Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Page 6

Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Page 6
Sigurður Jónsson. inn mikli, var gamall meistara- flokks taflmaður frá Banda- ríkjunum. Hann hafði ferðast hér um landið og tekið við það miklu ástfóstri. Einhver af kunningjum hans ritaði honum um stofnun félagsins, og ritaði hann mér sem ritara félagsins strax, og sendi félaginu ágæta Stauntonmenn og borð, en auk þess margar skákbækur. En hann lét ekki sitja við þessar gjafir, heldur fór hann að gefa út skákrit á íslenzku, og gaf Taflfélaginu allt það, sem inn kom. Sjá allir hversu félaginu var þetta mikill styrkur, og hve starf þess varð allt miklu létt- ara, en starf ritara félagsins varð að mikium mun meira. En próf. Fiske lét sér ekki þetta nægja, heldur sendi Lands- bókasafninu svo mikið skák- bóka, að það á enn bezt skák- bókasafn af öllum söfnum á Norðurlöndum. Það var því hægt að lesa skák og læra byrj- anir, en til þess vantaði áður allar góðar handbækur eða kennslubækur. Síðar kom út kennslubók í skák eftir mig, er Guðmundur Gamalíelsson gaf út, og var hún mikið notuð. NÆSTU ÁR. Sú breyting var gerð á stjórn félagsins næsta ár, að Jens Waage tók við formennskunni, Helgi Helgason gjaldkeri, en ég ritari áfram. Þessi stjórn var mjög athafna- söm, enda bar Jens mjög hag félagsins fyrir brjósti, og við reyndum hvað í okkar valdi stóð til að breiða út skáklistina. Við tókum upp það nýmæli að kenna skák. Leigðum við vest- urendann í húsi Jóns Sveins- sonar, þar sem bæjarlæknir er nú, vissa daga, og kenndum þar. Taflfélagið lagði til áhöld, nemendurnir greiddu húsa- leigu (ef ég man rétt með 1 kr. á mánuði), en við tímann og kennsluna. Ýmsir félagsmenn voru fyrir okkur, ef við vorum NÝJA SKÁKBLAÐIÐ 68

x

Nýja skákblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.