Nýja skákblaðið - 01.09.1940, Síða 5
Skdkför til Rkureyrar.
Standandi frá vinstri: Óli, Aðalsteinn, Gunngeir, Lárus, Áki, Baldur,
Hjörtur, Ingi, Benedikt, Kaj, Erlendur og Ólafur. Sitjandi frá vinstri:
Magnús, Ottó, Einar, Elís, Sæmundur, Sturla, Eyþór, Hafsteinn og Stein-
grímur.
Að tilhlutun Skáksambands
íslands, Taflfélags Reykjavík-
ur og Skákfélags Akureyrar
fóru 22 menn úr Reykjavík til
Akureyrar og kepptu þar við
Akureyringa. Þetta mun vera
fyrsta hópferð, sem farin er af
skákmönnum, hér á landi til að
keppa í fjarlægu héraði.
Frá Reykjavík var farið að
morgni laugardagsins 22. júní í
22 manna bíl. Ekið var fyrir
Hvalfjörð. Veður var hið bezta,
51
skákmennirnir í sólskinsskapi.
Sól skein í heiði, eftir margra
daga látlaust regn og storma.
Sumarblíðan virtist ætla að
fylgja okkur og íslenzkar
byggðir, fjöll og firðir birta
okkur tign sína og fegurð. En
veðurblíðin stóð ekki lengi, er
við héldum frá Blönduósi
næsta dag var þoka og rigning,
sem hélst að mestu unz við
komum í Húnavatnssýslu aftur.
Fyrsta daginn var farið að
NÝJA SKÁKBLAÐIÐ