Kaupsýslutíðindi - 19.09.1941, Blaðsíða 4
sérlega hrifinn af þeirri hugmynd að hita
upp hús sitt með olíu.
í raun og veru hafði hann aldrei hugsað
um það að hafa vélhitun í húsum sínum.
Hann sagðist aldrei hafa hugsað um upp-
hitun á annan hátt, en að borga eldsneytis-
reikninga sina.
Hann sagðist hafa ráðið til sín mann,
til þess að sjá mn kyndinguna, og hann bæri
líka burtu öskuna. Með kolaofni gæti hann
kynt nægilega vel, hvernig sem viðraði
og væri þvi harðánægður. í þvi tilliti virtist
hann ekki eiga neina ófullnægða ósk.
Meðan við vorum að tala við hann, urð-
um við undrandi á því að sjá í einu her-
berginu handalaust og fótalaust barn. Þetta
var laglegur snáði um 5 ára gamall.
Húsbóndinn sagði okkur frá því, dapur
í bragði, að þetta væri barnabarn sitt, sem
hafði farið svona í bílslysi, þar sem báðir
foreldrarnir hefðu farizt.
Ég sagði það ekki, en mér datt í hug að
segja, að ef til vill væri gólfið ekki alltaf
nógu hlýtt fyrir þennan litla snáða, seih
var neyddur til að láta fyrirberast á gólf-
inu. Kaupmaðurinn, sem með mér var, hlýt-
ur að hafa haft það sama í huga, þvi að
hann sagði, svo kurteislega sem hann gat:
— Eru gólfin nú alltaf nógu hlý fyrir þenn-
an litla snáða?
Nú tók ég eftir því, að afi barnsins fékk
skyndilega áhuga á málinu. Hann kannaðist
við það, að kyndarinn gætti ekki starfa
síns sem skyldi, þvi að stundum dræpist i
■miðstöðinni og þá myndu gólfin auðvitað
kólna.
Þegar búið var að sannfæra gamla mann-
inn uni það, að oliukynding væri alltaf jöfn,
og ekkert þyrfti um hana að hugsa, keypti
hann.
Vegna hvers?
Vegna þess, að sterkasta ósk gamla manns-
ins var sú, að sjá þessu hjálparvana barna-
barni sínu fyrir öllum hugsanlegum þæg-
indum. Við höfðum hitt á þessa ósk hans og
hann keypti, til þess að fullnægja þessari
ósk.
Hvers vegna minntist hann ekki á þetta
sjálfur?
Ég játa það, að mér er það óskiljanlegt.
Þannig eru margir menn og þess vegna er
nauðsynlegt að senda sölumennina af stað.
Það er starf þeirra að leita uppi þessar
óskir og reyna að fullnægja þeim, og mað-
urinn mun kaupa.
En oftast er það svo, að ef árangur á að
nást, verður að hitta á sterkustu óskina.
Einu sinni ræddi ég við frú eina, sem
átti hús, bjó á neðri hæðinni og leigði efri
hæðina.
Hún sá um kyndingu sjálf, taldi það ekki
eftir sér og hugsaði líklega sem svo, að
sér veitti ekki af hreyfingunni. Ég stakk
upp á því, að hún fengi olíuvél, því að þá
myndi hún spara sér tíma, en hún sagðist
ekki vita, hvað hún ætti að gera við tim-
ann, sem hún sparaði.
Meðan ég var að ræða við hana, varpaði
ég fram fáeinum spurningum í því skyni
að veiða óskir liennar.
Ég varð þess áskynja, að hún hafði gam-
an af því að fara út á kvöldin, en hún gat
ekki veitt sér þá skemmtun, vegna þess, að
hún var hrædd um, að dræpist i miðstöð-
inni og að leigjendunum yrði kalt.
Ég komst einnig að því, að hún átti syst-
ur í næstu borg, sem hana langaði mjög
til þess að heimsækja um helgar, en hún
þorði ekki að trúa neinum fyrir kynding-
unni, af því að hún vildi ekki að leigjend-
unum yrði kalt. Og hún óskaði eftir þvi, að
halda þeim.
Þegar hún komst að raun um það, að
sjálfvirk olíuvél gæti fullnægt þeirri ósk
hennar að fara út á kvöldin og þeirri ósk
hennar að heimsækja systur sína, þegar
hana langaði til þess, keypti hún oliuvél,
og bað um, að sér yrði send hún strax.
212
KAVPSÝSLVTÍÐINDI