Heimdallur - 01.08.1940, Blaðsíða 2

Heimdallur - 01.08.1940, Blaðsíða 2
HEIMDALLUR hverfzt í blóði stokkna vígvelli. Gleði hefir breytzt i sorg. Lif í dauða. Réttur margra þjóða til lands og lífs hefir verið mulinn og brenndur af stáli og eldi víg- vélanna! íslenzk æska! Hvað hefir orð- ið vort hlutskipti í þessum mikla trölladansi? Hertakan 10. maí: íbúar Reykjavikur vöknuðu upp við þá staðreynd morgun- inn 10. maí, að brezkur herafli hafði verið settur bér á land um nóttina. Síðan hefir þessi her dreift sér um landið með aukn- um liðstyrk og búið um sig eft- ir beztu getu. En vér verðum að líta á þessa hertöku landsins í ljósi þeirra staðreynda, sem fyrir liggja. Samdægurs hertökunni gekk sendiherra Bretlands hér fyrir ríkisstjórnina og fullvissaði hanan um, að binn brezki her myndi ekki dvelja hér stundinni Iengur en stríðsnauðsyn krefði, og Bretar myndu á engan hátt hafa afskipti af stjórn landsins. Rikisstjórnin íslenzka mótmælti fyrir hönd landsmanna kröft- uglega ofbeldi því, sem hinn brezki herafli hefði framið. 1 bréfi til ísl. ríkisstjórnarinnar 16. maí tekur brezki sendiherr- ann það enn á ný fram, fyrir hönd brezku stjórnarinnar, „að það er fastur ásetningur hennar að kalla þennan her heim, þegar er yfirstandandi ófriði lýkur, og að hún hefir engan ásetning eða ósk um að skipta sér af núver- andi stjórn landsins.“ Vér höfum ekki ástæðu til að efast um heiðarleik og heil- indi Breta að því er til þess tek- ur að efna gefin loforð um að kalla her sinn liéðan á brott, þegar að stríðinu loknu. Oss ber miklu fremur, gagnvart Bret- um, að leggja á það mestu á- herzlu, að vér berum fullt traust til þess, að þetta mikilvæga lof- orð verði efnt. Af þessu leiðir, að vér hljót- um hiklaust að líta á hertöku landsins se.m bráðabirgða- ástand. Vér höfum því, vegna liertökunnar, hvorki glatað rétti vorum til lands eða lífs. Réttur- inn til landsins hefir aðeins ver- ið skertur um stundar sakir, og öll væntum vér þess af brenn- andi löngun, að það verði sem skemmsta stund. Lífi eða lim- um hefir enginn íslenzkur þegn glatað vegna liertökunnar, og réttur þjóðarinnar til þess að lifa óháðu þjóðlífi er á sama hátt aðeins skertur um stundar- sakir, meðan henni er þröngv- að til þess að þola sambýli hinna erlendu hermanna liér á landi, en heldur ekki lengur. Þjóðin getur þess vegna, í þesum efnum, byggt allar von- ir á bjartari framtíð. Og á því byggist, að það er eins og nú horfir undir hennar eigin þreki og þroska komið, hvort hún er fær um að standa af sér að öðru leyti þær margvíslegu hættur, sem aðeins dvöl erlends setuliðs út af fyrir sig hefir í för með sér fyrir hið innra þjóðlíf. En til hvers bendir þegar fengin reynsla í þessum efnum, og hvers er að vænta um þrek vort til þess að bogna ekki und- an þeim byrðum, sem oss á að vera sjálfrátt að valda? Þjóðin og herinn: Það er á valdi einstakling- anna sjálfra, að haga þannig framkomu sinni gagnvart hin- um erlendu hermönnum, að þeir með henni bindi ekki þjóð- inni þyngri bagga, en ríkinu sem slíku er þegar bundinn með sjálfri hertökunni sem ofbeklis- ráðstöfun annars ríkis gagnvart því. Mönnum er ekki fyllilega ljóst, hversu fjölmennur hinn erlendi her muni vera hér á landi. En í hlutfalli við íbúatölu þjóðarinnar er það e. t. v. fjöl- mennasta setulið, sem búið hef- ir um sig í öðru landi. Er af þessu ljóst, hversu víða má ætla að hermennirnir geti komið við í lífi einstaklinganna. í opinberu lífi er það þó mest áberandi, og þá einkum í skemmtanalífi unga fólksins. Hermennirnir liafa aðeins haft hér þriggja mánaða dvöl, enn sem komið er. En á þess- um skamma tíma hefir þegar skapast svo óheilbrigð þróun varðandi afstöðu unga fólksins í þessu bæjarfélagi til hinna er- lendu hermanna, að lengur má ekki dragast, að sérhver öfl, sem til er að dreifa, leggist á eitt um það, að snúa öfugstreyminu aftur í rétt horf. Það er ekki aðeins Iandið og særinn í bókstaflegri merkingu, sem vér höfum hlotið í arf og vöggugjöf, heldur jafnframt þjóðleg verðmæti, sem oss ber að varðveita og geyma. Ef þjóð- in glatar sinni eigin sál, verður ekkert sjálfstætt Island til í framtíðinni. En að liverju myndi stefna i þeim efnum, ef þjóðlífið opnaði gáttir sínar fyr- ir erlendum her, á að giska fjöl- mennari en vinnufærir karl- menn i landinu? Æska Reykjavíkur! Ert þú á verði? Sinnir þú þeirri köllun höfuðstaðar-æskunnar að skapa fordæmi öðrum æskumönnum