Sókn - 01.02.1940, Blaðsíða 1
Ávarp,
Fyrir nokkrum árum hól'u
skólar landsins sókn móli á-
lengisnautninni. Bindindisfélög
í skólum voru stofnuð til að
vinna að hindindi meðal þeirra
æskumanua, er skólaua sóttu.
Bindindisfélögum skólanna
fjölgaði ört og cru nú í Heslum
unglingaskólum, og svo æðri
skólum landsins.starfandi bind-
indisfélög. Til þess að treysta
samstarfið milli hinna mörgu
iélaga, var Samband bindindis-
lélaga í skólum stofnað. Ákvað
Sambandið að gera einn dag á
ári að baráttudegi og valdi lii
þess 1. febrúar og liefir ár hvert
þann dag hafið baráttu í út-
varpi, með fundahöldum og
blaðaútgáfu fyrir framgangi
bindindismálsins.
Templarar hafa ekki haft
neinn sérstakan dag lil sams-
konar starfsemi, en hafa þó víða
haft samstarf við bindindisfélög
skólanna um starfsemi 1 .febrúar.
í fyrsta skipti ætla ísfirzkir
templarar að gera 1. febrúar
að sínum degi, til baráttu móti
hinni miklu óheillafylgju mann-
anna, víndrykkjunni. Allar stúk-
urnar á ísaflrði, og svo Bind-
indisfélag Gagnfræðaskólans,
taka þátt í því starfi, og er út-
gáfa þessa blaðs einn liðurinn
í starfinu. í kvöld verður
samkoma í Alþýðuhúsinu,
verða þar ræður fluttar og
söngur. Aðgangur er ókeyp-
is og allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir, og er þess
vsenst að þar verði ekkert sæti
óskipað.
Við undirskriftasöfnun þá, er
hér fór nýlega fram, undir á-
skorun til ríkisstjórnarinnar,
um lokun áfengisverzlunarinn-
ar hér í bæ, skrifuðu um 80
—00 °/(, kjósenda undir áskor-
nnina og sýndu þar með ský-
lausan vilja sinn í því máli.
En vilji meirihlutans hefir verið
léttvægur fundinn og er því
þörl' nýrrar baráttu og nýrra
átaka.
Allir þeir, er bindindismálum
unna, verða að sameinast lil
nýrrar sóknar móti ómenningu,
víndrykkju og vínsölu. Þér,
sem unnið framgangi bindind-
ismálanna, og standið utan
samlaka templara, gangið í
stúkurnar og aukið álxrif þeirra.
Beitum svo áhrifum vorum á
aðra til starfa og notum hvert
tækifæri til sóknar. Sköpum það
sanna og jákvæða almennings-
álit, að vansæmandi sé að ncyla
víns og andstætt menningarleg-
um þroska hvers einstaklings.
Látum ei þá ómenningu spyrj-
ast, að fleiri tugum þúsunda —
já, hundrað þúsundum króna sé
varið bér lil vínkaupa, meðan
aðkallandi verkelni bíða óleysl,
lil aukinnar atvinnu og til
aukinnar menningar l’yrir alla
íbúa þessa bæjar.
Kjörorð okkar sé: ísafjörður
vínlaus bær sem allra fyrst.
Þ. B.
Jón Jóhannsson:
Hvert stefnir?
Undanfarnar vikur hafa víða
koinið fram allháværar raddir
um það, að etla beri nú vöxt
og viðgang bindindismálsins.
Er það mjög að vonum, því
að bæði má segja, að þjóðinni
sé bráð hætta búin ef ekki
tekst að draga verulega úr
þeirri óhófsneyzlu á áfengi,sem
nokkur hluti þjóðarinnar hefir
tamið sér að undanförnu, og
svo það, að ekki sýnist mikið
samræmi í því að takmarka
verulega kaup á brýnustu lífs-
nauðsynjum um leið og áfengis
er neytt í stærri stíl en nokkru
sinni fyrr. Nýjasta og minnis-
stæðasta dæmið um sókn bind-
indismanna gegn áfenginu, er
undirskriftasöfnun sú, er fram
l’ór í vetur meðal kjósenda í
bæjunum um.það, livort loka
skyldi útsölustöðum áfengis-
verzlunarinnar í kaupstöðun-
um. Eins og kunnugt er, varð
árangurinn sá, að mikill meiri-
hluti kjósenda taldi lokun
sjálfsagða og nauðsynlega. í
sumum kaupstöðunum voru
allt að t)0°/o kjósenda með lok-
uninni. Þennan vilja kjósend-
anna vissi Alþingi, þegar rætt
var þar um frumvarp þeirra
Finns Jónssonar, Péturs Otte-
sens o. II., en samt sáu þessir
háu herrar, meiri hluti alþing-
ismannanna, sér l'ært að liafa
þennan vilja fólksins að engu.
Finnst mörgum það lítf skilj-
anleg afgreiðsla á slíku máli
sem þessu. Ekki má þó þessi
afgreiðsla málsins verða til þess
að lama vilja og draga ur starfi,
sem miðar að útrýmingu eitur-
lyfjanna, heldur bvöt til öíl-
ugra átaka og farsælla starfa
þessum málum til framþró-
unar.
