Sókn - 01.02.1940, Qupperneq 3
SÓKN
3
Stórstúka Íslands
lieíir gefið út ýmsar góðar bækur. Þar á meðal:
Minningarrit góðtemplara,
Alþýðleg sjálfsfræðsla,
Bindindislireyfingin á íslandi,
Bakkus konungur.
Ennfremur bækur Æskunnar;
sem allar eru úrvals barnabækur.
Þessar bækur í'ást í
Bókaverzlun Jónasar Tómassonar.
þjóða, sem lítil skil kunna á
réttu og röngu. Væntanlega
kemur sú tíð, að íslenzkar
stúlkur skipi sér í fylkingar-
Ju jósti, í baráttunni gegn Bakk-
usi, og leggi sitt lið til þess að
áfengisbölinu létti af þjóðinni
og nýjar kynslóðir rísi frjáls-
bornar í anda og dáðríkar til
starfa. En »sé að drepinu lilúð,
visnar heillirigt líf og liefndin
grær á þess leiði«. Kona.
Skólar og bindindi.
Fyrir nokkrum árum stund-
aði ungur maður nám í Reykja-
vík. Framtíðin blasti við honum
björt og fögur. Þessi ungi mað-
ur var gæddur frábærum gáfum
og námshæfileikum, og við hann
voru tengdar hinar björtustu
framtíðarvonir.
En svo tók liann upp á því
að reykja sér til afþreyingar,
og brátt var hann orðinn svo,
að hann var daglegur gestur
á alræmdustu drykkjukrám
Ileykjavíkur.
Þetta dæmi færir okkur heim
sannin um það, að allra
mestu hæfileikar og beztu gáfur
mega sín einkis, þegar áfengið
er annarsvegar.
Hver maður getur sett sig í
spor þess skólastjóra og þess
kennara, er rekst á nemanda
sinn dauðadrukkinn. Og hvern-
ig álit fær svo sá skóli, er hefir
þannig nemendur innan veggja
sinna? Því reyni ég ekki að
lýsa. Eg læt þig einan um það
lesandi góður.
Þetta litla dæmi, er ég gat
um í upphafi þessara lína, er
talandi vottur þess, að livorki
andlegt atgjörvi, menntun eða
lífsstaða eru nægilega sterkar
varnir gegn árásum áfengis-
nautnar. Einungis sterkur vilji
og einlægur ásetningur mega
sín í baráttunni gegn áfenginu.
Og hversu mikinn álitshnekki
bíður ekki sá skóli, er liefir
innan vcbanda sinna nemend-
ur, er eyða frístundum sínum
í það eitt, að sitja með ein-
hverjum vinum sínum að þjóri,
í stað þess að lesa bækur sér
lil fróðleiks og skemmtunar eða
iðka íþróttir, sér og öðrum til
gleði ?
En ég ælla að minna þig á,
nemandi góður, að þú getur
l'orðast áfengisbölið, aðeins el'
þú villt og kærir þig um. Til
er máltæki, sem segir, að brennl
barn forðist eldinn. Áður en
þú leggur út í lífsstarf þitt
skaltu brenna þig á ál'enginu.
Ekki með því að smakka það
sjálfur, lieldur brenna þig á
þeim eldi cr drukkinn maður
kveikir. Ef þú einhverntíma átt
eftir að mæta drukknum manni
á förnum vegi, þá skaltu brenna
þig á þeim eldi eymdar og
volæðis, er hinn drukkni mað-
ur hefir kveikt, forðast hann.
Því, eins og máltækið segir,
liafir þú brennl þig, þá forð-
astu eldinn. Og að lokum.
Hafðu alltaf hugfasta þessa
gullvægu lífsreglu: »Eins og
maðurinn sáir, mun hann og
uppskera.«
Einar H. Eiriksson.
(Nemandi i gagnfræðaskólanum.)
Áfengisverzlunin,
í siðuðu þjóðfélagi ætli að
vera svo, að liver þegn ynni
þarft verk og helzt við sitt hæfi.
Allt starf stjórnenda ætti að
stefna í þessa átt. Allra sízt
ætli það að koma fyrir, að sjálf
stjórn landsins léti vinlia þvert
gegn þessu. Hjá okkur er þó
svo, þar sem er Áfengisverzlun
ríkisins og starfræksla hennar.
Með starfrækslu verzlunar-
innar er með ráðnum hug otað
að mönnum eiturefni og hefir
þegar bakað landsmönnum og
þjóðarheildinni ó m e t a nlegt tj ó n.
Forstöðumaður verzlunarinn-
ar er dugnaðarmaður, fyrrum
áhugasamur ungmennafélagi og
fleira vel gefið.
Ault forslöðumannsins eru í
starfsliði verzlunarinnar margir
velhæfir menn og sumir al-
kunnir að gáfum.
Betra væri að fá þessum
mönnum annað starf við þeirra
hæfi, eða ef þess er eigi kostur
að senda þá út á landsbyggð-
ina til að vinna að í'æktun
landsins, sem mikil þörl' er á.
Ekki er bugsanlegt að þeim
væri óljúfara að vinna heiðar-
lega sveitamannsvinnu, en það
starf er þeir nú hafa.
Bezt væri að í landinu væri
engin verzlun með áfengi.
Ef það er svo, að ríldð verði
að hafa þessa verzlun vegna
milliríkjasamninga, ætti bún
að vera í sem minnstu broti
að hægt er.
Til starfrækslu verzlunarinn-
ar ætti að velja lftilhæfa menn
fyrir lítil laun.
