Nýja skákblaðið - 01.09.1940, Síða 7
Magnús Jónasson, Björn Ax-
fjörð. 13. Óli Valdimarsson,
Margeir Steingrímsson. 14. Er-
lendur Guðmundsson, Hörður
Guðbrandsson. 15. Hjörtur
Jónsson, Þorsteinn Gunnars-
son. 16. Aðalsteinn Halldórs-
son, Steinþór Helgason. 17.
Gunngeir Pétursson, Halldór
Ólafsson. 18. Ingi Eyjólfsson,
Sigurður Halldórsson. 19. Kaj
Rasmussen, Jónas Stefánsson.
20. Lárus Johnsen, Vilmar
Hjálmarsson. Nöfn Reykvíking-
anna eru talin á undan. Akur-
eyringar unnu á 7, 16, 18 og 20
borði, en gerðu jafntefli á 6. og
15. borði, en töpuðu með 5 á
móti 15.
Ef litið er á útkomuna, þá er
hún mjög í hlutfalli við stærð
bæjanna Akureyrar og Reykja-
víkur miðað við fólksfjölda í
hvorum um sig.
Næsta dag sýndu Akureyr-
ingarnir okkur bæinn. Áður en
við kvöddum, var tekin af okk-
ur myndin, sem hér fylgir. Kl.
16 var haldið frá Akureyri. —
Voru nú færri í bílnum suður,
nokkurir urðu eftir í höfuðstað
norðurlands. Bíllinn hafði ver-
ið athugaður og lagfærður. Gekk
nú ferðin greiðar en norður. Var
haldið að Blönduósi um kvöldið
og gist þar, daginn eftir var
farið til Reykjavíkur,
53
Við vorum allir ángæðir með
förina. Og við þökkum Akur-
eyringum hinar ágætu viðtökur.
Jafnframt vonum við, að þeir
geti heimsótt okkur áður en
langt líður, og þessi för verði
upphaf að skákferðum milli
suður og norðurlands. Ef það
yrði, gæti þessi för orðið upp-
haf að meiri þroska og út-
breiðslu skáklistarinnar á ís-
landi.
Skáklistin göfgar og glæðir
vorn huga,
hvort grunnt eða djúpt er í
tækninni rist.
Annað hvort verða að deyja
eða duga,
og drenglyndi að sýna, er skák-
mannsins list.
Prentmyndagerðin
ðlafar J. Qvannðal
Laugavegi 1 B. Reykjavík.
BÝR TIL. AIls konar
PRENTMYNDIR eftir ljós-
myndum, teikningum með
einum eða fleirum litum og
skrifuðu eða prntuðu letri.
Ennfremur eftir málverkum
í þrem eða fjórum litum. —
NÝJA SKÁKBLAÐIÐ