FLE fréttir - 01.11.1979, Side 1

FLE fréttir - 01.11.1979, Side 1
FLE FRÉTTIR Útgefandi: Félag löggiltra endurskoðenda 2. árg. 4. tbl. november 1979. HVAÐ ER FRAMUNDAN. Fréttablað FLE hefur nú komið út i tvö ár. Þetta form virðist henta mjög vel til þess að flytja félagsmönnum fréttir af félagsstarfinu. Nýskipuð stjórn FLE hyggst þvi halda útgáfu blaðsins áfram með svipuðu sniði og áður og mun ritari félagsins, Þorvaldur K. Þorsteinsson, hafa umsjón með útgáfunni fyrst um sinn. Skattamalm: A síðasta ari hefur skattamálin borið hæst allra málaflokka hjá félaginu og er þá skemmst að minnast námsstefnu um þau 23. og 24. nóvember sl. Enn er ýmislegt óljóst í þessu efni enda voru lög nr. 40/1978 algjör umbylting á þessum víðamikla lagabálki. Á næsta hádegisfundi, miðvikudaginn 9. janúar n.k. mun Jón Guðmundsson, námskeiðsstjóri rikisskattstjóraembættisins, gera félagsmönnum grein fyrir þvi starfi sem nú er í gangi hjá embættinu við frágang eyðublaða og leiðbein- andi reglna varðandi framkvæmd laganna. Reikningsskil: í nýju hlutafélagalögunum sem þegar eru í gildi að því er varðar reikningsskil, eru nokkuð ítarleg ákvæði um innihald ársreikninga hlutafélaga. Fyrstu ársuppgjör, sem taka verða mið af þessari löggjöf eru framundan og þvi er fyllilega tímabært að taka þessi mál föstum tökum. Félagið mun þvi efna til sérstakrar námsstefnu um reikningsskil að Hótel Esju föstudaginn 18. janúar n.k. Reikningsskilanefnd FLE mun annast hina faglegu hlið námstefnunnar og taka til meðferðar form ársreikningsins með tilliti til laga um hlutafélög og bókhaldslaga. Þá verður reynt að taka afstöðu til þess hvort eða að hve miklu leyti beri að láta hin nýju lög um tekjuskatt og eignarskatt hafa áhrif á reikningsskilin. Stefnt er að því að senda félags- mönnum efnið til skoðunar fyrir námstefnuna. í reikningsskilamálum blasir við okkur annað verkefni ekki smærra í sniðum en það sem er til meðferðar á námstefnunni, en það er áhrif verðbólgunnar á reikningsskilin. Mönnum er nu orðið ljóst, að hin hefðbundnu reikningsskil gefa alls ekki glögga mynd af rekstri og afkomu fyrirtækja. Þessi reiknings- skil geta því verið villandi og leitt til rangrar ákvarðanatöku. Til þess að störf okkar á þessu sviði séu einhvers virði þurfum við því að taka á þessu máli og reyna að finna leið til leiðréttingar. Nágrannar okkar í Evrópu, þar sem verðbólgan er í kringum 10%, ræða þessi mál af mikilli alvöru, hvað þá um okkur?

x

FLE fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.