Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 4

Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 4
Pétur Zóphóníasson. 16. Sig. Guðmundss., prestur, 17. Jens Waage, bankastjóri, 18. Ágúst Sigurðss., prentari, 19. Pétur G. Guðm., fjölritari, 20. Ólafur Björnsson, ritstjóri, 21. Sigurjón Jónss., frkv.stj., 22. Þórður Sveinsson, læknir, 23. Baldur Sveinsson, blaðam. 24. Magnús Magnúss., skipstj., 25. Ludv. Andersen, heildsali. FYRSTA ÁRIÐ. Það var margt, sem félagið þurfti að gera. Fyrst var hús- næði, það er oft erfitt mál, því af litlu er að greiða, en það rættist vel úr því, því frú Sig- ríður dóttir Sigurðar fanga- varðar rak kaffistofu í húsi Jóns Sveinssonar, og hjá henni var félagið stofnað. Hún léði okkur húsnæði fyrir lítið fé, en við urðum að kaupa eitthvað er við tefldum. Skákmenn og borð urðum við að fá, menn- irnir fengust, en borðin ekki, og létum við þá búa til pappa- borð, og þau voru notuð í mörg ár. Lög voru samin, en alþjóð- legar skákreglur kunni enginn nema ég, og samdi ég þær og félagið samþykkti og prentaði síðan hvorttveggja. Þessi prentun var mjög nauðsynleg, því margt var það í reglunum, sem mönnum var ókunnugt áð- ur, en þeim var öllum vel hlýtt, nema að leika snertum manni, það var afarerfitt að framfylgja þeirri reglu mjög lengi. Ég veit að þeir, sem nú eru, geta ekki látið sér koma til hugar hve það var erfitt, og efast um, að það hefði tekizt á jafnfáum ár- um og það tókst, ef próf. W. Fiske hefði ekki komið með skákrit sín. Þannig var það um uppkomu peða, það var ekki hægt að kjósa sér mann, heldur réði uppkomureiturinn því, drottningarreitur drottning, hróksreitur hrók o. s. frv., en kóngsreitur lalla, er hafði kóngsgang og var ódræpur. Eftir eldri reglunum þekktist ekki að drepa í framhjáhlaupi, NÝJA SKÁKBLAÐIÐ 66

x

Nýja skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.