Kaupsýslutíðindi


Kaupsýslutíðindi - 24.04.1940, Blaðsíða 4

Kaupsýslutíðindi - 24.04.1940, Blaðsíða 4
193S voru 20,67 dollarár i einni únsu gulls, en þó var þetta hlutfall afnumið, og dQll- arinn látinn falla í verði miðað við gull þar til 31/1. 1934, að nýtt hlutfall var á- kveðið, og voru nú 35 dollarar í einni únsu af gulli. Dollarinn hafði m. ö. o, verið felld- ur ofan í 59,06% af sinu fyrra gullgildi. Gengi dollarsins í öðrum myntum féll auðvitað sem þessu svaraði. Ef gengi dollarsins i íslenzkum krónum á því að notast til þess að reikna út, hvert sé gullgildi íslenzkrar krónu eða m. ö. o. hversu mikið íslenzka krónan hafi fallið í verði miðað við gull, siðan hún var i fullu gullgildi, þarf að sjálfsögðu að taka tillit til þess, að sjálfur dollarinn, sem miðað er við, hefir verið felldur í verði miðað við gull, eða ofan i 59,06%. Að reikna út gullgengi krónunnar er að finna, hversu margar gullkrónur jafngildi 100 pappírskrónum, en gullkróna er sú króna, sem jafngildir 1:2480 kg. af skíru gulli, eða m. ö. o. stendur í hinu lögákveðna verðhlutfalli við gull. Gullgildi krónunnar má þvi reikna út með því að miða við gengi einhverrar gullmyntar, t. d. dollars, en taka tillit til þess, að gullinnihald doll- arsins hefir breytzt, síðan hlutfallið: 1 doll- ar = 3,7315 gullkrónur var raunverulegt. Er þá einfaldast að setja dæmið upp í keðjureglu, og yrði hún þannig, ef miðað er við meðalgengi dollars hér (meðaltal kaup- og sölugengis) kr. 6,50: x gullkrónur = 100 pappírskrónur, ef 6,50 pappirskr. = 1 $ eftir 31/1. ’34, en 35 $ e. 31/1. ’34 = 20,67 $ f. 19/4. ’33 og 1 $ f. 19/4. '33 = 3,7315 gullkrónur. 100 x 1 X 20,67 x 3,7315 100 pappírskrónur jafngilda þannig 33,90 gullkrónum, þ. e. a. s. gullgildi pappírs- krónu er 33,90%. Gullgildi krónunnar táknar þannig, hversu mikið verðmæti hennar hefir breytzt gagn- vart gulli frá því að hlutfallið: 1 kg. af gulli = 2480 kr. var raunverulegt. En það ber að taka skýrt fram, að þótt verðgildi krónunnar gagnvart gulli hafi rýrnað svo og svo mikið, er þar með engan veginn sagt, að almennt verðgildi hennar, þ. e. a. s. gagnvart vörum, og þar með kaupmáttur hennar, hafi rýrnað að sama skapi. Þegar pundið var leyst úr tengslum við gullið og fellt um 40% gagnvart gullinu 1931, var íslenzka krónan látin fylgja pundinu, og féll þannig gullverð hennar að sama skapi. Vöruverð steig hér hinsvegar ekk- ert, þrátt fyrir þessa verðfellingu krónunn- ar gagnvart gullinu. Kaupmáttur krónunnar féll m. ö. o. ekkert og almennt verðgildi hennar hélzt óbreytt, þótt gullgildi hennar lækkaði stórum. Við gengislækkunina á síðastliðnu ári lækkaði gullgildi krónunn- ar auðvitað sem gengislækkuninni nam, en vöruverð hækkaði hinsvegar ekki að sama skapi, svo að þrátt fyrir lækkun gullgildis krónunnar lækkaði almennt verðgildi henn- ar litið. Eftir að stríðið skall á, hefir vöru- verð hinsvegar' stigið mjög, kaupmáttur krónunnar því minnkað allmikið og verð- gildi hennar rýrnað, þótt gullgildi hennar hafi verið óbreytt síðan í september síðast- iiðnum, að farið var að miða krónuna við dollarinn, sem er gullmynt, en ekki pundið, svo sem áður hafði verið. Hátt eða lágt gullgildi krónunnar gefur þannig eiginlega ekkert til kynna um al- mennt verðgildi hennar, sem fer eftir kaup- mætti hennar á vörum, heldur aðeins, hversu mikið verðmæti hennar hefir breytzt gagnvart einni vöru, gullinu, siðaa 2480 kr. jafngiltu 1 kílói af skiru gulli. G. Þ. G. -Klæðist Gefjnnarfotnm - 108 KA UPSÝSLUTÍÐINDI

x

Kaupsýslutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kaupsýslutíðindi
https://timarit.is/publication/1798

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.