Sókn - 01.02.1940, Side 2

Sókn - 01.02.1940, Side 2
2 SÖKN ósi« þeirrar áfengiselfu, sem fyrr eöa síðar býr þeim gröf í yztu myrkrum mannlegrar eymdar. IJví er líka haldiö l'ram, að það sé óþarfa afskifta- semi að vera að vinna á móti því, að menn drekki áfengi, í því efni eigi hver að vera frjáls og óhindraður. En því er til að svara, að það frelsi, sem byggist á ófarnaði nokkurs hluta þjóðarinnar, er vitleysa og því réttlaust. Og það er einmitt þetta,hirðu- leysið og tómlætið í þessum málum, sem er hvað háska- legast. Yið bindindismenn, sem lítum allir svo á, að. með sÍt l'ellt auknum drykkjuskap sé frelsi og menningu þjóðar- innar stefnt í voða, við hvetj- um alla nýta menn og konur, unga sem gamla, til einarðra og markvissra starfa gegn á- l'enginu og afleiðingum þess. Við vitum, að sú barátta er leið að því marki, að skapa hér »gróandi þjóðlíf með þverr- andi tár«. Og það skulum við muna, að ekkert annað en fræðsla [og 'sleitulaus barátta, sem byggð er á rökum reynsl- unnar, er þessj^umkomið að útrýma áfenginu. í þeirri bar- áttu er þjóðarnauðsyn, að þátt- takan sé sem almennust. Drekkandi þjóð. IJað má óhætt fullyrða, að víndrykkja íslendinga sé ekki almennt fyrirbæri í þjóðlífinu fyr enn um 1600, enda er þá um það leyti lögð á það rík áherzla af Iíristjáni IV. við einokunarkaupmenn, að þeir ílytji hingað til lands fyrst og fremst: »malt, mjöl, vín og brennivín.« Brýst þá út vín- nautn af svo yfirgripsmiklum krafti, að á skömmum tíma er þjóðin svo að segja án undan- tekninga svo alvarlega á valdi brennivínsins, að í því á að íinnast lækning allra meina, og jafnvel »dúsa« ungbarnsins er vætt í þessum eiturvökva, svo það einnig megi teyga í sig kraft hans. Má nærri geta hví- líkt eymdarástand skapaðist við komu þessa vágests. Höfðingjar og sýslunarmenn riðu dauða- drukknir um héruð í embætta sýslan sinni og viðhöfðu í hví- vetna hinn dólgslegasta bátt, og almúginn, sem taldi sig mega aðhafast það, sem höfðingjarnir leyfðu sér, fylgdi af ótrúlegri nákvæmni í spor þeirra. Eng- inn þótti maður eða mannsefni, nema hann drykki og því meir sem hann gat drukkið, því lengra fór hróður hans. Slysfarir á sjó og landi voru mjög tíðar, enda var þess gætt að brennivínskúturinn væri með, jafnhliða því, sem ferða- bænin var lesin, og heldur setið um kyrt en íarið ef hann vant- aði. Sá hugsunarháltur, sem þelta ófremdarástand skapaði, ogsem fól í sér meira siðleysi og spill- ingu en orð fá ljrsl, hefir enn í dag ekki verið að fullu upp- rættur, þrátt fyrir harða og ósérhlífna baráttu mikils hluta þjóðarinnar. Þrátt fyrir glæsi- lega framför á öðrum sviðum, stendur þjóðin svo að segja öðrum fæti í þessum forarpytti, sem á hallæris og örbyrgðar- tímum var þröngvað inn í líf hennar af erkiféndum hennar, og hún látin drekkja í. þreki sínu og stórlyndi, sem henni var í blóð borið. Enn er vald þeirrar bjátrú- ar, um töframátt brennivínsins svo sterkt, að þá þykir fyrst lil eins samkvæmis koma að á borðum sé fjöldi víntegunda og alveg sérstaka ánægju vekur það ef hægt er að drekka sem flesta undir borð, eða að menn eru svo ósjálfbjarga að hjálpa verði þeim til síns heima. Margir menn, sem varla liafa slitið barnsskónum, flækjast drukknir um götur og sam- komustaði. í einfeldni sinni og löngun til þess að sýnast menn með mönnum teyga þeir livert staupið af öðru, og sá, sem meira þolir, sá er maður að meiri. En á því stigi víndrykkj- unnar er jafnan stutt til vin- slita, og hefjast þá róstur og illindi, enda ekki óalgengt að ungir og að öðruleyti efnilegir menn sjáist með blátt auga eftir slíkar samkomur. Út yfir allt tekur þó vín- drykkja kvenfólksins, sem á síðari árum hefir færst mjög átakanlega í vöxt. Aðra eins hrygðarmynd er varla hægt að hugsa sér eins og þegar ung stúlka hefir glat- að mýkt og fegurð æskunnar og fengið í staðinn stirðleika, máttlevsi og fljótandi augu á- fengisneytandans. Þessa eru því miður ofmörg dæmi í daglegu lífi okkar. En hvar er metnaður þinn, sem þetta aðhefst? Stendur þér í alvöru á sama, hvað er sagt um þig, eða það álit, sem þú skapar þér í hópi þeirra.sem fyrirlíta þetta alliæfi. Berðu fyrsta staupið að vör- um þínum af því þér finnist innihald þess gott? Nei, fyrir ásækni þeirra, sem þú illu heilli hefir valið fyrir félaga, eða í ímyndaðri mikilmennsku gerir þú það, en um leið svæfir þú þinn eiginn metnað, metnað sem mikils má sín ef þú beinir honum í rétta átt. Metnað, sem viðreisnar og frelsisbar- áttu þjóðar þinnar er gulls virði. Metnað, sem beinlínis þarf til þess að losa þjóðlíl’ okkar undan siðspillandi og