Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Page 3
NtJA SKÓKBLRÐIÐ
1. árgangur. Reykjavík, okt.—nóv. 1940. 5. tölublað.
Taflfélag Reykjavíkur
40 ára
STOFNUN FÉLAGSINS.
Þegar ég var í Kaupmanna-
höfn árin 1898—1900 á verzl-
unarskóla, iðkaði ég mikið
skák og var meðlimur í tafl-
félagi þar. Þegar ég kom hingað
til Reykjavíkur, sumarið 1900,
voru hér margir góðir tafl-
menn er ég kynntist strax og
tefldi við. íþróttafélög voru hér
engin, nema Skautafélagið, og
var þeim ekki hugað líf. Mér
fannst samt, að rétt væri að
stofna hér taflfélag, og ræddi
málið við móðurbróður minn,
Sturla kaupmann Jónsson og
síðan við Sigurð fangavörð
Jónsson, en þeir voru þá beztu
taflmenn bæjarins, og vorum
við sammála um, að gera til-
raun til að reyna hvert ekki
væri auðið að stofna taflfélag.
Við bjuggum út lista til að
safna meðlimum á og síðan
birtum við auglýsingu bæði í
ísafold og Þjóðólfi.
Þegar á fundinn kom, mættu
29 menn, er gengu í Taflfélag
Reykjavíkur, en svo nefndum
við félagið. í stjórn þess voru
kosnir Sigurður Jónsson (for-
maður), Pétur Zóphóníasson
(ritari) og Pétur Pétursson bæj-
argjaldkeri (gjaldkeri).
Stofnendur félagsins voru
(sem ég man eftir):
1. Pétur Zóphóníasson,
2. Sigurður Jónsson,
3. Sturla Jónsson,
4. Pétur Pétursson,
5. Friðrik Jónsson, kaupm.,
6. Einar Benediktsson, skáld,
7. Björn M. Ólsen, rektor,
8. Indriði Einarsson, rithöf.,
9. Jakob Jónss., verzlunarstj.,
10. Ingvar Pálsson, kaupm.,
11. Helgi Helgason, verzl.stj.,
12. Júlíus Guðm.sson, kaupm.,
13. Pétur Bogason, læknir,
14. Skúli Bogason, læknir,
15. Sturla Guðmundss., cand.
phil.,