FLE fréttir - 01.11.1979, Page 4

FLE fréttir - 01.11.1979, Page 4
Stjórnin hefur skipað ritnefnd en eftir er að ganga frá skipun endur- menntunarnefndar og skemmtinefndar. Aðrir embættismenn voru kjörnir á aðalfundi eða sitja í nefndum samkvæmt lögum félagsins. Félagsstarfið. Verkaskipting stjórnar: Á fyrsta fundi stjórnarinnar skipti hún með sér verkum. Varaformaður er Gylfi Gunnarsson, ritari Þorvaldur K. Þorsteinsson, gjaldkeri Sigurður Tómasson og meðstjórnandi Lárus Halldórsson. Þá hefur verið skipað í nefndir eins og getið er um á öðrum stað í blaðinu. Námstefna um skattamál: Félagið efndi til námstefnu um lög nr. 40/1978 um um tekjuskatt og eignarskatt í Glæsibæ og Hótel Sögu dagana 23. og 24. nóv. s.l. Þar fluttu erindi: Valdimar Guðnason, löggiltur endurskoðandi - Skattlagning einstaklinga. Ævar ísberg, vararíkisskattstjóri - Drög að nýju framtalseyðublaði. Atli Hauksson, löggiltur endurskoðandi - Skattlagning atvinnurekstrar, endurmatsreglur, fyrningar og söluhagnaður. ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi - Skattlagning atvinnurekstrar, fjármagnskostnaður, vextir^ . verðbætur, gengismunur og tekjufærsla vegna verðbreytinga. Síðari dag námstefnunnar fóru fram pallborðsumræður og voru þeir ólafur Nilsson, Atli Hauksson, Valdimar Guðnason, Atli Hauksson, Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkisskattstjóri og Garðar Valdimarsson, skattrannsóknárstjóri, á palli og stjórnaði Sveinn Jónsson umræðunum. Þátttaka var mjög góð, en 92 félagsmenn tóku þátt í námstefnunni. Hádegisfundir: NÓvemberfundurinn var haldinn 7. nóvember. Dr. Pétur Blöndal, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, flutti erindi um málefni lífeyris- sjóða og hvaða kosti löggiltir endurskoðendur ættu í þeim efnum og svaraði fyrirspurnum. Fundinn sátu 30 félagsmenn. 4

x

FLE fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.