Heimdallur - 20.01.1954, Page 5

Heimdallur - 20.01.1954, Page 5
HEIMDALLUR 5 Afturhaldsvofa kommúnismaas VIÐ hverjar kosningar er nauðsyn- legt að líta fram á við og hærra, út fyrir dægurþras og hreppapólitík, svo að skynja megi, hvert stefni, þegar allt kemur til alls. Munu marg- ir sjá, að mjög hefur þokazt fram á leið síðustu hálfa aðra öld og allt fram á þennan dag. Þó fer ekki hjá því, að ýmislegt hafi miður farið. Óskorað frelsi, svo sem ríkti á 19. öld, hafði ekki farsælar afleiðingar að öllu leyti. Félagsleg hugsun hefur þar orðið að koma til að nokkru. Margar þær meinsemdir, sem þjóðfélagið dr haldið, eru einmitt sprottnar af frelsinu. Einstaklingarnir hugsa hver á sinn hátt, hagsmuna- árekstrar verða, hagkerfið verður háðara sveiflum og efnahagsöryggi verður minna. Svo langt getur geng- ið á þessari braut, að nærri gangi stjórnleysi. Hér er því eindurbóta þörf og nokkurrar stjórnfestu. Hef- ur og ýmislegt unnizt í þeim efnum, en varast verður, að skipulagning- in og stjórnfestan leiði til einræðis — fara verður hinn gullna meðal- veg hér sem annars staðar. Gagnrýni er nauðsynleg, svo að menn megi vakna til vitundar um þá galla, sem raunhæfir eru. En til gagnrýninnar verður að gera þá kröfu, að bent sé á jákvæða lausn og lausnin verður að tryggja það, að menn haldi frelsi sínu sem mest, þ. e. a. s. hún verður að horfa fram á við á þeirri braut, sem mörkuð var með byltingunum 1776 og 1789. Sú gagnrýni, sem hefur það eitt markmið að rífa niður, vekja ó- ánægju, úlfúð og illyndi á naumast rétt á sér og þaðan af síður sú „lausn“ sem helgað hefur sér úreltar hugmyndir löngu liðinna kynslóða. Þegar þetta er hugleitt og stjórn- málabarátta hér virt, beinist athygl- in ósjálfrátt að kommúnistum, bar- áttu þeirra og háttum öllum, þar sem þeir eru í valdaaðstöðu. Fer þá naum- ast hjá því, að menn kenni þar upp- vakning löngu liðinna tíma mitt á meðal vor, og lætur hann allófrið- lega. Fylgja honum skuggar þeir, er dekkstir þykja á fortíðinni svo sem greint mun verða: I. Þrælahald er ljótur blettur á fortíðinni og hefur verið afnumið í öllum menningarríkjum. í ríkjum kommúnismans eru þeir aftur á móti haldnir þúsundum eða jafnvel millj- ónum samgn. Gengur þræliahaldið svo langt, að þrælavinnan er ekki óve-rulegur þáttur þjóðarbúskapar- ins, svo sem Alþjóðasamband frjálsra varklýðsfélaga hefur nánar greint frá. II. Bændaánauð, átthagafjötur og annað því líkt er ömurlegt vitni um háttu fyrri tíma. Sams konar fyrir- bæri eru óhjákvæmilegar fylgjUr kommúnismans, til staðbinding verka fólks o. s. frv. III. Heimsveldisstefna Vesturlanda er dapurlegur þáttur í sögu þeirra. Með vaxandi mannúð hefur frá henni verið horfið. Nýlendur öðlast óðum frelsi og hagur þeirra batnar. En meðan þetta gerist hefja komm- únistaríkin, einkum Rússland og Kína harðvítuga heimsveldisstefnu að hætti grimmustu höfðingja þeirra fyrr á öldum. Eru alkunn dæmi þessa. IV. Áður fyrr voru öll völd í hönd- um konunga og hirðgæðinga Þar sem frelsishugsjónir máttu sín ein- hvers, voru þessi völd fengin I hend- ur þeim mönnum, er fólkið valdi. I kommúnistaríkjunum gerðist það eitt, að völdin hrifsuðu með ofbeldi flokksklíkur og þær halda þeim enn í dag. V. Rannsóknarréttur miðalda fyll- ir menn hryllingi. Starfsaðferðir hans og aliur starfsandi er nú dvggi- lega hagnýtt í öllum ríkjum komm- únismans til að fá menn til að játa röngum sakargiftum. VI. Langa baráttu kostaði að fá viðurkennd almenn mannréttindi, svo sem málfrelsi, prentfrelsi, funda- frelsi o. fl. Öll þessi réttindi eru fótumtroðin í ríkjum kommúnism- ans, svo sem mest má verða. Þjóð- viljinn hefur farið um þetta með þeirri sakleysislegu setningu, að all- ur andbyltingaráróður sé bannaður. Er auðsætt, að hér er átt við allan þann áróður, sem valdhafarnir telja sér óheppilegan. Þessi sex atriði eru aðeins dæmi. Mætti lengi halda áfram og mikið segja um hvert. Öll minna þau ó- þægilega á löngu liðinn tíma, á stjórnarháttu, sem fólkið hefur varp- að af sér og hvergi fá haldizt nema með ofbeldi. Allsvalda ríki og flokk- ur er komið í stað alvalds konungs og aðals, en gagnvart stendur van- máttugur einstaklingur eftir sem áður. Aðalatriðið er þó, að menn geri sér ljóst, að þetta allt, þrældómur, átthagafjötrar, ritskoðun, rannsókn- arréttur og fleira þess konar, er ó- hjákvæinileg afleiðing af hagkerfi kommúnismans. Allt verður þar að miða að settu marki. — að'fullnægja fyrirframgerðri áætlun. Því er lífs- nauðsyn að knýja menn til að taka þátt í framkvæmd áætlana. Af þessu leiðir, að vilji einstaklingsins má sín einskis, vilji valdhafanna ræður. Áminning Páls postula, „Sérhver maður sé yfirboðnum valdstéttum hlýðinn“, er það boðorð, sem þegn- arnir verða umfram allt að tileinka sér. Og allt eru þetta gamalkunn fyrirbæi’i — alvaldur konungur eða

x

Heimdallur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimdallur
https://timarit.is/publication/1807

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.