Forystumenn þjóðarinnar
yrðn þá að leggja það á sig að
finna ráð svo Iiægt yrði að
færa til tekjur og gjöld ríkis-
ins, svo arður af áfengisverzl-
uninni mætti hverfa sem tekju-
liður á ríkisreikningnum.
S.
Fyrsti febrúar.
Baráttudagur bindindismanna
verður af bindindisfélögum bæj-
arins haldinn hálíðlegur með
skemmti- og útbreiðslufundi í
Alþýðuhúsinu kl. (S'/a e. h.
Dagskrá:
Ávarp. Guðm Sveinsson.
Kórsöngur templara.
Fyrirlestur. lvr. Arinbjarnar.
Barnasöngur (Börn úr Glóbrún)
Ræða. Jens Hólmgeirsson.
Kvikmyndir.
Allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Nefndin.
Sæktu ekki gleði þína
í áfenga drykki.
Eg hefi spurt marga menn,
eldri og yngri, hvers vegna þeir
neyti áfengis, og svörin hafa
verið mjög mismunandi.
Sumir segja, að þeir verði
svo fjörugir og kátir .— til í
allt. Þetta er það svarið, sem
mest hefir vakið athygli mína.
Það er ömurlegt, að menn og'
konur, sem ætla sér á einhver
mannamót, dansleik eða annað
slíkt, skuli þurfa að færa þess-
um óviðfeldna vínguði fórn, og
kaupa með henni dýru verði
gleði sína litla stund, sem
endar svo oft með því, að
þeirra mannlegi máltur hverf-
ur með öllu, og þessi fallvalta
gleði verður allt í einu að
hálfgerðri dauðastund, því þótt
þeir að vísu vakni lil lífsins
aftur, þá er lífsfjör og þróttur
svo lamaður eftir hin banvænu
áhrif þessa deyfilvfs.
Hver rétt hugsandi maður
á að stuðla að því, að þessi
Svartidauði menningarleysis og
vesalmennsku verði gerður út-
lægur úr þjóðlífi voru. Þetta
er það, sem Góðtemplarar hafa
unnið að um marga áratugi.
Þá hafa ýms félög, sem byggð
eru upp af æskulýðnum, einnig
hafið baráttu gegn áfengisnotk-
uninni. Má þar til nefna Ung-
mennafélög, Bindisfélög í skól-
um og Yökumenn. En mikið
vantar á, að fylkingin sé ennþá
nógu stór og sterk, því þrátl
fyrir allt, sem unnið hefir ver-
ið lil styrktar bindindismálinu,
hefir Bakkus enn þann dag í
dag tælt marga góða menn og
konur í sína óhamingjugröf og
hrundið mörgum þeirra til fulls
út úr mannheimi. Það er ve-
sæll þjóðarbúskapur, sem þarf
að afia sér tekna með því að
troða slíkri ríkisútgáfu upp á
þegna sína, sem áfengisverzl-
unin er, og viðskiptamenn
þessarar stofnunar fá það svo
í kaupbæti.eftirað hafa kannske
altæmt pyngju sína í afengis-
búðinni, að verða oft lokaðir
undirlásfangahússins eða Litla-
lirauns, eins og óbótamenn.
Við templarar og aðrir bind-
indismenn mótmælum þessu,
og hrópum allir: burt með slíkt
þjóðarástand. Það skyldi því
enginn sækja gleði sína í áfenga
drykki. Þeir menn og konur,
sem neyta áfengis, ættu að
endurskoða vel afstöðu sína til
þessa máls og athuga, hvort
þeir ekki vilja hverfa frá notk-
un þess og áhrifum og gerast
liðsmenn í þeim félagssamtök-
um, sem vinna að útrýmingu
þessa vágestar. Sýnið drengi-
legan þegnskap og sameinist í
baráttunni gegn honum. Þið
styrkið með því sjálfstæði
okkar fámennu þjóðar.
Heilir til verka.
Páll Jánsson.
Óvinur lífsins.
Er haustið kemur, fellir allur
gróður sumarskrúð, minnsta
blómið á akrinum og öflugasti
stórviður skógarins.
Næðingar og stormar blása
um heimkynni mannanna.
Loks kemur vetur og spennir
allt gróandi líf heljargreipum.
Næsta lík áhrifum næðings
og kulda á gróandi náttúru eru
áhrif áfengis á einstaklingana
og samfélag þeirra.
Allir liafa eilthvað takmark,
sem þeir stefna að með starfi
sínu og lífi.
Áfengið dregur úr viljaþrcki
og lamar starfsþrótt.
Alfir vilja hafa skarpa dóm-
greind.
Áfengið sviftir menn vitinu,
svo þeir geta eigi greint rétt
frá röngu.
Allir vilja vera heilsugóðir,
fallegir, glaðir.
Áfengið spillir heilsunni, af-
skræmir fegurð, breytir gleði
í sorg.
Allir vilja eignast góða vini,
starfsfélaga. geðfellt starf.
Áfengið eykur úlfúð, eyði-
leggur starf og starfsfrið.
Eins og kuldinn að lokum
jafnvel drepur rætur trésins
svo það visnar og deyr, þannig
getur áfengið líka heltekið ein-
staklinginn svo, að liann slepp-
ur aldrei úr klóm þess.
Þjóðfélag manna, er ofur-
seldir eru áfengisnautn, mun
líða undir lok.
Allir ættu því að vera sam-
taka, að útrýma óvini lífsins,
áfenginu.
S.