í>að leikur ekki á tveim
lungutn hvílíkur skaðvaldur
áfengisneyzlan er andfegu og
líkamlegu heilbrigði manna,
enda eru dæmi þess deginum
Ijósari. Heilsuleysi, fátækt,
heimilisspilling, glæpir og ör-
yggisleysi siglir óðfluga í kjöl-
far áfengisneyzlunnar, enda á
hún í þúsundum tilfella sterk-
asta þáttinn í því, að lama og
leggja í rústir marga góða eig-
inleika í fari manna, sem hefðu
getað orðið þeim og öðrum að
ómetanlegu gagni.
I>að er hryggileg staðreynd,
að við Islendingar, sem erum
fátækir og fámennir og búum
við örðugan kost strjálbýlis og
óblíðrar veðrátlu, höfum á
undanförnum árum eytt til
áfengiskaupa um þrjár og hálfa
miljón króna árlega. Þetta eru
geigvænlegar tölur, sem hljóta
að vekja hvern góðan dreng til
alvarlegrar íhugunar og hvetja
til viðnáms gegn slíku athæfi.
Hér er þó aðeins talið áfengi
það, sem áfengisverzlun ríkis-
ins hefir af hendi látið. Auk
þessa er svo áfengi það, sem
fengið er á annan hátt, svo og
brennsluspíritus, sem árlega er
seldur fyrir tugi þúsunda króna,
og að langmestu leyti er drukk-
inn. Hvílík feikna verðmæti
þetta eru, verður ennþá ljós-
ara ef við hugsum okkur, að
þessu fé hefði verið varið til
einhvers annars en áfengis-
kaupa. Gerum ráð fyrir að
byg'gðar hefðu verið úr stein-
steypu 230 þriggja herbergja
nýtízku íbúðir, og hver þeirra
hefði kostað 15 000 krónur, en
það mun vel ílagt miðað við
verðlag á sl. ári. Útkoman
verður sú, að allar þessar var-
anlegu l)yggingar hefðu kostað
3,450,000 kr., eða nokkru
minna en varið er til áfengis-
kaupa á einu ári, sé miðað
við fjögur árin l’rá 1935 til 1938.
Sé nú reiknað með 5 manna
fjölskyldu í hverri íbúð, liefðu
1150 manns getað nolið þessa.
El' við nú öll árin hel'ðum var-
ið þessu fé á sama hátt, liefði
verið hægt aö bvggja 920 íbúð-
ir, m. ö. o. liúsnæði fyrir 4000
manns. Tökum annað dæmi og
gerum ráð fyrir, að þessu fé
hel’ði verið varið lil kaupa á
einhverjum brýnustu lífsnauð-
synjum, t. d. kolum. Áður en
verðhækkun varð á kolum á
sl. sumri, kostuðu þau hér 48
krónur smálestin. Fyrir áður
greinda árseyðslu til áfengis-
kaupa, hefði verið hægt að fá
með því verði um 73000 smá-
lestir af kolum. Væri það álit-
legar birgðir nú, þegar allir af
eðlilegur ástæðum óttast enn-
þá hækkandi verð á þessari
vörutegund.
A árinu 1939 seldi áfengis-
útsalan hér í bænum áfengi
fyrir 116 515 krónur. Er það
um 11 000 kr. hærri upphæð,
en árið áður. Geta menn sér
til l'róðleiks athugað, hversu
mikið af öðrum verðmætum
hefði mátt kaupa fyrir þetta fé,
t. d. báta, eins og b. f. Njörður
hefir látið smíða. Hér verður
það ekki gert. En þegar mér
voru gefnar upp þessar tölur
um sölu áfengisbúðarinnar,
ílugu mér í hug þessar alkunnu
Ijóðlínur Hávamála:
»lítilla sanda, lítilla sæva,
lítil eru geð guma«,
og býst ég við, að líkt muni
fleiri hugsa.
Hér að ofan heflr með fáum
orðum verið drepið á hið beina
fjárhagslega tjón, sem áfengis-
neyzlan hefir í för með sér.
Er það þó aðeins önnur hlið
þessa máls, og sú þýðingar-
minni. Ótalin eru enn þau hin
andlegu verðmætin, sem for-
görðum fara, svo og það af-
hroð, sem þjóðin geldur árlega
og fram kemur í auknu fá-
tækraframfæri, auknum sjúkra-
kostnaði, spilltu samkvæmislífi,
minnkandi sjálfsbjargarviðleitni
o. 11. o. fl. Væri freistandi að
tala nánar um þessa hlið máls-
ins, en sökum takmarkaðs
rúms, verður það ekki gert
hér.
Það mun nú raunar vera
svo, að flestir, sem um þessi
mál hugsa og gera sér fulla
grein fyrir hversu þeim er
komið, viðurkenna að á móti
þessum ófarnaði beri að vinna,
og fjölmargir munu leysa al'
hendi mikið óeigingjarnl starf
í þágu bindindismálsins. Tiler
þó, því miður, allstór liópur
manna, sem með tómlæti og
kæruleysi horfir á meðbræður
sína »fljóta sofandi að feigðar-