Kaupsýslutíðindi - 24.04.1940, Side 3
Oullverð íslenzkrar krónu.
Ritstjóri Kaupsýslutíðinda hei'ir beðið mig
að skýra það lítillega, hvernig gullverð ís-
lenzkrar krónu sé reiknað út, en það er nú
sem kunnugt er 33,90%.
Standi einhver mynteining í ákveðnu
verðhlutfalli við gull og sé þessu verðhlut-
falli haldið raunverulegu, er myntin gull-
mynt (t.d. gullkr.), en standi mynteiningin
ekki i neinu ákveðnu, raunverulegu verð-
hlutfalli við gull eða annan góðmálm, er
hún pappírsmynt (pappirskróna).
f Landsbankalögunum frá 15. april 1928
eru ákvœði um ákveðið verðhlutfall milli
gulls og íslenzkrar krónu, þannig að i 1
kilói af skíru gulli séu 2480 krónur, og er
þetta sama verðhlutfallið og lögum sam-
kvæmt ér milli gulls og hinna Norðurlanda-
myntanna. En þetta verðhiutfall var þá og
er enn ekki raunverulegt, þ. e. a. s. 1 kg.
af gulli er raunverulega meira virði (dýr-
ara) en 2480 kr., enda var skotið aftan við
lögin bráðabirgðaákvæðum, sem ieystu bank-
ann frá þeirri skyldu að innleysa seðla sína
samkvæmt þessu verðhlutfalli. En þegar
fyrsti seðlabankinn á íslandi, eða íslands-
banki, var stofnaður 1903 og innleidd ís-
lenzk gullmynt hér á landi, var þetta sama
verðhlutfall ákveðið milli gulls og myntein-
ingarinnar, krónunnar, og var þetta verðhlut
fall þá raunverulegt, þar eð íslandsbanka
bar skylda til að innleysa seðla sína i gulli,
ef þess var krafizt, og gerði það. En þetla
var sama verðhlutfallið, sem ákveðið hafði
verið milli danskrar krónu og gulls með
dönsku seðlabankalögunum frá 1875, en þau
lög giltu einnig hér á landi.
Á heimsstyrjaldarárunum og þar á eftir
komst mikil ringulreið á peningamál öll og
verðgildi peninga, bæði hér og annars stað-
ar. Féll verðgildi peninganna, þ. e. a. s.
kaupmáttur þeirra varð minni en hann
hafði áður verið, þar eð vöruverð steig, og
hið lögákveðna verðhlutfall milli gull* og
peninganna varð óraunverulegt, enda hafði
bankinn verið leystur frá þeirri skyldu
sinni að innleysa seðla sína. Verðhlutfall-
inu var samt haldið á pappírnum og er
haldið enn, þótt raunverulegt verðmæti
krónunnar, þ. e. a. s. kaupmáttur hennar
á vörum, hafi breytzt, ýmist aukizt eða
minnkað.
Meðan ofangreint verðhlutfall milli krón-
unnar og gulls var raunverulegt, þ.e.a.s. með-
an krónan var i fullu gullgildi (var gull-
króna) ákvaðst hlutfall hennar við aðrar
myntir eða gengi erlends gjaldeyris eðli-
lega eftir hlutfallinu á milli gullmagnsins
í myntunum. í einum dollar var t. d. 3,7315
sinnum meira gull en í einni krónu, jafn-
gengi dollars og krónu því 3,7315 og gengi
dollars, mælt í íslenzkum krónum, því jafn-
an kringum 3,73 kr. Þegar nú horfið hafði
verið frá gullinnlausn seðlanna, vöruverð
allt steig, og verðgildi krónunnar þannig
rýrnaði, hlaut auðvitað gengi erlends gjald-
eyris, t. d. dollara, að stíga. Verðrýrnun
krónunnar gagnvart gulli mátti því mæla
með því að reikna út, hversu mikið gengi
einhverrar erlendrar gullmyntar hefði stigið
miðað við jafngengið. Ef t. d. gengi dollars
hefði tvöfaldast frá því krónan var i fullu
gullgildi, en gullgildi dollars enn hið sama,
þýddi það, að krónan væri fallin um helm-
ing eða ofan í 50% af sinu fyrra gullgildi.
Gilti auðvitað einu, hvaða erlend gullmynt
yrði lögð til grundvallar slíkum útreikn-
ingi.
En nú er útreikningurinn orðinn talsvert
flóknari, þvi að gullmyntirnar, sem áður
var miðað við, eru nú ýmist alls ekki
gullmyntir lengur, heldur hafa verið leyst-
ar frá sínu fyrra ákveðna verðhlutfalli við
gullið, svo sem pundið og frankinn, eða
gamla verðhlutfallið hefir verið afnumið
og annað nýtt ákveðið í staðinn, svo sem
átti sér stað með dollarann. Fram til 19/4.
KAUPSÝSLUTÍÐINUI
107