Heimdallur - 20.01.1954, Qupperneq 4

Heimdallur - 20.01.1954, Qupperneq 4
4 HEIMDALLUR manna hafi svo endrum og eins skroppið til æskustöðva sinna við hátíðleg tækifæri, eins og t. d. al- þingiskosningar, skal enginn bendla það við aðrar hvatir en hinar há- leituslu. Ást þeirra til Reykjavíkur er hin sama, þótt þeir á stundum leiti síns uppruna. Það sannast bezt á því, hve vel þeir bera Reykvík- ingum söguna út um sveitir lands- ins og hve drjúgan þátt þeir eiga í aukinni vinsemd milli borgarbúa og annarra landsmanna. En þessi fórnfýsi og sjálfsaíneit- andi Ijúfmennska framsóknarmanna fellur í ótrúlega ófrjóan jarðveg í Reykjavík. Reykvíkingar eru svo undarlega einþykkir og sérvitrir. Þeir eru að því léyti ólíkir framsóknar- mönnum, að þeir eru breyzkir og mannlegir á allan máta, og eiga því oft bágt með að trúa því, að einskær kærleiki búi að baki þeim áhuga á tímanlegri velferð borgarbúa, sem grípur hin góðu hjörtu framsóknar- mannanna og knýr þá til að hópast í bæinn að vetrarlagi, sérlega þegar kosningar fara í hönd. Þessi vantrú er snar þáttur í vanmati Reykvík- inga á Framsóknarflokknum. Annar er sá, að Reykvíkingar líta ekki nóg á frambjóðendur í ljósi uppruna og fortíðar. Þeir taka stundum þann, sem er maður í dag, fram yfir hinn, sem var mannsefni í skóla. Þeim getur staðið á sama um, hve margra presta sé getið í ættartölu manns, sé hans sjálfs að góðu getið. Og svo hrapalega getur dómgreind þeirra brugðizt, að tuttugu ára skrif í fram- sóknarblað séu ekki talin mönnum til tekna. í þriðja lagi eru Reykvík- ingar svo furðu óráðsþægir á ýms- um sviðum. Þeim er að mörgu leyti vel til vinar síns Vígfúsar og hans líka, en hafa oft hollráð þeirra að litlu. Sjálfstæði Reykvíkinga er af sama toga spunmð og sjáltstæði Bjarts í Sumarhúsum, þeir eiga það til að fyrtast við leiðbeiningum ann- arra um almenn mál eins og t. d. bæjarstjórnarkosningar, sunair þeirra eru jafnvel svo ósvífnir að líta á bæjarstjórnarkosningar í Reyxjavík sem einkamál Reykvíkinga. Það er því ekki af tómri illgirni, sem þeir hafna lista framsóknarmanna, held- ur af þessari gömlu, íslenzku ótrú á leiðbeiningum óviðkomandi aðilja. Þetta er leiðinleg stáðreynd, en eigi að síður staðreynd, hvað glöggt mun sannast 31. jan. n. k. Það er illt til þess að vita, að starf mannkostamanna á borð við Vigfús Guðmundsson gestgjafa fer að veru- legu leyti forgörðum vegna skiln- ingsleysis fólksins, og væri þeim kröftum þá betur varið á Öðrum vettvangi. Til tryggingar því, að þeim kröftum verði ekki öðru sinni sóað til einskis, tek ég mér það bessa- leyfi að bjóða fyrir hönd Reykvík- inga Vigfúsi gestgjafa, sem samnefn- ara þessara manna, eftirfarandi samning: „ÖLL dæmi úr sögunni, bæði hér og erlendis sanna, að þegar einhver flokkur fer að agitera fyrir sér sem útvöldum með þjóð sinni, þá er það yfirskin til að troða á rétti hennar og svíkja hana í böðla hendur.“ Þjóðviljinn 28. maí 1937. VOPNA Á KONUR OG BÖRN TIL UPPPREISNAR „Blóðfórnirnar, sem spánski verka- lýðurinn færir nú, og bylitingareld- móðurinn, sem vopnar jafnvel konur og börn til baráttu fyrir frelsinu, það er hið leiftrandi tákn til alls verka- lýðs veraldarinnar að sameinast eins og spánski verkalýðurinn á grund- velli allsherjarverkfalls og vopnaðrar uppreisnar." 1. gr. Reykvíkingar skuldbinda sig til að seilast aldrei til yfxrráða yfir veitingaskála Vigfúsar Guðmundssonar að Hreðavatni né neinna áhrifa á daglegan rekstur hans. 2. gr. í stað þess heitir Vigfús Guð- mundsson því að bfeina starfs- kröftum sínum að öðru en því, er til einkamála Reykvikinga megi teljast, svo sem bæjar- stjórnarkosningar o. fl. Fyrri grein þessa samnings fylgir sá varnagli, að þar er aðeins átt við allan þorra Reykvíkinga, en undan- teknir séu nýliðar úr hópi framsókn- armanna. Fyrir hönd þeirra þori ég engu að lofa, og ætla það enda óþarfa. Önnur greinin þarfnast engra at- hugasemda. Hún er auðsjáanlega báðum aðilum fyrir beztu. Ó. H. Ó. Kjasið X D-listann Verkalýðsblaðið 15/10 1934. Úr grein- inni „Sigurför samfylkingarinnar“. HVER MASAR ÞAR MEST? „Þingræðið með öllu mási þess og þvaðri, hrafnafundum og hrossa- prangi, er stofnun, sem fáir munu telj.a vænlegan grundvöll til sigurs voldugum hugsjónum .... Út um lönd er þingræðið nú hin síðasta blekking auðvaldsis.“ Einar Olgeirsson í 13. árg. Réttar. SIGUR VINNST EKKI Á ALÞINGI „Kommúistaflokkurinn blekkir hvorki sjálfan sig né verkalýðinn með neinum tálvonum um það, að verka- lýðshreyfingin muni geta unnið end- anlega sigra á Alþingi.“ Vérkalýðsblaðið 8. marz 1932. Þeirra eigin orð

x

Heimdallur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/1807

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.