og konum þessa lands á örlaga- tímum íslenzks þjóðlífs? Ég veit, að meðan þessar lín- ur eru ritaðar, sitja fjölmargar ungar stúlkur á skemmtistöð- um borgarinnar og stytta her- mönnum stundir við dans og annað gaman. Á þessu er engin undantekning á einum skemmti- stað eða öðrum. Á sumuni þeirra er þannig umhorfs, að gamlir Reykvíkingar þekkja ekki lengur sína eigin skemmti- staði. í reykþrungnu og lævi- blöndnu lofti hjala og flissa barnungar stúlkur innan um liina mógrænu ös. Á öðrum stöðum er yfirborðið fágað og fínt. Samt er enginn eðlismun- ur á þessu tvennu. Dætur Reykjavíkur, sem ganga einar síns liðs á síðkvöldum til þess- ara staða, hvort heldur sem er hinna fínni staða eða hrjúfari, eru allar á öfugri leið. En hvað er þá að því, að stofna til kynna við, dansa og skemmta sér með hinum ungu Bretum? Ég er þess fullviss, að meðal brezku liermannanna muni vera fjölmargir afbragðs og á- gætis menn. Og ég held enn- fremur, að það sé almanna róm- ur, að framkoma hersins sem slíks, sé eins góð og framast má vænta. Engum dylst þó að í hin- um fjölmenna hóp eru margir misjafnir sauðir. En þetta skipt- ir raunar ekki aðal máli. Hitt er höfuðatriðið, hversu ágætur sem, herinn í heild og einstaklingar hans kynnu að vera, að þetta er framandi afl, sem Við óskum og verðum að halda utan við íslenzkt þjóðlíf. Brezku hermennirnir eru ó- boðnir gestir, sem við getum ekki tekið með íslenzkri gest- risni. Yið getum sýnt þeim hóg- væra kurteisi, og eigum, að gera það, ef þeir snúa sér til okkar, en ella afskiptaleysi. Ef þjóðin í heild tæki á sama liátt í hönd setuliðsmanna og viss hluti unga fólksins er nú að gera, þá væri voði á ferðum. Menn verða að gera sér ljóst, að á bak við samneytið í opin- beru skemtana- og samkvæmis- lífi liggur vísirinn til annars og meira. Það eru útidyr þjóðlífs- ins! Séu þær opnaðar, eru inn- anliúss dyr vanalega ólæstar. Sannleikurinn er líka sá, að borgarar þessa bæjar hafa þeg- ar mátt sjá lögreglumenn, ís- lenzka og enska, hreinsa einka- íbúðir af furðulegu samblandi fólks. En hversu margar eru þá þær íbúðir, sem ekki eru hreinsaðar, en þyrftu þess þó við ? Því er treyst, að augu lög- reglunnar séu opin, en hitt er mikils meir um vert, að augu fólksins sjálfs séu opin. — Vetur nálgast og íslenzkt skammdegi færist í hönd. Sam- býli þjóðar og framandi hers verður vaxandi vandamál. Ef lánleysi og mistök fylgja þessu sambýli, mun byrði afleiðing- anna fyrst og fremst falla á þá kynslóð, sem erfir landið. Þess vegna kallar nú að íslenzkri æsku að vera á verði. Hlutverk æskunnar: Eftir því, sem þeir erfiðleik- ar eru meiri, sem steðja að ís- lenzku þjóðinni, þeim mun göf- ugra og virðulegra er verkefni þeirrar ungu kynslóðar, sem hefir vilja og þrek til þess að fórna kröftum, sínum til að vísa andstreyminu á bug. I dag er það íslenzka æskan, sem á að vera sjálfkjörin til þess að standa vörð um gáttir þjóð- lífsins. Með féalgslegum sam- tökum og samhug ber henni að leggjast á eitt um gæzlu þeirra verðmæta, sem gefa þjóðlífinu sérstætt og sjálfstætt gildL Henni ber að síörfa tilfinningu einstaklinganna fyrir hreinleik og fegurð íslenzkrar tungu, glæða ást þeirra og trú á föð- urlandið og framtíð islenzks þjóðernis, íslenzkrar menning- ar og' íslenzkrar frelsishyggju. Vér getum verið viss um það, að þeir menn, sem eru í lier- þjónustu síns eigin ríkis, reiðu- búnir til þess að úthella æsku- blóði sínu til varðveizlu þeirra þjóðlegu verðmæta, þeir munu sízt undrast afstöðu þeirrar æsku, sem gengur fram fyrir skjöldu til varðveizlu þess, sem er hennar þjóðlega teikn. Hin sanna þjóðernisbarátta er jákvæð! Hún snýst ekki gegn einu eða öðru, heldur með öllu, sem er af þjóðlegum toga spunnið, til varðveizlu og efl- ingar því. Starsemi Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna, mun nú beinast af allri orku fyrst og fremst að sjálfum þjóðernis- málunum. Útgáfa þessa blaðs, sem nú hefur göngu sína, er einn þáttur þeirrar starfsemi. I þessum efnum heitir félagið á samstarf og samhug æsku Reykjavíkur. Það er vor ósk, að æska Reykjavíkur geti eflt sín eigin félagssamtök, sitt eigið sam- kvæmislíf, sem helgaðist á hin- um örlagaríku tímum af þeim mikilvægasta ásetningi, að glæða trúna og traustið í fram- tíð íslenzks þjóðlífs. Með því leggur hún lítinn en

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/1807

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.