Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Qupperneq 8

Nýja skákblaðið - 01.11.1940, Qupperneq 8
riði Einarsson, og er sú skák prentuð í Þjóðólfi 5. sept. 1902. Næsta ár, 1903, tefldum við Einar skáld Benediktsson. í bæði skiptin voru mjög margir áhorfendur. Ég efa ekki að þetta hefði þótt hin bezta skemmtun hefði það verið gert á Alþingishátíðinni 1930 og tel illa farið að svo var ekki. Vet- urinn 1902—’03 dvaldi hér einn af alþjóða skákmeisturum heimsins, W. Napier blaðamað- ur. Hafði hann teflt á alþjóða- mótum, þar á meðal í Buffalo, þar sem hann fékk 2. verðlaun, en Pillsbury varð efstur. Tók hann þátt í skákum í félaginu, og mátti heita að hann væri allt af reiðubúinn til að tefla. Var það mjög gott fyrir okkur, og lærðum við margir margt af honum. SKÁKSTYRKLEIKINN. Ég hefi oft verið spurður að skákstyrkleika okkar. Það er afar erfitt að svara því svo rétt sé. Við rituðum niður úrslit allra skáka, sem við tefldum, og við athugun á þeim kom það fram, að ég hafði unnið yf- ir 70 af 100 töflum, og hið sama var enn 1913—’14. Ég hefi því ekki annað að miða við en mig sjálfan, og verð því að setja mig á metaskálar, og skal ég reyna að gera það samvizkusamlega. Þegar ég var 1 Kaupmanna- höfn, tefldi ég kappskák við meistaraflokksmann, en hann var að ég hygg ekki mjög ofar- lega, en ég vann hann líka mjög léttilega, og eins í lausaskák. Ég tefldi talsvert við 3 meist- araflokksmenn, og var fyllilega jafnoki þeirra, og í kappskák, er fjöldi tók þátt í, varð ég langefstur. Ég hygg því að ég hafi þá verið gjaldgengur með- al beztu taflmanna Dana. Þeg- ar ég kom heim, fannst mér ég geta unnið hvern mann hér ef ég hugsaði um skákina, nema Sturla Jónsson, hann þurfti sérstaka aðgæzlu, og það var enginn tryggur móti honum, því hann er ágætur cmobina- tions-maður. Ég geri því ráð fyrir, að beztu mennirnir hér hafi verið fyrsta flokks menn — nema Sturla. Eftir að félag- ið hér var stofnað, þá fór þeim fram, en þó ekki svo að það breytti neinu. Rétt eftir að íé- lagið var stofnað gekk Björn Kalman málaflm. í það. Hann tók miklum framförum, og var munur okkar um 1904 mjög lít- ill. 1905 fór hann til Canada, og tefldi 1907—’08 (hafði þá ekki farið fram) mikið við skákmeistara Canada, íslend- inginn Magnús Smith og var NÝJA SKÁKBLAÐIÐ 70

x

Nýja skákblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.