, en ef þeir eru teknir óbreyttir
frá þvi í október hækkar aðalvísitalan úr
271 í októberbyrjun í 283 í nóvember-
byrjun, eða um 4%%. Væri hún þá 8%
hærri en á sama leyti í fyrra, en þá var
hún 262.
Verzlunarjöfnuðurinn var 1. desember
orðinn hagstæður um 7,1 milj. kr. Hefir út-
flutningurinn í nóvember numið samkv.
bráðabirgðaskýrslum Hagstofunnar, 10.5
miljónum króna, en innflutningurinn 5.7
milj. kr. Alls hefir verið flutt út þá 11
mánuði ársins, sem liðnir eru að fullu,
fyrir um 63 mitj kr., en innflutt fyrir 55.9
milj. í fyrra nam útflutningurinn á sama
tíma 51.9 milj. kr. og innflutningurinn i5.8
milj. —
Reikningur Reykjavíkurbæjar fyrir árið
1938 er nýlega kominn út. Heildargjöldin á
rekstursreikningi eru 7.087 þús. kr. eða kr.
617.4 hærri en árið 1937. — Reksturshalli
á árinu varð 231.2 þús. kr.
Valdimar Hansen, framkvæmdastjóri, varð
fimmtugur 8. desember. Hann á og á þessu
ári þrjátíu ára starfsafmæli hjá Hinu ís-
lenzka steinolíuhlutafélagi. Hefir hann unn-
ið hjá því, fyrst sem bókari og síðar sem
framkvæmdastjóri í þau þrjátíu ár, sem
hann hefir dvalið hér á landi. Hansen hefir
aflað sér mikilla vinsælda hér í bæ.
Lárus Jóhannesson
hæstaréttarmálaflutningsmaður
Suðurgötu 4 Símar {3294
Málflutningur.
Samningsgerðir. — Innheimta.
iasteigna- & Verðbréfasalan
Suðurgötu 4 Sími}
Kaup og sala fasteigna
og allskonar verðbréfa.
Ólafur Gíslason & Co. H. f.
Reykjavik
Umboðssala — Heildsala I
Sími 1370 (tvœr linur). - Simnefni Net. I
Kartöfluuppskeran hefir verið ákaflega
góð í sumar. í fyrra var heildapkartöflu-
uppskeran 63 þús. tunnur, en samkvæmt
þeim skýrslum, sem Búnaðarfélag íslands
hefir fengið af kartöfluuppskerunni í haust,
má ætla að hún hafi orðið í kringum 120
þús. lunnu’r. Er það meir en tvöfalt upp-
skerumagn miðað við meðaluppskeru sið-
ustu 10 ár. og á stríðsárunum vai" kart-
öfluuppskeran aðeins 20.800 tiinnur að með-
altali á ári.
418
Kaupsýslutíðindi