drepandi valdi brennivínsins, sem því miður hefir hin síðari árin fengið tækifæri til þess að spenna það þeim greipum, sem fyr á árum höfðu nær því kyrkt það. Oss Islendingum er á engu eins mikil nauðsyn eins og andlegum og líkamlegum þrótti. Það eru þau vopnin sem bezt bafa bitið og mestu áorkað, í oft erfiðri lífsbaráttu okkar. En hversvegna erum vér svo sinnulaus, að leyfa eiturnöðr- unni óáreittri að liggja við ræt- ur þeirra máttarstólpa og sjúga í sig blóð þeirra? Hversvegna rísum við ekki öll sem einn á fætur og tætum í sundur blekkingar og lygavel’ Bakkusar? Það er blu-tverk þitt og mitt, sem viljum heill þjóðar okkar og lands. Guðm. Sveinsson. Konan og bindindismálin. »Margt er manna bölið,« og er allflestum Iagður nokkur skerfur reynslu og allskonar baráttu, sem óumflýjanleg virð- ist. Verður liver að bera það eftir beztu getu. Sárust af öllu eru þó sjálfskaparvítin. Eilt af þeim hörmulegustu er vín- nautnin. Þaðerekki sízt konan sem eiginkona og móðir, sem harðast er leikin í viðureign- inni við vínguðinn Bakkus. í upphafi skyldi endirinn skoða, en því miður hugsar ungi maðurinn ekki út í, hverjar afleiðingarnar kunna að verða, er hann tekur fyrsta staupið. Ef til vill er það í samkvæmi. Félagar hans kalla til hans. Þeir bjóða honum sæti, og að sjálfsögðu má hann sem góður félagi ekki skerast úr leik með því að neita glas- inu, sem lialdið er að honum. Félagar hans eru örir og bá- værir- Hann finnur sjálfur örv- andi áhrif vínsins og finnst liann nú fær í flestan sjó. Löng- unin í þessar »guðaveigar« er nú vakin og nú reynir á sið- ferðisþroska mannsins, hvorf hann sigrast á freistingunni eða »flýtur sofandi að feigðarósi«. Orsakirnar til þess, að menn byrja að drekka, eru vilanlega miklu fleiri. En þó að tízka og áhrif félaga, sem litið er upp til, ráði hér miklu um, eru einn- ig margir, sem leita gleymsk- unnar, er reyna að drekkja sorgum og andstreymi hvers- dagslífsins í öldum vínsins. Að vísu finnst mönnum fyrst í svip, að þeim Iíði betur. Áhyggj- urnar h verfa og sorgirnar gleym- ast meðan eitrið læsir sig um liverja taug og vitund þeirra sveipast þoku óminnisins. En síðar rakna menn úr rotinu, og þá leggsl yfir þá myrkur örvæntingarinnar svartara en nokkru sinni. En það eru ekki þeir einir, sem þjást, lieldur einnig ættingjar þeirra og vinir, og eina ráðið, sem margir þessara ólánssömu manna grípa til, er að drekka meira og sökkva dýpra og dýpra í hyl- dýpi spillingar og niðurlæg- ingar. Það kostar að sjálfsögðu mikil átök orku og vilja að brjótast til lands úr því glöt- unardíki. Ýmsir hafa þó bjarg- ast, og‘ eiga þeir skilið að njóta óskiptrar virðingar allra góðra manna, sem skilja vilja þá baráttu, er það kostar að sigr- ast á þessari freistingu. Hver eru þá al'skifti kon- unnar af þessum málum? Þó áfengisbölið þjaki mörgum, eru fáir jafn sárt leiknir og drykkju- mannskonan, sem oftast hefir átt sína æskudrauma um glæsi- lega framtíð og hamingjusamt heimilislíf, drauma, sem ef' til vill aldrei munu rætast. Það er því óskiljanlegt, að nokkur kona, ung eða gömul, geti mæll drykkjuskapnum bót, eða tekið þátt í þeim félagsskap, þar sem slíkt er að jafnaði um hönd haft, ef þær gerðu sér ljóst, •bvernig afleiðingar drykkju- skaparins hafa lagt — og leggja enn — lífshamingju ótal margra kynsystra þeirra í rústir. Þó er bitl hörmulegra, að til eru stúlkur, sem eru svo siðferði- lega vanþroskaðar og óvandar að virðingu sinni, að þær sjást slangra dauðadrukknar á al- mannafæri. Því er haldið fram, að konur ráði mestu um tízk- una. Leiðir unga fólksins liggja tíðum saman til gleðifunda og ýmislegra starfa. Ég er þess fullviss, að ungu stúlkurnar gætu lylt Grettistaki til stuðn- ings bindindismálunum, ef þær gerðu sér ljóst, hversu mjög veltur á þeim kröfum, er þær gera til almenns velsæmisí þeim félagsskap, sem þær taka þátt í. Það væri mjög æskilegt, að allar ungar stúlkur og konur, og ekki sízt þær, er láta einkum til sín taka í samkvæmislífinu, settu sér það göfuga takmark að steypa Bakkusi úr því önd- vegi, er hann hefir skipað allt of víða í samkvæmissölum og annarstaðar. Það væri vel farið, og sjálfum þeim sæmdarauki, ef þær einhuga neituðu að taka þátl í skemmtanalífi með mönnum, sem eru svo and- lega snauðir, að þeir þurfa að drekka írá sér þær hömlur og þá ábyrgð, sem almennar sið- ferðiskröfur leggja mönnum á herðar til þess svo að njóta lífsins að hætti frumstæðra

x

Sókn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sókn
https://timarit.is/publication/1806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.