Heimdallur - 20.01.1954, Side 1

Heimdallur - 20.01.1954, Side 1
2. tbl. 6. árg. HEIMDALLUR BLAÐ UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Miðvikudagur 20. janúar 1954 Siðierðisstig ungm Framsóknarmunna Sóðal/eg blaðameninska aðalsmerki Framsóknaræskuininar í „VETTVANGI ÆSKUNNAR“ í Tímanum 17. janúar s. 1. má sjá glöggt merki þess menningarstigs og siöferðiskenndar, sem einkennir alla stjórnmálabaráttu þess fámenna hóps ungra manna, er nefnir sig unga framsóknarmenn. Þessir ungu menn hafa aldrei neitt jákvætt til málanna að leggja og eru skrif þeirra því mest megnis uploginn rógur um andstæð- ingana. Grein sú, er birtist á áður nefndri æskulýðssíðu í Tímanum und- ir fyrirsögninni „Rökþrot íhaldsins", er táknrænt dæmi um þessa nei- kvæðu baráttu og sýnir jafnframt ljóslega siðferðisstig þeirra manna, er slíkt láta frá sér fara. Grein þessi er lítið annað en sam- antvinnuð fúkyrði og svívirðingar um ritstjóra Heimdallar. Slik skrif eru að vísu ekki svara verð, enda hefur sá mesta skömm af, er lætur þau frá sér fara. Þó get ég ekki látið hjá líða að benda á nokkur dæmi til að sýna fram á sannleiks- gildi greinar þessarar. í greininni segir m. a.: „Einn ann- álaður bitlingasnápur í hópi hinna yngri Sjálfstæöismanna sendir okkur, ritstj. Vettvangsins, línu í óbermi þessu (þ. e. Heimdalli). Hefur hann orðið all ókvæða við í tilefni af grein- arstúf, sem birtist hér í Vettvangn- um, þar sem talaö var um að hreinsa þyrfti til við bitlingajötur bæjar- stjómarmeirihlutans, strax að bæj- arstjórnarkosningum loknum og róta upp í allri þeirri regin spillingu, sem þróazt hefur við áratuga einræði Sjálfstæðisflokksins 1 Reykjavík. Er bersýnilegt, að grein þessi hefur hitt á snöggan blett, m. a. hjá þeim pilti, sem ritstýi'ir Heimdalli. Það vill líka svo til, að hann er dæmigerð „fígúra“ fyrir þann hóp hugsjónalausra bitl- ingasnápa, er dafna og blómgast í spillingarstíu Reykjavíkuríha]dsins.“ Gott og vel; ekki hljómar þetta amalega. Það eru líklega ekki neinir smáræðisbitlingar, sem hann heíur, þessi, hjá bæjarstjórnarmeirihlutan- um, fyrst hann er hvorki meira né minna en „dæmigerð fígúra bitlinga- snápanna, sem blómgast í spillingar- stíu Reykjavikuríhaldsins“, hugsar líklega fólkið, þegar það les þetta. Svo er nú búið að hamra á því bæði í Tímanum og öðrum blööum, hvilíkt hneyksli það sé, hvernig íhaldið hossi þessum bitlingasnápum sínum. Hann ætti ekki að vera á flæðiskeri stadd- ur, pilturinn sá! Og það er ekki svo sem að Tíminn sé að slá þessari fullyi'ðingu fram ó- rökstuddi'i. Ónei, hann er nú ekki vanur því, blessaður Tíminn. Sannan- irnar fylgja strax á eftir áðurnefnd- um fullyrðingum og eru á þessa leið orðrétt: „Til dæmis hafði piltur þessi þi'já álitlega bitlinga sama veturinn var þingskrifari á fullum launum, vann jafnframt á skrifstofu Fasteignaeig- endafélags Rvíkur og hafði ennfrem- ur vænan bitling hjá Iðni'ekendasam- bandi íslands, og sízt mun bitlinga- hali hans hafa rýrnað síðan.“ Ekki vantar það, ekki eru það nú neinir smáræðisbitlingar, sem maður- inn hefur haft, þótt vandséð sé nú að vísu, jafnvel fyi’ir heittrúaðan framsóknarmann, að þeir komi nú mikið bæjai’stjórnarmeix’ihutanum í Reykjavík við. En nú skulum við líta lítillega á sannleiksgildi þessarar „sönnunar“. Jú, mikið rétt. Við Sveinn Skorri, í'itstjói'i Vettvangsins í Tímanum og sennilega höfundur umræddrar grein- ar, unnum saman einn vetur sem þingskrifarar í Alþingi. (Hann var

x

Heimdallur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/1807

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.