FLE fréttir - 01.11.1979, Blaðsíða 2
Endurskoðun: í hinum nýju lögum um hlutafélög eru nú í fyrsta sinn
ákvæði um það, að ákveðin félög skuli endurskoðuð af mönnum með þekkingv:
á þessu sviði. Þær raddir hafa heyrst að þessi ákvæði skapi löggiltum
endurskoðendum ákveðin forréttindi. Ekki má þó gleyma því að vandi fylgir
Vegsemd hverri og þær skyldur sem þessi ákvæði leggja okkur á herðar eru
verulegar. T.d. segir í 86.gr. laganna, "endurskoðendur skulu í samræmi við
góða endurskoðunarvenju endurskoða ársreikninginn" o.s.frv.
Hvað er þá "góð endursköðunarvenja"?
Endurskoðunarnefnd FLE er þegar búin að vinna mikið starf, sem að gagni
má koma til þess að undirbúa okkur fyrir það að takast þessar skyldur á
herðar. Félagið hefur þegar gefið út fyrsta staðal nefndarinnar um framkvæmd
endurskoðunar og staðall nr. 2, um áritanir, var lagður fyrir á nýloknum
aðalfundi í tillöguformi.
En betur má ef duga skal. Ákvæði hlutafélagalaganna um endurskoðun taka
gildi 1980 og tryggja þarf að löggiltir endurskoðendur rísi undir nafni, sem
"menn með þekkingu á þessu sviði".
Kristinn Sigtryggsson.
AÐALFUNDUR 1979.
Aðalfundur félagsins var haldinn 24. nóvember að Hótel Sögu, og sátu
fundinn 59 félagsmenn. Ólafur Nilsson, formaður félagsins setti fundinn,
bauð fundarmenn velkomna og minntist látins félaga. Bað hann síðan Eyjólf K.
Sigurjónsson að taka við fundarstjórn.
Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar sem jafnframt var dreift meðal
fundarmanna. 1 skýrslunni kom m.a. fram að haldnir voru 8 hádegisfundir á
starfsárinu auk námstefnu og sumarráðstefnu. Sagt var frá útgáfustarfsemi og
gerð grein fyrir erlendu samstarfi. í félaginu eru 111 félagsmenn. Á árinu
lést einn félagi en 3 gengu í félagið.
1 forföllum gjaldkera, gerði Kristinn Sigtryggsson grein fyrir ársreikningi
félagsins. Samkvæmt rekstrarreikningi var tekjuafgangur kr. 559.127,-
Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi nam kr. 23.327.080.-
Fastanefndir félagsins, endurskoðunarnefnd og reikningsskilanefnd fluttu
skýrslur um störf sín og einnig gerði endurmenntunarnefnd grein fyrir
störfum sínum. Á fundinum lagði endurskoðunarnefnd fram 1. tillögu að staðli
fyrir áritanir.
- 2 -
FLE FRETTIR PÓSTHÓLF 945 — 121 REYKJAVÍK