Kaupsýslutíðindi - 19.09.1941, Blaðsíða 1
KAUPSYSLUTIÐINDI
Ritstjóri og útgefandi: Geir Gunnarsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 4. Sími 4306. Blaðið
kernur út ca. 40 sinnum á ári. Ársfjórðungsgjald er kr. 7.00. — Herbertsprent prentar.
NR. 26. REYKJAVÍK 19. SEPTEMBER 1941. 11. ÁRG.
Nokkur atriði úr reikningum bankanna.
Síðasta blað Hagtíðinda, mánaðarblaðs
Hagstofu íslands, birtir eins og að venju
ýmsar upplýsingar um fjárhagsafkomu og
atvinnumál þjóðarinnar. — í þessu síðasta
tölublaði, 8. blaði þessa árs, er meðal ann-
ars birt efnahgsyfirlit seðlabankadeildar
Landsbankans, eins og það var hinn 31. júlí
síðastliðinn, og eru til samanburðar teknar
samsvarnadi tölur næstu 4 mánuði á und-
an svo og efnahagsyfirlitið hinn 31. desem-
ber siðastliðið ár. Auk þessa efnahagsyfir-
lits Seðlabankans flytur blaðið og yfirlit
um innlög og útlán 11 stærstu sparisjóð-
anna eins og þau hafa verið hver mánaða-
mót siðan í janúar 1940. Loks eru nokkur
atriði úr reikningum bankanna, sem mestu
tnáli skipta, eins og innlög og útlán, seðlar
i itmferð og síðast en ekki sizt afstaðan
gagnvart útlöndum. — Allt eru þetta mikils-
varðandi upplýsingar, er gefa góða hug-
mynd um það, hvernig þróunin hefur verið
að undanförnu. —
Kaupsýslutiðindum þykir hlýða að birta
lesendum sípum nokkrar helztu niðurstöðu-
tölur, sem eru að finna í þessu tölublaði
Hagtíðinda, ef það mætti verða til þess, að
menn gætu glöggvað sig að nokkru á því,
hvaða áhrif styrjaldarástandið hefir haft á
peningastofnanir landsins i höfuðatriðum. —
Það, sem fyrst vekur athygli í sambandi við
efnahagsreikning Seðlabankadeildar Lands-
bankans, er hin gifurlega aukning, sem
orðið hefir á seðlaveltu hennar. Var hún í
júliloka kotnin upp í samtals 36.5 miljónir
króna og hafði aukizt um 18 miljónir frá
þvi næsta mánuð á undan, en um tæpar
11.3 miljónir síðan um áramót 1940—1941,
en þá var hún samtals tæpar 25.2 miljónir
króna. — Svarar þetta til þess, að síðan um
áramót hafi um 60 þúsund krónum verið
veitt út í viðskipti landsmanna á degi hverj-
um, eins og eitt dagblað höfuðstaðarins gat
um á dögunum. —
Aðrir hæstu liðir skuldamegin á efnahags-
reikningnum eru liðirnir innstæðufé i reikn-
ingslánum og hlaupareikningum, svo og lið-
urinn „Sparisjóðsdeildin". Hinn fyrnefndi
hefur vaxið mjög ört. Var hann um 'mánaða-
mótin júlí—ágúst síðastliðin samtals rúmar
47.7 miljónir króna og liafði hækkað um
rúmar 5.8 iniljónir frá þvi næsta mánuð á
undan. — Um síðustu áramót iiámu inneignir
þessar tæpum 24.6 miljónum, og hafa þær
þannig nærri tvöfaldast á einum 7 mánuð-
um. Þess ber þó að gæta, að í þessum upp-
hæðum eru innifaldar inneignir Útvegsbank-
ans og Búnaðarbankans, svo og inneignir
hins opinbera og nokkurra sparisjóða, að ó-
gleymdum inneignum setuliðsins. Siðari lið-
urinn, inneign Sparisjóðsdeildarinnar hjá
Seðlabankanum hefur vaxið jafnt og þétt, og
var hún 3Í. júlí kominn upp í 28.9 miljónir
króna. Hefur þessi inneign hækkað um sem
næst 2 miljónir króna á mánuði hverjum
siðan um áramót. — Aðrir liðir skuldahlið-
arinnar hafa lítið sem ekkert breytzt. Þannig